Lögregluþjónninn bróðir Elliða kallaður svín, morðingi og ógeð Jakob Bjarnar skrifar 4. júní 2020 08:39 Elliði og Svavar Vignissynir hafa heldur betur staðið í ströngu á samfélagsmiðlinum Facebook í vikunni. Svavar Vignisson lögreglumaður í Vestmannaeyjum hefur séð sig knúinn til að ávarpa sérstaklega þá sem hafa að undanförnu farið um hann ófögrum orðum: „Sæl verið þið. Svavar Vignisson heiti ég og er lögreglumaður og bróðir Elliða (eins og kannski flestir vita í eyjum ). Facebook status með mynd af mér hefur farið eins og eldur um sinu undanfarna daga ( ef ég hefði vitað það hefði ég verið á innsoginu ) og hef ég verið kallaður ýmsum frekar ljótum nöfnum allt frá því að fólki verði óglatt af henni, svín, morðingi ofl. Ég tek því ekki persónulega, grunar að það snúi að starfi mínu frekar en mér,“ skrifar Svavar á Facebooksíðu sína. Færsla hans hefur vakið mikla athygli. Forsaga málsins er sú að Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi birti í vikunni afar umdeilda stutta Facebookfærslu þar sem hann þótti, að mati margra, vera með afar hæpinn og ósmekklegan samanburð: „Um allan heim mótmælir fólk nú eðlilega ofbeldi lögreglu í USA í garð almennings. Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu. #gerumbetur“ Elliði fær það óþvegið Þarna blandar Elliði saman frétt sem vakti mikla athygli og segir af því að lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi sínu og svo mótmælum í Bandaríkjum þar sem morðinu á George Floyd hefur verið mótmælt. Svo er gengið fram af fólki að víða hefur soðið uppúr. Með færslunni birti Ellið mynd af bróður sínu Svavari, sem eins og áður sagði, starfar sem lögreglumaður. Orð Elliða féllu í grýttan jarðveg svo vægt sé til orða tekið. Fyrst til að taka til máls í athugasemd var Heiða B. Heiðars fyrrverandi auglýsingastjóri Stundarinnar: „Þú ættir að eyða þessu í einum hvelli. Þetta er það vandræðalegasta sem nokkur manneskja hefur sett á facebook. Þú hlýtur að geta komið þessum skilaboðum áleiðis á smekklegri hátt.“ Þessi orð Heiðu fengu vel á 400 læk, eins og það heitir og þykir mikið. Í kjölfarið fylgdi strollan sem fordæmdi Elliða og voru lögreglunni ekki vandaðar kveðjurnar. Aldrei óviðeigandi að benda á ofbeldi Svavar gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni: „Mér þykir hins vegar sárt að sjá það viðhorf sem kemur fram í mörgum „komentum“ á þræði Elliða. Þau skýra ef til vill að einhverju leiti starfsumhverfi okkar. Ég hef unnið margskonar störf í gegnum tíðina. Man ekki áður til að vera kallaður „svín“, „morðingi“, „ógeð“ og margt sambærilegt eins og sumir gera,“ segir Svavar meðal annars í pistli sínum. Svavar bendir jafnframt á að lögreglumenn vinni oft erfiða vinnu en hann vilji ekki kvarta undan því. Hann telur sig og kollega sína geta gert betur. En staðreyndin sé hins vegar sú, eins og fram kom í athugasemd Elliða, að lögreglumenn hér á landi verði oft fyrir ofbeldi. Það er aldrei óviðeigandi að benda á ofbeldi, sama hver gerandinn er og sama hver þolandinn er. Lögreglan Samfélagsmiðlar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli: Annar rotaðist og báðir fluttir á slysadeild Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. 31. maí 2020 18:55 George Floyd hafði greinst með Covid-19 Í krufningaskýrslu kemur fram að kórónuveirusmitið hafi ekki átt þátt í dauða George Floyd, en áður hefur verið greint frá því að Floyd hafi látist af völdum köfnunar. 