Telja að Ragnar verði ekki áfram í Kaupmannahöfn á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. júní 2020 10:30 Hvar spilar Raggi Sig á næstu leiktíð? Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Ragnar Sigurðsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í fótbolta undanfarin ár, skrifaði undir hjá danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn í janúar á þessu ári. Er það í annað sinn sem Ragnar gengur til liðs við félagið en hann lék með því frá árunum 2011 til 2014. Nú virðist sem Ragnar gæti verið á leið frá félaginu. Landsliðsmiðvörðurinn gekk í raðir FCK þann 12. janúar og skrifaði undir samning fram á sumar. Þar áður hafði hann leikið í Rússlandi frá árinu 2014 ef frá er tekið stutt stopp hjá Fulham í ensku B-deildinni. Þeir Mikkel Bischoff og Lars Jacobsen, fyrrum atvinnumenn og núverandi sérfræðingar Eurosport í Danmörku, ræddu leikmannahóp FCK á dögunum. Telja þeir að allt fimm leikmenn í hópnum í dag eigi ekki framtíð hjá félaginu. Einn af þessum fimm leikmönnum er Raggi Sig. Ragnar var ekki í leikmannahópi liðsins þegar það mætti Lyngby í fyrsta leik sínum eftir að deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Mögulega spilar það inn í skoðun þeirra Bischoff og Jacobsen. Þá fékk hinn 33 ára gamli Ragnar aðeins hálfs árs samning hjá félaginu í janúar. Ragnar hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár en alls hefur hann leikið 94 leiki fyrir A-landslið Íslands. Nú virðist sem miðvörðurinn öflugi þurfi að leita sér að nýju liði í sumar. Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Ragnar ekki valinn í fyrsta hóp eftir hlé Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki valinn í fyrsta leikmannahóp FC Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. 31. maí 2020 13:30 „Kannski les hann þá Playboy?“ Liðsfélagar Ragnars Sigurðssonar hjá FC Köbenhavn virðast ekki hafa mikla trú á því að íslenski landsliðsmiðvörðurinn sé lestrarhestur. 30. maí 2020 13:30 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Ragnar Sigurðsson, einn af máttarstólpum íslenska landsliðsins í fótbolta undanfarin ár, skrifaði undir hjá danska stórliðinu FC Kaupmannahöfn í janúar á þessu ári. Er það í annað sinn sem Ragnar gengur til liðs við félagið en hann lék með því frá árunum 2011 til 2014. Nú virðist sem Ragnar gæti verið á leið frá félaginu. Landsliðsmiðvörðurinn gekk í raðir FCK þann 12. janúar og skrifaði undir samning fram á sumar. Þar áður hafði hann leikið í Rússlandi frá árinu 2014 ef frá er tekið stutt stopp hjá Fulham í ensku B-deildinni. Þeir Mikkel Bischoff og Lars Jacobsen, fyrrum atvinnumenn og núverandi sérfræðingar Eurosport í Danmörku, ræddu leikmannahóp FCK á dögunum. Telja þeir að allt fimm leikmenn í hópnum í dag eigi ekki framtíð hjá félaginu. Einn af þessum fimm leikmönnum er Raggi Sig. Ragnar var ekki í leikmannahópi liðsins þegar það mætti Lyngby í fyrsta leik sínum eftir að deildinni var frestað vegna kórónufaraldursins. Mögulega spilar það inn í skoðun þeirra Bischoff og Jacobsen. Þá fékk hinn 33 ára gamli Ragnar aðeins hálfs árs samning hjá félaginu í janúar. Ragnar hefur átt fast sæti í íslenska landsliðinu undanfarin ár en alls hefur hann leikið 94 leiki fyrir A-landslið Íslands. Nú virðist sem miðvörðurinn öflugi þurfi að leita sér að nýju liði í sumar.
Fótbolti Danski boltinn Tengdar fréttir Ragnar ekki valinn í fyrsta hóp eftir hlé Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki valinn í fyrsta leikmannahóp FC Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. 31. maí 2020 13:30 „Kannski les hann þá Playboy?“ Liðsfélagar Ragnars Sigurðssonar hjá FC Köbenhavn virðast ekki hafa mikla trú á því að íslenski landsliðsmiðvörðurinn sé lestrarhestur. 30. maí 2020 13:30 Mest lesið Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Körfubolti Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti „Spiluðum mjög vel í dag“ Enski boltinn Dómara refsað vegna samskipta við Messi Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang Fótbolti Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Körfubolti Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Fótbolti Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Handbolti Fleiri fréttir Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Enn á lyfjum eftir súr töp á ferlinum Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Sjá meira
Ragnar ekki valinn í fyrsta hóp eftir hlé Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson var ekki valinn í fyrsta leikmannahóp FC Köbenhavn í dönsku úrvalsdeildinni eftir hléið vegna kórónuveirufaraldursins. 31. maí 2020 13:30
„Kannski les hann þá Playboy?“ Liðsfélagar Ragnars Sigurðssonar hjá FC Köbenhavn virðast ekki hafa mikla trú á því að íslenski landsliðsmiðvörðurinn sé lestrarhestur. 30. maí 2020 13:30