Eiganda 66°Norður dæmdar 172 milljónir í bætur af Hæstarétti Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. júní 2020 18:34 Eiganda 66°Norður voru dæmdar 172 milljónir króna í máli sem rekja má aftur til ársins 2011. Vísir/66°norður Hæstiréttur hefur dæmt félagið Molden Enterprises Ltd. til að greiða 66North holding Lux S.Á.R.L. móðurfélagið 66°Norður 172 milljónir króna. Er það vegna kaupréttar fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins sem gerður var upp. Félagið Molden Enterprises er staðsett á Möltu en 66North holding Lux í Lúxemborg og er það eignarhaldsfélag sem á Sjóklæðagerðina hf., móðurfélag 66°Norður. Ágreining málsins má rekja til kaupsamnings sem gerður var 9. ágúst 2011 þegar SF II slhf. keypti 51% hlutafé í Sjóklæðagerðinni af Egus Inc. SF II varð síðar BH Holding og framseldi kröfur sínar og réttindi til 66North Holding en Egus varð að Molden Enterprises. Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Sigurjón Sighvatsson var eigandi Egusar en hjónin Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir eru eigendur 66°Norður. SF II var þá árið 2011 í eigu sjóða Stefnis, sem selt var Helga og Bjarney árið 2012. Þá seldi Sigurjón 49% hlut sem hann átti eftir til Helga og Bjarneyjar árið 2013. Í kaupsamningi við söluna árið 2011 var ákvæði í kaupsamningnum sem kvað á um að seljandinn skyldi ábyrgjast að kaupréttur fyrrverandi forstjóra félagsins væri fallinn úr gildi og að nefndur forstjóri ætti ekki kröfur á hendur félaginu. Með dómi hæstaréttar sem kveðinn var í september 2014 var komist að þeirri niðurstöðu að kauprétturinn hefði ekki verið fallinn úr gildi og að Sjóklæðagerðinni hf. skyldi gert að greiða í samræmi við það. Því var Sjóklæðagerðinni gert að greiða Halldóri Gunnari Eyjólfssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, 110 milljónir. Sjóklæðagerðin greiddi kröfu fyrrverandi forstjóra félagsins að fullu og höfðaði í kjölfarið mál á hendur félagsins sem þá bar nafnið Molden um endurgreiðslu á grundvelli ákvæðisins í kaupsamningnum um að seljandi skyldi ábyrgjast kauprétt fyrrverandi forstjóra félagsins. Málinu var vísað frá dómi í mars 2017 og var þar tekið fram að Sjóklæðagerðin hefði ekki verið aðili að kaupsamningnum þótt samningurinn hafi varðað hagsmuni félagsins. Í kjölfar þess höfðaði 66North Holding nýtt mál vegna kostnaðarins við uppgjör kaupréttarsamningsins sem fallið höfðu á félagið. Féllust dómstólar þá á greiðsluskyldu Molden gagnvart 66North Holdings. Dómsmál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira
Hæstiréttur hefur dæmt félagið Molden Enterprises Ltd. til að greiða 66North holding Lux S.Á.R.L. móðurfélagið 66°Norður 172 milljónir króna. Er það vegna kaupréttar fyrrverandi forstjóra fyrirtækisins sem gerður var upp. Félagið Molden Enterprises er staðsett á Möltu en 66North holding Lux í Lúxemborg og er það eignarhaldsfélag sem á Sjóklæðagerðina hf., móðurfélag 66°Norður. Ágreining málsins má rekja til kaupsamnings sem gerður var 9. ágúst 2011 þegar SF II slhf. keypti 51% hlutafé í Sjóklæðagerðinni af Egus Inc. SF II varð síðar BH Holding og framseldi kröfur sínar og réttindi til 66North Holding en Egus varð að Molden Enterprises. Mbl.is greindi fyrst frá þessu. Sigurjón Sighvatsson var eigandi Egusar en hjónin Helgi Rúnar Óskarsson og Bjarney Harðardóttir eru eigendur 66°Norður. SF II var þá árið 2011 í eigu sjóða Stefnis, sem selt var Helga og Bjarney árið 2012. Þá seldi Sigurjón 49% hlut sem hann átti eftir til Helga og Bjarneyjar árið 2013. Í kaupsamningi við söluna árið 2011 var ákvæði í kaupsamningnum sem kvað á um að seljandinn skyldi ábyrgjast að kaupréttur fyrrverandi forstjóra félagsins væri fallinn úr gildi og að nefndur forstjóri ætti ekki kröfur á hendur félaginu. Með dómi hæstaréttar sem kveðinn var í september 2014 var komist að þeirri niðurstöðu að kauprétturinn hefði ekki verið fallinn úr gildi og að Sjóklæðagerðinni hf. skyldi gert að greiða í samræmi við það. Því var Sjóklæðagerðinni gert að greiða Halldóri Gunnari Eyjólfssyni, fyrrverandi forstjóra félagsins, 110 milljónir. Sjóklæðagerðin greiddi kröfu fyrrverandi forstjóra félagsins að fullu og höfðaði í kjölfarið mál á hendur félagsins sem þá bar nafnið Molden um endurgreiðslu á grundvelli ákvæðisins í kaupsamningnum um að seljandi skyldi ábyrgjast kauprétt fyrrverandi forstjóra félagsins. Málinu var vísað frá dómi í mars 2017 og var þar tekið fram að Sjóklæðagerðin hefði ekki verið aðili að kaupsamningnum þótt samningurinn hafi varðað hagsmuni félagsins. Í kjölfar þess höfðaði 66North Holding nýtt mál vegna kostnaðarins við uppgjör kaupréttarsamningsins sem fallið höfðu á félagið. Féllust dómstólar þá á greiðsluskyldu Molden gagnvart 66North Holdings.
Dómsmál Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Viðskipti innlent Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Sjá meira