4. júní 2020 07:47 Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Svavar Vignisson lögreglumaður í Vestmannaeyjum hefur séð sig knúinn til að ávarpa sérstaklega þá sem hafa að undanförnu farið um hann ófögrum orðum: „Sæl verið þið. Svavar Vignisson heiti ég og er lögreglumaður og bróðir Elliða (eins og kannski flestir vita í eyjum ). Facebook status með mynd af mér hefur farið eins og eldur um sinu undanfarna daga ( ef ég hefði vitað það hefði ég verið á innsoginu ) og hef ég verið kallaður ýmsum frekar ljótum nöfnum allt frá því að fólki verði óglatt af henni, svín, morðingi ofl. Ég tek því ekki persónulega, grunar að það snúi að starfi mínu frekar en mér,“ skrifar Svavar á Facebooksíðu sína. Færsla hans hefur vakið mikla athygli. Forsaga málsins er sú að Elliði Vignisson bæjarstjóri í Ölfusi birti í vikunni afar umdeilda stutta Facebookfærslu þar sem hann þótti, að mati margra, vera með afar hæpinn og ósmekklegan samanburð: „Um allan heim mótmælir fólk nú eðlilega ofbeldi lögreglu í USA í garð almennings. Hér á Íslandi glímum við við ofbeldi almennings gagnvart lögreglu. #gerumbetur“ Elliði fær það óþvegið Þarna blandar Elliði saman frétt sem vakti mikla athygli og segir af því að lögreglumenn hafi verið sviptir frelsi sínu og svo mótmælum í Bandaríkjum þar sem morðinu á George Floyd hefur verið mótmælt. Svo er gengið fram af fólki að víða hefur soðið uppúr. Með færslunni birti Ellið mynd af bróður sínu Svavari, sem eins og áður sagði, starfar sem lögreglumaður. Orð Elliða féllu í grýttan jarðveg svo vægt sé til orða tekið. Fyrst til að taka til máls í athugasemd var Heiða B. Heiðars fyrrverandi auglýsingastjóri Stundarinnar: „Þú ættir að eyða þessu í einum hvelli. Þetta er það vandræðalegasta sem nokkur manneskja hefur sett á facebook. Þú hlýtur að geta komið þessum skilaboðum áleiðis á smekklegri hátt.“ Þessi orð Heiðu fengu vel á 400 læk, eins og það heitir og þykir mikið. Í kjölfarið fylgdi strollan sem fordæmdi Elliða og voru lögreglunni ekki vandaðar kveðjurnar. Aldrei óviðeigandi að benda á ofbeldi Svavar gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni: „Mér þykir hins vegar sárt að sjá það viðhorf sem kemur fram í mörgum „komentum“ á þræði Elliða. Þau skýra ef til vill að einhverju leiti starfsumhverfi okkar. Ég hef unnið margskonar störf í gegnum tíðina. Man ekki áður til að vera kallaður „svín“, „morðingi“, „ógeð“ og margt sambærilegt eins og sumir gera,“ segir Svavar meðal annars í pistli sínum. Svavar bendir jafnframt á að lögreglumenn vinni oft erfiða vinnu en hann vilji ekki kvarta undan því. Hann telur sig og kollega sína geta gert betur. En staðreyndin sé hins vegar sú, eins og fram kom í athugasemd Elliða, að lögreglumenn hér á landi verði oft fyrir ofbeldi. Það er aldrei óviðeigandi að benda á ofbeldi, sama hver gerandinn er og sama hver þolandinn er.
Lögreglan Samfélagsmiðlar Dauði George Floyd Tengdar fréttir Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli: Annar rotaðist og báðir fluttir á slysadeild Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. 31. maí 2020 18:55 George Floyd hafði greinst með Covid-19 Í krufningaskýrslu kemur fram að kórónuveirusmitið hafi ekki átt þátt í dauða George Floyd, en áður hefur verið greint frá því að Floyd hafi látist af völdum köfnunar. 4. júní 2020 07:47 Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Sjá meira
Tveir lögreglumenn sviptir frelsi í útkalli: Annar rotaðist og báðir fluttir á slysadeild Tveir lögreglumenn voru sviptir frelsi og ráðist á þá þegar þeir fóru í útkall vegna hávaða í heimahúsi á Völlunum í Hafnarfirði um síðustu helgi. Annar þeirra rotaðist og þurftu þeir að leita á slysadeild. 31. maí 2020 18:55
George Floyd hafði greinst með Covid-19 Í krufningaskýrslu kemur fram að kórónuveirusmitið hafi ekki átt þátt í dauða George Floyd, en áður hefur verið greint frá því að Floyd hafi látist af völdum köfnunar. 4. júní 2020 07:47
Fimm lögreglumenn skotnir í mótmælum vestanhafs Að minnsta kosti fimm lögreglumenn eru sagðir hafa orðið fyrir byssukúlum í mótmælum vegna dauða blökkumanns í haldi lögreglu í gærkvöldi. Lögreglumennirnir eru ekki taldir lífshættulega særðir. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur hótað því að beita hernum til að stöðva mótmæli og óeirðir. 2. júní 2020 13:39