Mjólkurbikarinn fer af stað: Slagurinn um Ísafjörð og beint frá Bessastaðavelli Anton Ingi Leifsson skrifar 5. júní 2020 06:30 Kári Árnason, Halldór Smári Sigurðsson og Sölvi Geir Ottesen með bikarinn á síðustu leiktíð. vísir/vilhelm Íslenska fótboltasumarið hefst formlega í kvöld er Mjólkurbikarinn fer að rúlla. Strákarnir fara af stað í kvöld og stelpurnar hefja svo leik um helgina er fyrstu umferðirnar fara fram. Selfoss og Snæfell annars vegar og ÍR og KÁ hins vegar sparka fótboltasumrinu sparka fótboltanum af stað í kvöld klukkan 19.15 en búast má við því að 2. deildarliðin Selfoss og ÍR klári þau einvígi. Síðar í kvöld er svo flautað til leiks í Fagralundi, nánar tiltekið klukkan 20.00, er 2. deildarlið Njarðvíkur heimsækir reynslumikið lið Smára, þar sem gamlar kemur úr Kópavogi spila saman. Um helgina er svo aragrúi af leikjum í 1. umferðinni en úrvalsdeildarfélögin koma ekki inn fyrr en í 3. umferðinni, sem heitir 32-liða úrslit. Fram að því berjast liðin í 1. til 4. deild um hin tuttugu sætin en Lengjudeildarliðin koma inn bæði í 1. og 2. umferð, eftir því hvar þau enduðu í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Leikur Álftanes og Fram verður meðal annars sýndur í beinni á Stöð 2 Sport á morgun í 1. umferðinni en leikið verður á Bessastaðavelli klukkan 14.00. í 2. umferðinni er svo stórleikur Grindavíkur og ÍBV sýndur beint en önnur umferðin fer fram um aðra helgi. Mjólkurbikarinn fer af stað um helgina @mjolkurbikarinn @FAlftanes @framiceland Laugardag 13:50 Opin dagskrá pic.twitter.com/7g0sv5wKIK— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 4, 2020 Mjólkurbikar karla (1. umferð): Föstudagurinn 5. júní: Selfoss - Snæfell ÍR - KÁ Smári - Njarðvík Laugardagur 6. júní: KV - Kári Vængir Júpiters - KH Hvíti riddarinn - KFS Haukar - Elliði Vatnaliljur - Afturelding Álftanes - Fram Dalvík/Reynir - KF Hörður - Vestri Skallagrímur - Ýmir Þróttur Vogum - Ægir Kría - Hamar Höttur/Huginn - Sindri Mídas - KM KFG - KB Þróttur R. - Álafoss Sunnudagurinn 7. júní: KFR - GG SR - Uppsveitir Ísbjörninn - Björninn Tindastóll - Kormákur/Hvöt KFB - Víðir ÍH - Berserkir Samherjar - Nökkvi Stokkseyri - Afríka Árborg - Augnablik Léttir - Reynir S. Alla leikina í fyrstu tveimur umferðunum í Mjólkurbikar karla má sjá hér. Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar eftir að Selfoss vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Hún skoraði fyrra mark Selfoss í 2-1 sigri á KR er liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.vísir/daníel Stelpurnar byrja á sunnudaginn er ÍR og Álftanes mætast en það er 1. umferðin hjá stelpunum. Hamar og ÍA spila einnig á sunnudaginn sem og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gegn Hömrunum. Spilaðar eru tvær umferðir áður en komið er inn í 16-liða úrslitin en þá koma liðin úr Pepsi Max-deildinni inn í keppnina. Fyrsta umferðin hjá stelpunum fer fram á sunnudag og mánudag, önnur umferðin helgina á eftir og 16-liða úrslitin fara svo fram helgina 10. til 11. júlí. Mjólkurbikar kvenna (1. umferð): Sunnudagurinn 7. júní: ÍR - Álftanes Hamar - ÍA Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir-HamrarnirMánudagurinn 8. júní: Afturelding - HK Fjölnir - Augnablik Grótta - Víkingur R. Fram - Grindavík Alla leikina í fyrstu tveimur umferðunum í Mjólkurbikar kvenna má sjá hér. Keyrum þetta í gang! #mjólkurbikarinn @Fotboltinet @St2Sport pic.twitter.com/XB2hrgXQQl— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) June 3, 2020 Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Sjá meira
