Tripical-deilan komin á borð lögmanna Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 5. júní 2020 21:00 Elísabet Agnarsdóttir er eigandi Tripical. SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. Í gær sendi Tripical póst á útskriftarnema við MA þar sem fram kom að þeir hefðu sólarhring til að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Davíð Rúnar Gunnarsson er foreldri nemanda í Menntaskólanum á AkureyriSKJÁSKOT ÚR FRÉTT „Þarna erum við að tala um krakka sem eru jafnvel búnir að spara fram og til baka í allan vetur. Eru í aukavinnu og öðru. Þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst þá sá maður að ekki yrði farið í þessa ferð,“ sagði Davíð Rúnar Gunnarsson, foreldri nemanda Menntaskólans á Akureyri. Í pósti sem Tripical sendi útskriftarnemum í dag kemur fram að ferðaskrifstofunni sé mögulegt að efna samninginn með brottför á morgun sé það vilji hópsins. Póstur sem Tripical sendi á nemendur Menntaskólans á Akureyri í dag.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Eigandi Tripical segir ljóst eftir daginn að það sé ekki vilji hópsins að fara í ferðina. Því bjóði Tripical upp á aðra kosti, m.a. inneign. „Á meðan við getum efnt okkar samninga þá getum við ekki og erum við ekki að fara að endurgreiða,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Þau telja að það sé skýlaus réttur til endurgreiðslu, ert þú ósammála því? „Við erum ósammála því. Okkar lögmenn eru ósammála því. Á meðan við getum efnt ferðina,“ sagði Elísabet. Elísabet segir að MA sé ekki eini skólinn sem á bókaða útskriftarferð í gegnum ferðaskrifstofuna. Gæti þurfi hagsmuna allra. Ef endurgreiða ætti öllum nemendum færi ferðaskrifstofan í þrot. „Það eru tveir ef ekki þrír lögfræingar sem eru búnir að hafa samband við okkur og vilja taka málið að sér,“ sagði Davíð. Þú segist klár í slaginn. Kemur til greina að höfða dómmál? „Að sjálfsögðu,“ sagði Davíð. Hilmar Garðar Þorsteinsson, lögmaður á Málsvara Lögmannsstofu hefur tekið að sér að endurheimta greiðslur fyrir hönd systkina í skólanum. Hefur hann sent út stefnuviðvörun. Ef ekki verður endurgreitt verður málinu stefnt fyrir dóm. „Við þurfum bara að taka því. Ég skil þessa foreldra vel. Dómstólar eða lögmenn verða bara að finna út úr því,“ sagði Elísabet. Akureyri Ferðamennska á Íslandi Neytendur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04 Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Sjá meira
Eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical er ósammála um að henni beri skylda að endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri útskriftarferð þeirra. Málið er komið í hendur lögmanna og foreldri skoðar að höfða dómsmál. Í gær sendi Tripical póst á útskriftarnema við MA þar sem fram kom að þeir hefðu sólarhring til að ákveða hvort þeir væru reiðubúnir til að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag. Nemendurnir höfðu ekki gert ráð fyrir öðru en að hætt yrði við ferðina vegna kórónuveirufaraldursins. Í nóvember bókuðu og greiddu hátt í 180 nemendur skólans útskriftarferð til Ítalíu þann 8. júní í gegnum Tripical. Greiddi hver og einn nemandi 200 þúsund krónur fyrir. Davíð Rúnar Gunnarsson er foreldri nemanda í Menntaskólanum á AkureyriSKJÁSKOT ÚR FRÉTT „Þarna erum við að tala um krakka sem eru jafnvel búnir að spara fram og til baka í allan vetur. Eru í aukavinnu og öðru. Þegar heimsfaraldurinn stóð sem hæst þá sá maður að ekki yrði farið í þessa ferð,“ sagði Davíð Rúnar Gunnarsson, foreldri nemanda Menntaskólans á Akureyri. Í pósti sem Tripical sendi útskriftarnemum í dag kemur fram að ferðaskrifstofunni sé mögulegt að efna samninginn með brottför á morgun sé það vilji hópsins. Póstur sem Tripical sendi á nemendur Menntaskólans á Akureyri í dag.SKJÁSKOT ÚR FRÉTT Eigandi Tripical segir ljóst eftir daginn að það sé ekki vilji hópsins að fara í ferðina. Því bjóði Tripical upp á aðra kosti, m.a. inneign. „Á meðan við getum efnt okkar samninga þá getum við ekki og erum við ekki að fara að endurgreiða,“ sagði Elísabet Agnarsdóttir, eigandi ferðaskrifstofunnar Tripical. Þau telja að það sé skýlaus réttur til endurgreiðslu, ert þú ósammála því? „Við erum ósammála því. Okkar lögmenn eru ósammála því. Á meðan við getum efnt ferðina,“ sagði Elísabet. Elísabet segir að MA sé ekki eini skólinn sem á bókaða útskriftarferð í gegnum ferðaskrifstofuna. Gæti þurfi hagsmuna allra. Ef endurgreiða ætti öllum nemendum færi ferðaskrifstofan í þrot. „Það eru tveir ef ekki þrír lögfræingar sem eru búnir að hafa samband við okkur og vilja taka málið að sér,“ sagði Davíð. Þú segist klár í slaginn. Kemur til greina að höfða dómmál? „Að sjálfsögðu,“ sagði Davíð. Hilmar Garðar Þorsteinsson, lögmaður á Málsvara Lögmannsstofu hefur tekið að sér að endurheimta greiðslur fyrir hönd systkina í skólanum. Hefur hann sent út stefnuviðvörun. Ef ekki verður endurgreitt verður málinu stefnt fyrir dóm. „Við þurfum bara að taka því. Ég skil þessa foreldra vel. Dómstólar eða lögmenn verða bara að finna út úr því,“ sagði Elísabet.
Akureyri Ferðamennska á Íslandi Neytendur Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04 Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Innlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent „Rosalega íslensk umræða“ Innlent Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Fleiri fréttir Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Netöryggissveitin flutt í utanríkisráðuneytið Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST „Rosalega íslensk umræða“ Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Sjá meira
Tripical mun ekki endurgreiða nemendum MA vegna útskriftarferðar Ferðaskrifstofan Tripical mun ekki endurgreiða nemendum Menntaskólans á Akureyri vegna útskriftarferðar sem raskaðist vegna heimsfaraldurs. Formaður neytendasamtakanna segir að ferðaskrifstofunni beri að endurgreiða nemendum ferðina. Ferðafélag Menntaskólans á Akureyri hefur sett sig í samband við lögfræðing. 5. júní 2020 12:04
Fá minna en sólarhring til að ákveða hvort þau vilji fara í útskriftarferð til Ítalíu á mánudag Ferðaskrifstofan Tripical hefur gefið útskriftarnemendum við Menntaskólann á Akureyri minna en sólarhring til að ákveða hvort þau séu reiðubúinn til þess að fara í áætlaða útskriftaferð til Ítalíu næstkomandi mánudag 4. júní 2020 21:18