Bræðurnir spenntir fyrir bikarslagnum á Álftanesi: „Hver veit nema forsetinn láti sjá sig?“ Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júní 2020 21:00 Bræðurnir eru spenntir fyrir 1. umferð Mjólkurbikarsins á morgun. vísir/s2s Álftanes mætir Fram í 1. umferð Mjólkurbikarsins á morgun og bræðurnir Arnar Már og Hörður Fannar Björgvinssynir eru spenntir fyrir viðureigninni. Arnar Már þjálfar Álftanes og bróðir hans stendur vaktina í markinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti bræðurna á Álftanesi í dag þar sem þeir spjölluðu um leikinn gegn Fram á morgun sem og tímabilið framundan en hverju mega áhorfendur búast við í leiknum á morgun? „Miklu fjöri. Við komum inn í þennan leik og höfum engu að tapa. Ég hugsa að við munum ekki selja okkur of dýrt en við munum ekki fara of passívir inn í leikinn svo við bjóðum upp á skemmtilegan leik,“ sagði Arnar Már. „Það er búið að vera mikill meðbyr í vikunni. Fólkið í bænum er að taka við sér og að brekkunni verði þrískipt svo 600 manns komist fyrir. Það verður mikið fjör.“ Arnar Már, sem varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014, segir að þetta sé einn stærsti leikur í sögu félagsins og er hann í beinni útsendingu í þokkabót á Stöð 2 Sport. „Ég held að þetta er fyrsti leikurinn á Álftanesi sem er sýndur í beinni. Liðið hefur mætt Val í bikarnum á Hlíðarenda, sem er stærsti leikurinn sem liðið hefur spilað, en þetta er stærsti leikurinn á Álftanesinu.“ Forsetinn Guðni Th. Jóhannesson hefur verið duglegur að sækja leiki nágranna sinna en má búast við því að sjá forsetann í brekkunni á morgun? „Ég veit að formaðurinn er búinn að heyra í honum en það eru kosningar framundan svo dagskráin er þétt hjá honum. Hver veit nema hann láti sjá sig?“ Útsending frá leiknum hefst klukkan 13.55 á Stöð 2 Sport 2 á morgun en allt viðtalið við þá bræður má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Bræðurnir á Álftanesi Sportpakkinn Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Garðabær Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Sjá meira
Álftanes mætir Fram í 1. umferð Mjólkurbikarsins á morgun og bræðurnir Arnar Már og Hörður Fannar Björgvinssynir eru spenntir fyrir viðureigninni. Arnar Már þjálfar Álftanes og bróðir hans stendur vaktina í markinu. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti bræðurna á Álftanesi í dag þar sem þeir spjölluðu um leikinn gegn Fram á morgun sem og tímabilið framundan en hverju mega áhorfendur búast við í leiknum á morgun? „Miklu fjöri. Við komum inn í þennan leik og höfum engu að tapa. Ég hugsa að við munum ekki selja okkur of dýrt en við munum ekki fara of passívir inn í leikinn svo við bjóðum upp á skemmtilegan leik,“ sagði Arnar Már. „Það er búið að vera mikill meðbyr í vikunni. Fólkið í bænum er að taka við sér og að brekkunni verði þrískipt svo 600 manns komist fyrir. Það verður mikið fjör.“ Arnar Már, sem varð Íslandsmeistari með Stjörnunni árið 2014, segir að þetta sé einn stærsti leikur í sögu félagsins og er hann í beinni útsendingu í þokkabót á Stöð 2 Sport. „Ég held að þetta er fyrsti leikurinn á Álftanesi sem er sýndur í beinni. Liðið hefur mætt Val í bikarnum á Hlíðarenda, sem er stærsti leikurinn sem liðið hefur spilað, en þetta er stærsti leikurinn á Álftanesinu.“ Forsetinn Guðni Th. Jóhannesson hefur verið duglegur að sækja leiki nágranna sinna en má búast við því að sjá forsetann í brekkunni á morgun? „Ég veit að formaðurinn er búinn að heyra í honum en það eru kosningar framundan svo dagskráin er þétt hjá honum. Hver veit nema hann láti sjá sig?“ Útsending frá leiknum hefst klukkan 13.55 á Stöð 2 Sport 2 á morgun en allt viðtalið við þá bræður má sjá hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Bræðurnir á Álftanesi
Sportpakkinn Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Garðabær Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Fleiri fréttir „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Í beinni: Valur - Stjarnan | Hvort liðið fer á Laugardalsvöllinn? Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Sjá meira