Íslenska fótboltasumarið hefst formlega í kvöld er Mjólkurbikarinn fer að rúlla. Strákarnir fara af stað í kvöld og stelpurnar hefja svo leik um helgina er fyrstu umferðirnar fara fram. Selfoss og Snæfell annars vegar og ÍR og KÁ hins vegar sparka fótboltasumrinu sparka fótboltanum af stað í kvöld klukkan 19.15 en búast má við því að 2. deildarliðin Selfoss og ÍR klári þau einvígi. Síðar í kvöld er svo flautað til leiks í Fagralundi, nánar tiltekið klukkan 20.00, er 2. deildarlið Njarðvíkur heimsækir reynslumikið lið Smára, þar sem gamlar kemur úr Kópavogi spila saman. Um helgina er svo aragrúi af leikjum í 1. umferðinni en úrvalsdeildarfélögin koma ekki inn fyrr en í 3. umferðinni, sem heitir 32-liða úrslit. Fram að því berjast liðin í 1. til 4. deild um hin tuttugu sætin en Lengjudeildarliðin koma inn bæði í 1. og 2. umferð, eftir því hvar þau enduðu í 1. deildinni á síðustu leiktíð. Leikur Álftanes og Fram verður meðal annars sýndur í beinni á Stöð 2 Sport á morgun í 1. umferðinni en leikið verður á Bessastaðavelli klukkan 14.00. í 2. umferðinni er svo stórleikur Grindavíkur og ÍBV sýndur beint en önnur umferðin fer fram um aðra helgi. Mjólkurbikarinn fer af stað um helgina @mjolkurbikarinn @FAlftanes @framiceland Laugardag 13:50 Opin dagskrá pic.twitter.com/7g0sv5wKIK— Stöð 2 Sport (@St2Sport) June 4, 2020 Mjólkurbikar karla (1. umferð): Föstudagurinn 5. júní: Selfoss - Snæfell ÍR - KÁ Smári - Njarðvík Laugardagur 6. júní: KV - Kári Vængir Júpiters - KH Hvíti riddarinn - KFS Haukar - Elliði Vatnaliljur - Afturelding Álftanes - Fram Dalvík/Reynir - KF Hörður - Vestri Skallagrímur - Ýmir Þróttur Vogum - Ægir Kría - Hamar Höttur/Huginn - Sindri Mídas - KM KFG - KB Þróttur R. - Álafoss Sunnudagurinn 7. júní: KFR - GG SR - Uppsveitir Ísbjörninn - Björninn Tindastóll - Kormákur/Hvöt KFB - Víðir ÍH - Berserkir Samherjar - Nökkvi Stokkseyri - Afríka Árborg - Augnablik Léttir - Reynir S. Alla leikina í fyrstu tveimur umferðunum í Mjólkurbikar karla má sjá hér. Hólmfríður Magnúsdóttir fagnar eftir að Selfoss vann sinn fyrsta bikarmeistaratitil. Hún skoraði fyrra mark Selfoss í 2-1 sigri á KR er liðið varð bikarmeistari á síðustu leiktíð.vísir/daníel Stelpurnar byrja á sunnudaginn er ÍR og Álftanes mætast en það er 1. umferðin hjá stelpunum. Hamar og ÍA spila einnig á sunnudaginn sem og Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir gegn Hömrunum. Spilaðar eru tvær umferðir áður en komið er inn í 16-liða úrslitin en þá koma liðin úr Pepsi Max-deildinni inn í keppnina. Fyrsta umferðin hjá stelpunum fer fram á sunnudag og mánudag, önnur umferðin helgina á eftir og 16-liða úrslitin fara svo fram helgina 10. til 11. júlí. Mjólkurbikar kvenna (1. umferð): Sunnudagurinn 7. júní: ÍR - Álftanes Hamar - ÍA Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir-HamrarnirMánudagurinn 8. júní: Afturelding - HK Fjölnir - Augnablik Grótta - Víkingur R. Fram - Grindavík Alla leikina í fyrstu tveimur umferðunum í Mjólkurbikar kvenna má sjá hér. Keyrum þetta í gang! #mjólkurbikarinn @Fotboltinet @St2Sport pic.twitter.com/XB2hrgXQQl— Mjólkurbikarinn (@mjolkurbikarinn) June 3, 2020
Mjólkurbikarinn Íslenski boltinn Mest lesið Danir láta Gísla heyra það eftir gagnrýni: „Haltu kjafti Ísland“ Handbolti HSÍ ósátt við EHF: Skikkaðir á viðburð morguninn eftir langa nótt Handbolti Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Alfreð enn kóngurinn en „jarðaður út og suður“ Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti Bláir í rauðu hafi: „Eins og við værum boðflennur í einkapartýi“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Utan vallar: Af hverju töpuðu hetjurnar okkar gegn Dönum? Sport „Ég nenni ekki að eyða orku í þetta EHF lið“ Handbolti Segir Dag hafa beðist afsökunar Handbolti Fleiri fréttir Valur er Reykjavíkurmeistari árið 2026 Leeds - Arsenal | Snúinn leikur fyrir toppliðið Davíð Smári sækir fleiri leikmenn úr bikarævintýrinu Vildi ekki peninginn Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Sjá meira