Draga til baka umdeilda rannsókn á malaríulyfi Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2020 12:21 Ekki hefur verið sýnt fram á virkni hydroxychloroquine gegn Covid-19. Rannsókn sem benti til þess að lyfið yki dánartíðini sjúklinga með sjúkdóminn hefur þó verið dregin til baka. AP/Ben Margot Höfundar rannsóknar sem benti til þess að aukin hætta á dauða fylgdi notkun á malaríulyfinu hydroxychloroquine gegn Covid-19 hafa dregið hana til baka eftir að gagnrýni kom fram á áreiðanleika gagna sem lágu til grundvallar henni. Tilraunir með lyfið voru stöðvaðar eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á dögunum. Hydroxychloroquine hefur orðið að hápólitísku deiluefni eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hampaði lyfinu sem nokkurs konar töfralausn gegn kórónuveirufaraldrinum og sagðist jafnvel taka það sjálfur þrátt fyrir að hann hefði ekki greinst smitaður af veirunni. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Breska læknariti Lancet hefur nú tekið grein um rannsóknina úr birtingu eftir að þrír höfunda hennar drógu hana til baka. Að sögn Reuters-fréttastofunnar vísuðu höfundarnir til áhyggna af gæðum og áreiðanleika gagnanna sem þeir notuðu. Þeir gætu ekki ábyrgst gögnin eftir að bandaríska einkafyrirtækið Surgisphere, sem útvegaði þau, neitaði að gera þau aðgengileg fyrir óháða endurskoðun. Sapan Desai, forstjóri Surgisphere, sem var einn höfunda greinar um rannsóknina, hefur ekki tjáð sig um að greinin hafi verið dregin til baka. Önnur rannsókn sem byggði einnig á gögnum Surgisphere en um annað efni var tekin úr birtingu hjá New England Journal of Medicine (NEJM), af sömu ástæðum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti í gær að hún ætlaði að halda áfram tilraunum með malaríulyfið í ljósi þess að rannsóknin hefur verið dregin til baka. Chris Chambers, prófessor í sálfræði og sérfræðingur hjá breskum samtökum um gegnsæi í vísindum, segir að Lancet og NEJM ættu að rannsaka hvernig rannsóknirnar komust í gegnum ritrýni og yfirferð ritstjórnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Trump slapp við aukaverkanir vegna malaríu-lyfsins Hvíta húsið hefur gefið út niðurstöður árlegrar heilsufarsskoðunar einkalæknis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn virðist vera við ágæta heilsu. 3. júní 2020 21:36 Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19 Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. 3. júní 2020 13:11 WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Höfundar rannsóknar sem benti til þess að aukin hætta á dauða fylgdi notkun á malaríulyfinu hydroxychloroquine gegn Covid-19 hafa dregið hana til baka eftir að gagnrýni kom fram á áreiðanleika gagna sem lágu til grundvallar henni. Tilraunir með lyfið voru stöðvaðar eftir að niðurstöður rannsóknarinnar voru birtar á dögunum. Hydroxychloroquine hefur orðið að hápólitísku deiluefni eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti hampaði lyfinu sem nokkurs konar töfralausn gegn kórónuveirufaraldrinum og sagðist jafnvel taka það sjálfur þrátt fyrir að hann hefði ekki greinst smitaður af veirunni. Ekki hefur verið sýnt fram á virkni lyfsins gegn Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Breska læknariti Lancet hefur nú tekið grein um rannsóknina úr birtingu eftir að þrír höfunda hennar drógu hana til baka. Að sögn Reuters-fréttastofunnar vísuðu höfundarnir til áhyggna af gæðum og áreiðanleika gagnanna sem þeir notuðu. Þeir gætu ekki ábyrgst gögnin eftir að bandaríska einkafyrirtækið Surgisphere, sem útvegaði þau, neitaði að gera þau aðgengileg fyrir óháða endurskoðun. Sapan Desai, forstjóri Surgisphere, sem var einn höfunda greinar um rannsóknina, hefur ekki tjáð sig um að greinin hafi verið dregin til baka. Önnur rannsókn sem byggði einnig á gögnum Surgisphere en um annað efni var tekin úr birtingu hjá New England Journal of Medicine (NEJM), af sömu ástæðum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti í gær að hún ætlaði að halda áfram tilraunum með malaríulyfið í ljósi þess að rannsóknin hefur verið dregin til baka. Chris Chambers, prófessor í sálfræði og sérfræðingur hjá breskum samtökum um gegnsæi í vísindum, segir að Lancet og NEJM ættu að rannsaka hvernig rannsóknirnar komust í gegnum ritrýni og yfirferð ritstjórnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vísindi Tengdar fréttir Trump slapp við aukaverkanir vegna malaríu-lyfsins Hvíta húsið hefur gefið út niðurstöður árlegrar heilsufarsskoðunar einkalæknis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn virðist vera við ágæta heilsu. 3. júní 2020 21:36 Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19 Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. 3. júní 2020 13:11 WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41 Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Fleiri fréttir Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Aðeins 1,5 prósent ræktarlands enn aðgengilegt og nýtanlegt Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Sjá meira
Trump slapp við aukaverkanir vegna malaríu-lyfsins Hvíta húsið hefur gefið út niðurstöður árlegrar heilsufarsskoðunar einkalæknis Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Forsetinn virðist vera við ágæta heilsu. 3. júní 2020 21:36
Efast um forsendur rannsóknar á malaríulyfi gegn Covid-19 Breska læknaritið Lancet lýsti í gær áhyggjum af því að gögn sem notuð voru í rannsókn sem komst að þeirri niðurstöðu að malaríulyf tengdist auknum dánarlíkum hjá sjúklingum með Covid-19 væru ekki áreiðanleg. Lyfið og notkun þess hefur orðið hápólitísk eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti mærði það sem töfralausn við kórónuveiruheimsfaraldrinum. 3. júní 2020 13:11
WHO stöðvar rannsókn á notagildi malaríulyfs sem Trump segist taka gegn Covid Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur stöðvað rannsókn á notagildi malaríulyfsins Hydroxychloroquine gegn Covid-19 sýkingu vegna velferðarsjónarmiða. 25. maí 2020 20:41