Öllum krísum fylgja tækifæri Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar 5. júní 2020 07:30 Ég á frænda í Þýskalandi sem er menntaður smiður. Hann rak einu sinni eigið fyrirtæki en rekstur þess gekk frekar illa, sérstaklega þegar efnahagshrunið gekk í garð árið 2008. Merkilegt nokk þá fundu þjóðverjar einnig fyrir hruninu, en reyndar var upplifun þeirra ekki alveg jafn dramatísk og okkar hér á Íslandi. Eftir að hafa gefist upp á rekstrinum gerðist frændi minn verktaki. Vinnan sem hann fékk var kannski ekki sú sem hann hafði upphaflega vonast eftir en tekjurnar og vinnutíminn voru í það minnsta stöðug. Alveg þar til núna í vor. Skyndilega biðu hans fleiri verkefni og meiri vinna en hann hafði nokkru sinni fengið og fór nú aldeilis að hækka í pyngjunni hans. Frændi minn er verktaki hjá líkkistusmiðju. Sambandslandið hans er eitt þeirra sem að í Þýskalandi fóru hvað verst út úr Covid-19 faraldrinum. Hér sannast gamalt spakmæli um að dauði eins er annars brauð. Það er ekkert leyndarmál að framundan eru erfiðir tímar. Atvinnuleysi er í algleymingi, efnahagurinn hefur tekið á sig gríðarlegt högg og hvert sem litið er blasir við óvissa og örvænting. Er mér m.a. hugsað til föður míns sem að rekur ferðaþjónustufyrirtæki útá landi, en fyrir honum er útlitið kolsvart framundan. Við megum samt ekki gleyma því sem að mikilvægast er, en það er lífið sjálft. Þrátt fyrir ástandið hér á landi og þrátt fyrir að hér hafi orðið mannfall, þá þykir mér samt rétt að benda á að ástandið gæti verið mun verra. Þeir sem hafa það að atvinnu hérlendis að smíða líkkistur munu ekki verða jafn ríkir af þessu og sumir af kolegum þeirra erlendis. Nú ber okkur, sem þjóð, að horfa fram á vegin, að finna björtu hliðarnar. Og við munum finna þær. Öllum krísum fylgja tækifæri. Við Íslendingar höfum sýnt fram á það í gegnum tíðina að við erum einstaklega þrautseig þegar kemur að krísum. Við endurbyggðum Heimaey, við höfum endurbyggt efnahaginn eftir hrun, oftar en einu sinni. Við virðumst hafa staðið af okkur mest allan faraldurinn og við munum, með þessari sömu þrautsegju, samvinnu og aðlögunarhæfni, standast þetta högg sem efnahagurinn varð fyrir. Við munum endurbyggja efnahag og velferð landsins. Aftur! Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Sjá meira
Ég á frænda í Þýskalandi sem er menntaður smiður. Hann rak einu sinni eigið fyrirtæki en rekstur þess gekk frekar illa, sérstaklega þegar efnahagshrunið gekk í garð árið 2008. Merkilegt nokk þá fundu þjóðverjar einnig fyrir hruninu, en reyndar var upplifun þeirra ekki alveg jafn dramatísk og okkar hér á Íslandi. Eftir að hafa gefist upp á rekstrinum gerðist frændi minn verktaki. Vinnan sem hann fékk var kannski ekki sú sem hann hafði upphaflega vonast eftir en tekjurnar og vinnutíminn voru í það minnsta stöðug. Alveg þar til núna í vor. Skyndilega biðu hans fleiri verkefni og meiri vinna en hann hafði nokkru sinni fengið og fór nú aldeilis að hækka í pyngjunni hans. Frændi minn er verktaki hjá líkkistusmiðju. Sambandslandið hans er eitt þeirra sem að í Þýskalandi fóru hvað verst út úr Covid-19 faraldrinum. Hér sannast gamalt spakmæli um að dauði eins er annars brauð. Það er ekkert leyndarmál að framundan eru erfiðir tímar. Atvinnuleysi er í algleymingi, efnahagurinn hefur tekið á sig gríðarlegt högg og hvert sem litið er blasir við óvissa og örvænting. Er mér m.a. hugsað til föður míns sem að rekur ferðaþjónustufyrirtæki útá landi, en fyrir honum er útlitið kolsvart framundan. Við megum samt ekki gleyma því sem að mikilvægast er, en það er lífið sjálft. Þrátt fyrir ástandið hér á landi og þrátt fyrir að hér hafi orðið mannfall, þá þykir mér samt rétt að benda á að ástandið gæti verið mun verra. Þeir sem hafa það að atvinnu hérlendis að smíða líkkistur munu ekki verða jafn ríkir af þessu og sumir af kolegum þeirra erlendis. Nú ber okkur, sem þjóð, að horfa fram á vegin, að finna björtu hliðarnar. Og við munum finna þær. Öllum krísum fylgja tækifæri. Við Íslendingar höfum sýnt fram á það í gegnum tíðina að við erum einstaklega þrautseig þegar kemur að krísum. Við endurbyggðum Heimaey, við höfum endurbyggt efnahaginn eftir hrun, oftar en einu sinni. Við virðumst hafa staðið af okkur mest allan faraldurinn og við munum, með þessari sömu þrautsegju, samvinnu og aðlögunarhæfni, standast þetta högg sem efnahagurinn varð fyrir. Við munum endurbyggja efnahag og velferð landsins. Aftur! Höfundur er meðlimur Framsóknarflokksins og rithöfundur.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun