Styrkur koltvísýrings í nýjum hæðum þrátt fyrir samdrátt vegna faraldursins Kjartan Kjartansson skrifar 6. júní 2020 10:38 Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í faraldrinum halda menn áfram að losa mikið magn kolefnis út í lofthjúp jarðar þar sem það veldur hlýnun við yfirborðið. Styrkurinn koltvísýrings hefur ekki verið hærri í sögu mannkynsins. Vísir/EPA Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. Flug- og bílaumferð hefur dregist verulega saman um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða til þess að hefta útbreiðslu hans. Áætlað hefur verið losun gróðurhúsalofttegunda hafi hrunið um allt að sautján prósent á milli ára í apríl þegar mest lét. Horfur eru á 4-7% samdrætti í losun í ár. Þessi samdráttur kom þó ekki í veg fyrir að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar næði nýjum hæðum í maí. Hann mældist að meðaltali meira en 417 hlutar af milljón (ppm) á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí og hækkaði úr 414,7 frá því í fyrra. Sjá einnig: Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir veturinn í maí áður en tré og gróður á norðurhveli byrjar að draga hann í sig að sumri. Hann hefur aldrei mælst hærri með beinum mælingum og veðurvitni sem vísindamenn nota til þess að rannsaka fornloftslag benda til þess að ekki hafi verið meira af gróðurhúsalofttegundinni í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Washington Post segir að síðast þegar styrkurinn var svo hár hafi hnattrænn meðalhiti verið mun hærri en nú og yfirborð sjávar staðið tugum metra hærra. Þrátt fyrir að dregið hafi úr losun í faraldrinum dæla menn enn tugum milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið sem bætist ofan á það sem hefur safnast upp í lofthjúpnum um áratuga skeið. Í tilkynningu Scripps-haffræðistofnunarinnar um mælingarnar kemur fram að til þess að það hægist mælanlega á vaxandi styrk koltvísýrings þurfi menn að draga úr losun sinni um 20-30% í sex til tólf mánuði. Koltvísýringur, sem veldur hlýnun við yfirborð jarðar, safnast saman í lofthjúpnum og getur verið þar í allt að þúsund ár. Því mun styrkur hans halda áfram að aukast þar til menn hætta allri losun. Hann mun ekki dragast saman fyrr en að vistkerfi jarðar og kolefnisbinding manna fjarlægir meira af gróðurhúsalofttegundum úr loftinu en er losað. Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. 30. apríl 2020 11:20 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Aldrei hefur styrkur koltvísýrings í andrúmslofti mælst hærri í sögu mannkynsins en í síðasta mánuði þrátt fyrir að dregið hafi umtalsvert úr losun gróðurhúsalofttegunda vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Líklegt er talið að styrkur koltvísýrings hafi ekki verið meiri í um þrjár milljónir ára. Flug- og bílaumferð hefur dregist verulega saman um allan heim vegna kórónuveirufaraldursins og aðgerða til þess að hefta útbreiðslu hans. Áætlað hefur verið losun gróðurhúsalofttegunda hafi hrunið um allt að sautján prósent á milli ára í apríl þegar mest lét. Horfur eru á 4-7% samdrætti í losun í ár. Þessi samdráttur kom þó ekki í veg fyrir að styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar næði nýjum hæðum í maí. Hann mældist að meðaltali meira en 417 hlutar af milljón (ppm) á Mauna Loa-athuganastöðinni á Havaí og hækkaði úr 414,7 frá því í fyrra. Sjá einnig: Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Styrkur koltvísýrings er í hámarki eftir veturinn í maí áður en tré og gróður á norðurhveli byrjar að draga hann í sig að sumri. Hann hefur aldrei mælst hærri með beinum mælingum og veðurvitni sem vísindamenn nota til þess að rannsaka fornloftslag benda til þess að ekki hafi verið meira af gróðurhúsalofttegundinni í andrúmsloftinu í þrjár milljónir ára. Washington Post segir að síðast þegar styrkurinn var svo hár hafi hnattrænn meðalhiti verið mun hærri en nú og yfirborð sjávar staðið tugum metra hærra. Þrátt fyrir að dregið hafi úr losun í faraldrinum dæla menn enn tugum milljarða tonna af koltvísýringi út í andrúmsloftið sem bætist ofan á það sem hefur safnast upp í lofthjúpnum um áratuga skeið. Í tilkynningu Scripps-haffræðistofnunarinnar um mælingarnar kemur fram að til þess að það hægist mælanlega á vaxandi styrk koltvísýrings þurfi menn að draga úr losun sinni um 20-30% í sex til tólf mánuði. Koltvísýringur, sem veldur hlýnun við yfirborð jarðar, safnast saman í lofthjúpnum og getur verið þar í allt að þúsund ár. Því mun styrkur hans halda áfram að aukast þar til menn hætta allri losun. Hann mun ekki dragast saman fyrr en að vistkerfi jarðar og kolefnisbinding manna fjarlægir meira af gróðurhúsalofttegundum úr loftinu en er losað.
Loftslagsmál Umhverfismál Vísindi Tengdar fréttir Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54 Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. 30. apríl 2020 11:20 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Samdráttur í losun í faraldrinum sagður fordæmalaus Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda loftslagsbreytingum hrundi um sautján prósent á milli ára vegna kórónuveiruheimsfaraldursins þegar mest lét í fyrri hluta apríl samkvæmt nýrri greiningu vísindamanna. Samdrátturinn er talinn verða skammvinnur og umtalsvert minni fyrir árið í heild. 19. maí 2020 15:54
Stefnir í metsamdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda Losun mannkynsins á gróðurhúsalofttegundum sem valda hnattrænni hlýnun stefnir í að dragast saman um tæp átta prósent á þessu ári vegna kórónuveiruheimsfaraldursins. Þrátt fyrir að það er þróunin ekki endilega talin góð fyrir baráttuna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. 30. apríl 2020 11:20