Viðskipti innlent

Magnús Mar og Sara Henný bætast í hóp eig­enda PWC

Atli Ísleifsson skrifar
Magnús Mar Vignisson og Sara Henný H. Arnbjörnsdóttir, löggiltir endurskoðendur.
Magnús Mar Vignisson og Sara Henný H. Arnbjörnsdóttir, löggiltir endurskoðendur. pwc

Magnús Mar Vignisson og Sara Henný H. Arnbjörnsdóttir hafa bæst í eigendahóp PricewaterhouseCoopers ehf. (PwC).

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu, en þau Magnús Mar og Sara Henný eru bæði löggiltir endurskoðendur.

„Magnús Mar hóf störf hjá PwC árið 2011 og hefur síðan þá unnið á endurskoðunarsviði PwC. Hann lauk meistargráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands árið2014 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2016.

Magnús Mar hefur undanfarin ár verið verkefnisstjóri í sumum af stærstu endurskoðunarverkefnum PwC, einkum fjármálafyrirtækjum. Jafnframt hefur hann verið í endurskoðunarteymum fjármálafyrirtækja hjá PwC í Svíþjóð.“

Sara hóf störf hjá PwC árið 2008, fyrst sem móttökuritari en síðar á endurskoðunarsviði félagsins.

„Hún lauk meistaragráðu í endurskoðun og reikningsskilum frá Háskóla Íslands árið 2012 og hlaut löggildingu til endurskoðunarstarfa árið 2017.

Sara hefur undanfarin ár verið verkefnisstjóri í sumum af stærstu endurskoðunarverkefnum PwC, einkum skráðum félögum og einingum tengdum almannahagsmunum.“

Á Íslandi starfa um 120 manns hjá PWC og eigendurnir sautján.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×