Greina ekki sýni á nóttunni Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júní 2020 13:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. Farþegum sem koma til landsins eftir 15. júní verður líkt og kunnugt er gefinn kostur á að fara í sýnatöku vegna COVID-19 í staðinn fyrir 14 daga sóttkví. Undirbúningur er í fullum gangi að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en aðeins rétt rúm vika er til stefnu og að mörgu að huga. „Það er bara allt á fullu og mér sýnist þetta bara miða mjög vel,“ segir Þórólfur sem á von á því að allt verði tilbúið í tæka tíð. Meðal þess sem þarf að huga að er hvort og hvernig sé þá hægt að koma í veg fyrir að flöskuhálsar myndist ef margar vélar lenda á svipuðum tíma í Keflavík. „Þetta er allt í skoðun og við erum í náinni samvinnu við Isavia varðandi þetta mál þannig að menn munu vita nákvæmlega fyrir fram hvað margir farþegar koma á hverjum tímapunkti og menn munu aðlaga sig að því varðandi sýnatökur en þetta er náttúrlega reynsluferli sem er að hefjast og auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvernig útfærslan mun verða,“ segir Þórólfur. „En það er verið að tjalda miklu til og ég geri fastlega ráð fyrir því að menn muni bara fljótt leysa úr öllum þeim hnökrum sem upp kunna að koma í þessu en þetta verður vitað alveg fyrir fram.“ Ekki er sjálfgefið aðhægt verði aðgreina sýni úr farþegum öllum tímum sólarhringsins. „Ég býst nú ekki við að vélarnar, eins og staðan er núna í byrjun, muni koma á hvaða tíma sem er á sólarhringnum en það munu klárlega koma vélar svona í einhverjum kippum hingað inn og sýnatakan fer þá fram þegar farþegarnir koma. Sýnin verða ekki greind á nóttunni þannig að það getur verið, ef að vélar koma seint að kvöldi aðþað þurfi sennilega að bíða til næsta dags en það verður reynt að gera það eins hratt eins og mögulegt er,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ekki verður hægt að greina sýni úr farþegum sem koma með flugi til landsins seint á kvöldin eða á nóttunni fyrr en daginn eftir að sögn sóttvarnalæknis. Hann segir undirbúningi fyrir skimun á landamærum miða vel áfram. Farþegum sem koma til landsins eftir 15. júní verður líkt og kunnugt er gefinn kostur á að fara í sýnatöku vegna COVID-19 í staðinn fyrir 14 daga sóttkví. Undirbúningur er í fullum gangi að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis en aðeins rétt rúm vika er til stefnu og að mörgu að huga. „Það er bara allt á fullu og mér sýnist þetta bara miða mjög vel,“ segir Þórólfur sem á von á því að allt verði tilbúið í tæka tíð. Meðal þess sem þarf að huga að er hvort og hvernig sé þá hægt að koma í veg fyrir að flöskuhálsar myndist ef margar vélar lenda á svipuðum tíma í Keflavík. „Þetta er allt í skoðun og við erum í náinni samvinnu við Isavia varðandi þetta mál þannig að menn munu vita nákvæmlega fyrir fram hvað margir farþegar koma á hverjum tímapunkti og menn munu aðlaga sig að því varðandi sýnatökur en þetta er náttúrlega reynsluferli sem er að hefjast og auðvitað vitum við ekki nákvæmlega hvernig útfærslan mun verða,“ segir Þórólfur. „En það er verið að tjalda miklu til og ég geri fastlega ráð fyrir því að menn muni bara fljótt leysa úr öllum þeim hnökrum sem upp kunna að koma í þessu en þetta verður vitað alveg fyrir fram.“ Ekki er sjálfgefið aðhægt verði aðgreina sýni úr farþegum öllum tímum sólarhringsins. „Ég býst nú ekki við að vélarnar, eins og staðan er núna í byrjun, muni koma á hvaða tíma sem er á sólarhringnum en það munu klárlega koma vélar svona í einhverjum kippum hingað inn og sýnatakan fer þá fram þegar farþegarnir koma. Sýnin verða ekki greind á nóttunni þannig að það getur verið, ef að vélar koma seint að kvöldi aðþað þurfi sennilega að bíða til næsta dags en það verður reynt að gera það eins hratt eins og mögulegt er,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira