Pepsi Max kvenna eftir 7 daga: Þrjár markadrottningar horfnar á braut Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júní 2020 13:30 Harpa Þorsteinsdóttir í úrslitaleik bikarsins 2018 sem varð hennar síðasti leikur þvi hún meiddist illa á hné í honum. Vísir/Vilhelm Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Margrét Lára Viðarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa báðar lagt skóna á hilluna og Sandra Stephany Mayor hefur yfirgefið landið eftir fjögur frábær sumur fyrir norðan. Sandra Stephany Mayor er einn besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Pepsi Max deild kvenna en hún átti mörg frábær tímabil með Þór/KA. Hér er hún í leik á móti Val.Vísir/Bára Allar hafa þessar þrjár orðið markadrottningar deildarinnar. Sandra Stephany Mayor varð markahæst í deildinni sumarið 2017 með 19 mörk en Harpa Þorsteinsdóttir varð þrisvar markahæst á fjórum tímabilum frá 2013 til 2016. Mest skoraði hún 27 mörk sumarið 2014. Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki aðeins sú eina af þeim með yfir tvö hundruð mörk í efst deild því hún náði því að verða markadrottning deildarinnar fimm ár í röð frá 2004 til 2008 og 38 marka tímabilið hennar 2007 er ennþá markametið á einu tímabili í efstu deild kvenna. Allar þessir þrír öflugu leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa raðað inn mörkum í úrvalsdeildinni og að auki lagt upp fjölda marka fyrir félaga sína. Þær hafa líka allar orðið Íslandsmeistarar með liðum sínum. Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæran feril og endaði hann með því að lyfta Íslandsbikarnum og skora með síðustu snertingunni í síðasta landsleiknum. Margrét Lára varð í fyrra aðeins önnur konan til að skora tvö hundruð mörk í efstu deild.Vísir/Daníel Þór Frá og með sumrinu 2013 hefur ein þeirra verið í Íslandsmeistaraliðinu á öllum tímabilum nema tveimur eða þegar Blikarnir hafa unnið titilinn tvisvar sinnum. Margrét Lára Viðarsdóttir varð Íslandsmeistari á síðasta ári, Sandra Stephany Mayor vann titilinn með Þór/KA 2017 og Harpa Þorsteinsdóttir varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Stjörnunni frá 2011 til 2016. Margrét Lára Viðarsdóttir varð líka þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Valsliðinu áður en hún fór út í atvinnumennsku. Það er ljóst að Valur, Þór/KA og Stjarnan munu öll sakna þessara markadrottninga sinn enda ekki auðvelt að fylla í skarð þeirra. Markadrottningar horfnar á braut Margrét Lára Viðarsdóttir - hætt 15 mörk í 17 leikjum í fyrra 207 mörk í 143 leikjum í úrvalsdeild kvenna Harpa Þorsteinsdóttir - hætt 8 mörk í 13 leikjum sumarið 2018 (Barneignarfrí í fyrra) 181 mark í 252 leikjum í úrvalsdeild kvenna Sandra Stephany Mayor - farin aftur til Mexíkó 11 mörk í 15 leikjum í fyrra 57 mörk í 68 leikjum í úrvalsdeild kvenna Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira
Íslandsmótið í knattspyrnu byrjar með opnunarleik Pepsi Max deildar kvenna 12. júní. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað tengdu úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu. Í dag eru 7 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 12. júní næstkomandi. Margrét Lára Viðarsdóttir og Harpa Þorsteinsdóttir hafa báðar lagt skóna á hilluna og Sandra Stephany Mayor hefur yfirgefið landið eftir fjögur frábær sumur fyrir norðan. Sandra Stephany Mayor er einn besti leikmaðurinn sem hefur spilað í Pepsi Max deild kvenna en hún átti mörg frábær tímabil með Þór/KA. Hér er hún í leik á móti Val.Vísir/Bára Allar hafa þessar þrjár orðið markadrottningar deildarinnar. Sandra Stephany Mayor varð markahæst í deildinni sumarið 2017 með 19 mörk en Harpa Þorsteinsdóttir varð þrisvar markahæst á fjórum tímabilum frá 2013 til 2016. Mest skoraði hún 27 mörk sumarið 2014. Margrét Lára Viðarsdóttir er ekki aðeins sú eina af þeim með yfir tvö hundruð mörk í efst deild því hún náði því að verða markadrottning deildarinnar fimm ár í röð frá 2004 til 2008 og 38 marka tímabilið hennar 2007 er ennþá markametið á einu tímabili í efstu deild kvenna. Allar þessir þrír öflugu leikmenn eiga það sameiginlegt að hafa raðað inn mörkum í úrvalsdeildinni og að auki lagt upp fjölda marka fyrir félaga sína. Þær hafa líka allar orðið Íslandsmeistarar með liðum sínum. Margrét Lára Viðarsdóttir átti frábæran feril og endaði hann með því að lyfta Íslandsbikarnum og skora með síðustu snertingunni í síðasta landsleiknum. Margrét Lára varð í fyrra aðeins önnur konan til að skora tvö hundruð mörk í efstu deild.Vísir/Daníel Þór Frá og með sumrinu 2013 hefur ein þeirra verið í Íslandsmeistaraliðinu á öllum tímabilum nema tveimur eða þegar Blikarnir hafa unnið titilinn tvisvar sinnum. Margrét Lára Viðarsdóttir varð Íslandsmeistari á síðasta ári, Sandra Stephany Mayor vann titilinn með Þór/KA 2017 og Harpa Þorsteinsdóttir varð fjórum sinnum Íslandsmeistari með Stjörnunni frá 2011 til 2016. Margrét Lára Viðarsdóttir varð líka þrisvar sinnum Íslandsmeistari með Valsliðinu áður en hún fór út í atvinnumennsku. Það er ljóst að Valur, Þór/KA og Stjarnan munu öll sakna þessara markadrottninga sinn enda ekki auðvelt að fylla í skarð þeirra. Markadrottningar horfnar á braut Margrét Lára Viðarsdóttir - hætt 15 mörk í 17 leikjum í fyrra 207 mörk í 143 leikjum í úrvalsdeild kvenna Harpa Þorsteinsdóttir - hætt 8 mörk í 13 leikjum sumarið 2018 (Barneignarfrí í fyrra) 181 mark í 252 leikjum í úrvalsdeild kvenna Sandra Stephany Mayor - farin aftur til Mexíkó 11 mörk í 15 leikjum í fyrra 57 mörk í 68 leikjum í úrvalsdeild kvenna
Markadrottningar horfnar á braut Margrét Lára Viðarsdóttir - hætt 15 mörk í 17 leikjum í fyrra 207 mörk í 143 leikjum í úrvalsdeild kvenna Harpa Þorsteinsdóttir - hætt 8 mörk í 13 leikjum sumarið 2018 (Barneignarfrí í fyrra) 181 mark í 252 leikjum í úrvalsdeild kvenna Sandra Stephany Mayor - farin aftur til Mexíkó 11 mörk í 15 leikjum í fyrra 57 mörk í 68 leikjum í úrvalsdeild kvenna
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik lokið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Körfubolti Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Leik lokið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Íslenski boltinn Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn Valur og KR unnu Scania Cup Körfubolti Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Sjá meira