Deilan langvinna á milli Sigmars og Skúla send aftur til Landsréttar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2020 10:15 Sigmar Vilhjámsson í héraðsdómi þegar málið var tekið fyrir þar á sínum tíma. Vísir/Vilhelm Deilan langvinna á milli Sigmars Vilhjálmssonar og Skúla Gunnars Sigfússonar um lóðarréttindi á Hvolsvelli hefur verið send aftur til meðferðar Landsréttar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í morgun. Málið má rekja til þess að Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur á Hvolsvelli. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist hins vegar á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á hluthafafundi í maí 2016 var lagt til að lóðirnar yrðu seldar Fox ehf, sem Sigmar mótmælti og benti svo á ítrekað fyrir dómi að Pálmar Harðarson, eigandi Fox ehf., og Skúli væru góðir vinir. Sá síðarnefndi mótmælti því ekki. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar. Um þessa ákvörðun hafa Sigmar og Skúli deilt fyrir dómstólum. Árið 2018 hafði Sigmar betur í héraðsdómi þegar ákvörðun hluthafafundar Stemmu þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu Fox ehf. lóðaréttindi að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvelli þar sem byggt var Lava-eldfjallasetrið, auk stofnkostnaðar og annarra réttinda tengdra þeim, var ógilt. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms varðandi lóð númer 12 en Skúli var sýknaður vegna lóðar 14. Bæði Sigmar og Skúli áfrýjuðu til Hæstaréttar sem ákvað að taka málið fyrir, og nú liggur niðurstaðan fyrir. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi dæmt málið á röngum grundvelli. Samkvæmt skýru orðalagi í lögum um hlutafélög sé það forsenda þess að dómstóll geti breytt ákvörðun hluthafafundar að breytingar sé krafist af málsaðila. Segir í dómi Hæstaréttar að hvorugur aðila hafi á nokkru stigi meðferðar málsins krafist breytingar á ákvörðun hluthafafundarins með þeim hætti sem gert var í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða Landsréttar hafi því verið í andstöðu við lög um hlutafélög og lög um meðferð einkamála. Málið hafi því verið dæmt á röngum grundvelli. Var málinu því vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Dóm Hæstaréttar má lesa hér. Dómsmál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Deilan langvinna á milli Sigmars Vilhjálmssonar og Skúla Gunnars Sigfússonar um lóðarréttindi á Hvolsvelli hefur verið send aftur til meðferðar Landsréttar. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í málinu í morgun. Málið má rekja til þess að Skúli og Sigmar unnu að því frá árinu 2013 að hrinda í framkvæmd hugmynd um eldfjallasetur á Hvolsvelli. Ágreiningur þeirra á milli um hvernig staðið yrði að fasteignahluta verkefnisins magnaðist hins vegar á árinu 2015 en þá voru strax uppi hugmyndir um að Sigmar yrði keyptur út úr þeim hluta. Á hluthafafundi í maí 2016 var lagt til að lóðirnar yrðu seldar Fox ehf, sem Sigmar mótmælti og benti svo á ítrekað fyrir dómi að Pálmar Harðarson, eigandi Fox ehf., og Skúli væru góðir vinir. Sá síðarnefndi mótmælti því ekki. Samþykkt var á fundinum að Fox ehf. greiddi samtals 40 milljónir fyrir lóðirnar. Um þessa ákvörðun hafa Sigmar og Skúli deilt fyrir dómstólum. Árið 2018 hafði Sigmar betur í héraðsdómi þegar ákvörðun hluthafafundar Stemmu þar sem samþykkt var að selja fyrirtækinu Fox ehf. lóðaréttindi að Austurvegi 12 og 14 á Hvolsvelli þar sem byggt var Lava-eldfjallasetrið, auk stofnkostnaðar og annarra réttinda tengdra þeim, var ógilt. Málinu var áfrýjað til Landsréttar sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms varðandi lóð númer 12 en Skúli var sýknaður vegna lóðar 14. Bæði Sigmar og Skúli áfrýjuðu til Hæstaréttar sem ákvað að taka málið fyrir, og nú liggur niðurstaðan fyrir. Í niðurstöðu Hæstaréttar segir að Landsréttur hafi dæmt málið á röngum grundvelli. Samkvæmt skýru orðalagi í lögum um hlutafélög sé það forsenda þess að dómstóll geti breytt ákvörðun hluthafafundar að breytingar sé krafist af málsaðila. Segir í dómi Hæstaréttar að hvorugur aðila hafi á nokkru stigi meðferðar málsins krafist breytingar á ákvörðun hluthafafundarins með þeim hætti sem gert var í hinum áfrýjaða dómi. Niðurstaða Landsréttar hafi því verið í andstöðu við lög um hlutafélög og lög um meðferð einkamála. Málið hafi því verið dæmt á röngum grundvelli. Var málinu því vísað aftur til Landsréttar til löglegrar meðferðar og dómsálagningar að nýju. Dóm Hæstaréttar má lesa hér.
Dómsmál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira