Innlent

Mótmælaalda í Bandaríkjunum og umdeild stöð Sorpu í Sprengisandi

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu hefur vakið talsvarðar deilur.
Gas- og jarðgerðarstöð Sorpu hefur vakið talsvarðar deilur. Vísir/Arnar

Útvarpsþátturinn Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar alla sunnudaga klukkan tíu. Í þættinum er farið yfir víðan völl og mörg af helstu þjóðmálum hverju sinni tekin fyrir. Kristján Kristjánsson, umsjónarmaður þáttarins, fær til sín gesti af hinum ýmsu sviðum þjóðfélagsins þar sem farið er yfir stöðuna frá mismunandi sjónarhornum.

Hér má hlusta á þáttinn í beinni útsendingu á netinu.

Farið verður yfir víðan völl í þætti dagsins en Halla Tómasdóttir verður á línunni beint frá New York ásamt Hallfríði Þórarinsdóttur sem verður í hljóðveri. Þær munu ásamt Kristjáni fara yfir stöðuna í Bandaríkjunum í dag vegna mikillar mótmælaöldu þar í landi, auk þess sem að staða Donald Trump, forseta Bandaríkjanna verður metin.

Þá mun Stefán Gíslason umhverfisstjórnunarfræðingur ræða gas- og jarðgerðarstöð Sorðu og hvort að fjárfestingin í þessa umdeildu framkvæmd muni skila sér.

Arnar Atlason, formaður Samtaka fiskframleiðenda og útflytjenda, mun ræða um sjávarútvegsstefnuna sem er í gildi og hvort að hún sé meingölluð. Fara verðmæti í súginn? Arnar mun ræða það.

Þá mæta hagfræðingarnir Kristrún Frostadóttir og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir og rökræða hvernig fjármagna eigi velferðina og brýnar framkvæmdir eftir Covídkreppuna.

Þátturinn hefst á slaginu tíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×