George Floyd minnst í Minneapolis Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 4. júní 2020 18:45 Jacob Frey og Sarah Clarke, borgarstjórahjónin í Minneapolis, sjást hér við líkkistuna. Vísir/AP Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. Athöfnin á að standa yfir til klukkan átta og munu fjölskylda, vinir og vandamenn flytja ræður um hinn látna. Þaðan verður lík Floyd flutt til annarrar minningarathafnar í Norður-Karólínu og síðan til æskuslóða hans í Houston í Texas þar sem hann verður jarðsettur. Mótmælt víða um heim Áfram er lögregluofbeldi mótmælt innan sem utan Bandaríkjanna. Að minnsta kosti þrjú þúsund Grikkir gengu um götur Aþenu í dag. Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda eftir að lögregluþjónar vörpuðu táragasi. Enn fleiri mótmæltu í Lundúnum og lítill hópur safnaðist saman fyrir utan skrifstofu ræðismanns Bandaríkjanna í Istanbúl. Trump svarar Mattis Þungamiðja mótmælanna er þó enn í Bandaríkjunum og ekki er útlit fyrir að þeim linni í bráð. Eldsnemma í morgun var strax farið að mótmæla fyrir utan Hvíta húsið, bústað Donalds Trump forseta, í Washington. Trump var þó ef til vill að hugsa um annað, en James Mattis, varnarmálaráðherra fyrstu ára forsetatíðar Trumps, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann skaut fast á forsetann. Líkti honum við nasista og sagði hann fyrsta forseta ævi sinnar sem reyndi ekki að sameina Bandaríkjamenn heldur sundra þeim. Trump brást við á Twitter og sagði það hafa verið mikinn heiður að fá að reka Mattis á sínum tíma. Mattis hefur reyndar sagst hafa hætt að eigin frumkvæði, vegna ákvörðunar forsetans um að kalla herinn heim frá Sýrlandi. Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Minningarathöfn um George Floyd, svartan Bandaríkjamann sem lögregluþjónn er sakaður um að hafa myrt í síðustu viku, stendur nú yfir í Minneapolis. Enn er mótmælt víðs vegar um heiminn. Athöfnin á að standa yfir til klukkan átta og munu fjölskylda, vinir og vandamenn flytja ræður um hinn látna. Þaðan verður lík Floyd flutt til annarrar minningarathafnar í Norður-Karólínu og síðan til æskuslóða hans í Houston í Texas þar sem hann verður jarðsettur. Mótmælt víða um heim Áfram er lögregluofbeldi mótmælt innan sem utan Bandaríkjanna. Að minnsta kosti þrjú þúsund Grikkir gengu um götur Aþenu í dag. Til átaka kom á milli lögreglu og mótmælenda eftir að lögregluþjónar vörpuðu táragasi. Enn fleiri mótmæltu í Lundúnum og lítill hópur safnaðist saman fyrir utan skrifstofu ræðismanns Bandaríkjanna í Istanbúl. Trump svarar Mattis Þungamiðja mótmælanna er þó enn í Bandaríkjunum og ekki er útlit fyrir að þeim linni í bráð. Eldsnemma í morgun var strax farið að mótmæla fyrir utan Hvíta húsið, bústað Donalds Trump forseta, í Washington. Trump var þó ef til vill að hugsa um annað, en James Mattis, varnarmálaráðherra fyrstu ára forsetatíðar Trumps, sendi frá sér yfirlýsingu í gærkvöld þar sem hann skaut fast á forsetann. Líkti honum við nasista og sagði hann fyrsta forseta ævi sinnar sem reyndi ekki að sameina Bandaríkjamenn heldur sundra þeim. Trump brást við á Twitter og sagði það hafa verið mikinn heiður að fá að reka Mattis á sínum tíma. Mattis hefur reyndar sagst hafa hætt að eigin frumkvæði, vegna ákvörðunar forsetans um að kalla herinn heim frá Sýrlandi.
Dauði George Floyd Bandaríkin Mest lesið Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent „Minnir á saltveðrið mikla“ Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dullarfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira