„Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2020 14:37 Samninganefnd hjúkrunarfræðinga hjá Ríkissáttasemjara. Vísir/Sigurjón „Þessar niðurstöður eru að mínu mati mjög afgerandi þannig að við bara förum í þetta að stefna á verkfall mánudaginn 22. júní klukkan 08:00,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við fréttastofu. Félagsmenn sem starfa samkvæmt kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsmálaráðherra samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru kynntar um hálf tvö í dag en boðað var til atkvæðagreiðslunnar á þriðjudaginn síðastliðinn eftir að fundi samninganefnda Fíh og ríkisins var slitið. Annar fundur er fyrirhugaður á mánudaginn næstkomandi. „Það er aldrei gott að fara í verkfall og það að boða til verkfalls er í rauninni eitt síðasta úrræðið sem stéttarfélag vill beita. Nú eru þetta orðnir tæpir fimmtán mánuðir í heildina og það er rúmur mánuður frá því að kjarasamningurinn sem skrifað var undir var felldur,“ segir Guðbjörg. „Við sjáum ekki fram á annað og það ber það mikið í milli að við sjáum enga aðra leið eins og staðan er núna en við erum alveg tilbúin í samtalið og við ætlum að gera það.“ Viðræður hafa nú staðið yfir í rúman mánuð síðan kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir síðan í lok mars 2019. „Eftir að samningurinn var felldur fyrir rúmum mánuði þá gerðum við könnun meðal okkar félagsmanna og fengum þar fram mjög afgerandi niðurstöðu í það hvað það var sem fólki fannst ábótavant og það er frekari hækkun grunnlauna.“ „Það samtal hefur ekki gengið eftir sem skyldi og það ber enn það mikið í milli og það er greinilegt með þessum skilaboðum, við erum að fá enn skýrari skilaboð frá félagsmönnum að þeir vilja að við höldum áfram baráttunni og við gerum það að sjálfsögðu,“ segir Guðbjörg. „Það eru gögn á borðinu sem við höfum verið að vinna með bæði frá fyrri samningi sem var felldur og eins auðvitað það sem við höfum verið að vinna að síðast liðinn mánuð. Þannig að við erum auðvitað með heilmikla vinnu á borðinu, við erum ekki alveg á núlli þar.“ „Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst.“ Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Sjá meira
„Þessar niðurstöður eru að mínu mati mjög afgerandi þannig að við bara förum í þetta að stefna á verkfall mánudaginn 22. júní klukkan 08:00,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við fréttastofu. Félagsmenn sem starfa samkvæmt kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsmálaráðherra samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru kynntar um hálf tvö í dag en boðað var til atkvæðagreiðslunnar á þriðjudaginn síðastliðinn eftir að fundi samninganefnda Fíh og ríkisins var slitið. Annar fundur er fyrirhugaður á mánudaginn næstkomandi. „Það er aldrei gott að fara í verkfall og það að boða til verkfalls er í rauninni eitt síðasta úrræðið sem stéttarfélag vill beita. Nú eru þetta orðnir tæpir fimmtán mánuðir í heildina og það er rúmur mánuður frá því að kjarasamningurinn sem skrifað var undir var felldur,“ segir Guðbjörg. „Við sjáum ekki fram á annað og það ber það mikið í milli að við sjáum enga aðra leið eins og staðan er núna en við erum alveg tilbúin í samtalið og við ætlum að gera það.“ Viðræður hafa nú staðið yfir í rúman mánuð síðan kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir síðan í lok mars 2019. „Eftir að samningurinn var felldur fyrir rúmum mánuði þá gerðum við könnun meðal okkar félagsmanna og fengum þar fram mjög afgerandi niðurstöðu í það hvað það var sem fólki fannst ábótavant og það er frekari hækkun grunnlauna.“ „Það samtal hefur ekki gengið eftir sem skyldi og það ber enn það mikið í milli og það er greinilegt með þessum skilaboðum, við erum að fá enn skýrari skilaboð frá félagsmönnum að þeir vilja að við höldum áfram baráttunni og við gerum það að sjálfsögðu,“ segir Guðbjörg. „Það eru gögn á borðinu sem við höfum verið að vinna með bæði frá fyrri samningi sem var felldur og eins auðvitað það sem við höfum verið að vinna að síðast liðinn mánuð. Þannig að við erum auðvitað með heilmikla vinnu á borðinu, við erum ekki alveg á núlli þar.“ „Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst.“
Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20