„Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. júní 2020 14:37 Samninganefnd hjúkrunarfræðinga hjá Ríkissáttasemjara. Vísir/Sigurjón „Þessar niðurstöður eru að mínu mati mjög afgerandi þannig að við bara förum í þetta að stefna á verkfall mánudaginn 22. júní klukkan 08:00,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við fréttastofu. Félagsmenn sem starfa samkvæmt kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsmálaráðherra samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru kynntar um hálf tvö í dag en boðað var til atkvæðagreiðslunnar á þriðjudaginn síðastliðinn eftir að fundi samninganefnda Fíh og ríkisins var slitið. Annar fundur er fyrirhugaður á mánudaginn næstkomandi. „Það er aldrei gott að fara í verkfall og það að boða til verkfalls er í rauninni eitt síðasta úrræðið sem stéttarfélag vill beita. Nú eru þetta orðnir tæpir fimmtán mánuðir í heildina og það er rúmur mánuður frá því að kjarasamningurinn sem skrifað var undir var felldur,“ segir Guðbjörg. „Við sjáum ekki fram á annað og það ber það mikið í milli að við sjáum enga aðra leið eins og staðan er núna en við erum alveg tilbúin í samtalið og við ætlum að gera það.“ Viðræður hafa nú staðið yfir í rúman mánuð síðan kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir síðan í lok mars 2019. „Eftir að samningurinn var felldur fyrir rúmum mánuði þá gerðum við könnun meðal okkar félagsmanna og fengum þar fram mjög afgerandi niðurstöðu í það hvað það var sem fólki fannst ábótavant og það er frekari hækkun grunnlauna.“ „Það samtal hefur ekki gengið eftir sem skyldi og það ber enn það mikið í milli og það er greinilegt með þessum skilaboðum, við erum að fá enn skýrari skilaboð frá félagsmönnum að þeir vilja að við höldum áfram baráttunni og við gerum það að sjálfsögðu,“ segir Guðbjörg. „Það eru gögn á borðinu sem við höfum verið að vinna með bæði frá fyrri samningi sem var felldur og eins auðvitað það sem við höfum verið að vinna að síðast liðinn mánuð. Þannig að við erum auðvitað með heilmikla vinnu á borðinu, við erum ekki alveg á núlli þar.“ „Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst.“ Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
„Þessar niðurstöður eru að mínu mati mjög afgerandi þannig að við bara förum í þetta að stefna á verkfall mánudaginn 22. júní klukkan 08:00,“ segir Guðbjörg Pálsdóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, í samtali við fréttastofu. Félagsmenn sem starfa samkvæmt kjarasamningi Fíh og fjármála- og efnahagsmálaráðherra samþykktu í dag verkfallsboð með 85,5 prósentum greiddra atkvæða. Niðurstöður atkvæðagreiðslunnar voru kynntar um hálf tvö í dag en boðað var til atkvæðagreiðslunnar á þriðjudaginn síðastliðinn eftir að fundi samninganefnda Fíh og ríkisins var slitið. Annar fundur er fyrirhugaður á mánudaginn næstkomandi. „Það er aldrei gott að fara í verkfall og það að boða til verkfalls er í rauninni eitt síðasta úrræðið sem stéttarfélag vill beita. Nú eru þetta orðnir tæpir fimmtán mánuðir í heildina og það er rúmur mánuður frá því að kjarasamningurinn sem skrifað var undir var felldur,“ segir Guðbjörg. „Við sjáum ekki fram á annað og það ber það mikið í milli að við sjáum enga aðra leið eins og staðan er núna en við erum alveg tilbúin í samtalið og við ætlum að gera það.“ Viðræður hafa nú staðið yfir í rúman mánuð síðan kjarasamningur var felldur í lok apríl en hjúkrunarfræðingar hafa verið samningslausir síðan í lok mars 2019. „Eftir að samningurinn var felldur fyrir rúmum mánuði þá gerðum við könnun meðal okkar félagsmanna og fengum þar fram mjög afgerandi niðurstöðu í það hvað það var sem fólki fannst ábótavant og það er frekari hækkun grunnlauna.“ „Það samtal hefur ekki gengið eftir sem skyldi og það ber enn það mikið í milli og það er greinilegt með þessum skilaboðum, við erum að fá enn skýrari skilaboð frá félagsmönnum að þeir vilja að við höldum áfram baráttunni og við gerum það að sjálfsögðu,“ segir Guðbjörg. „Það eru gögn á borðinu sem við höfum verið að vinna með bæði frá fyrri samningi sem var felldur og eins auðvitað það sem við höfum verið að vinna að síðast liðinn mánuð. Þannig að við erum auðvitað með heilmikla vinnu á borðinu, við erum ekki alveg á núlli þar.“ „Það sem er á borðinu í dag virðist ekki duga, það er ljóst.“
Kjaramál Verkföll 2020 Landspítalinn Tengdar fréttir Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37 Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar samþykkja verkfallsaðgerðir Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðar til verkfallsaðgerða hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu. Málið var lagt til atkvæðagreiðslu sem lauk nú á hádegi og tóku 82,2 prósent þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa á ofangreindum samningi. 5. júní 2020 13:38
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga boðar atkvæðagreiðslu um verkfall Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Fíh, hefur ákveðið að boða til rafrænnar atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga sem starfa hjá ríkinu um verkfallsaðgerðir. 2. júní 2020 16:37
Hjúkrunarfræðingar funda í Karphúsinu Fundur er hafinn í húsakynnum ríkissáttasemjara milli samninganefnda ríkisins og hjúkrunarfræðinga. 2. júní 2020 15:20