Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni Gunnar Reynir Valþórsson og Kjartan Kjartansson skrifa 4. júní 2020 07:38 Mattis segir Trump viljandi reyna að tvístra bandarísku þjóðinni. EPA/JIM LO SCALZO James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. Þetta segir Mattis í yfirlýsingu sem miðilinn The Atlantic birti og bætir við að hann sé reiður og að honum ofbjóði hvernig forsetinn hafi komið fram síðustu daga á meðan á mótmælum gegn lögregluofbeldi hefur staðið. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifar Mattis. Mattis, sem var herforingi í bandaríska flotanum, hefur sætt gagnrýni fyrir að þegja um það sem hann upplifði sem ráðherra í ríkisstjórn Trump. Atburðir síðustu daga í mótmælum vegna dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglu og þau viðbrögð Trump að hóta að beita hernum til að kveða þau niður ollu sinnaskiptum hjá Mattis. Í yfirlýsingunni hafnar Mattis því að láta herinn kveða niður mótmælin. Slíkt ætti aðeins að gera í örfáum tilfellum og aðeins ef ríkisstjórar einstakra ríkja færu fram á það. Hneykslaður á myndatökunni við kirkjuna Sérstaklega virðist hafa farið fyrir brjóstið á fyrrverandi varnarmálaráðherranum að Trump lét lögreglu rýma torg við Hvíta húsið til þess eins að hann gæti látið taka myndir af sér við kirkju sem varð fyrir skemmdum í óeirðum um helgina. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og gasi að friðsömum mótmælendum en Hvíta húsið hefur reynt að þræta fyrir það. „Þegar ég gekk í herinn fyrir um fimmtíu árum sór ég þess eið að styðja og vernda stjórnarskrána. Aldrei óraði mig fyrir því að hermönnum sem sóru sama eið yrði skipað undir neinum kringumstæðum að rjúfa stjórnarskrárvarin réttindi meðborgara sinna, hvað þá til að búa til myndatækifæri fyrir kjörinn yfirmann hersins með leiðtoga hersins honum við hlið,“ skrifar Mattis. Hvetur Mattis landa sína til að hafna og draga embættismenn til ábyrgðar sem hafa stjórnarskrána að háði og spotti. Lýsti hann atburðum á torginu á mánudag sem misnotkun framkvæmdavaldsins. Trump hefur þegar svarað hershöfðingjanum fullum hálsi og segir á Twitter-síðu sinni að það eina sem hann og Barack Obama fyrrverandi forseti eigi sameiginlegt sé að hafa rekið Mattis úr embætti. Probably the only thing Barack Obama & I have in common is that we both had the honor of firing Jim Mattis, the world s most overrated General. I asked for his letter of resignation, & felt great about it. His nickname was Chaos , which I didn t like, & changed to Mad Dog ...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Hann bætir því við að Mattis sé ofmetnasti hershöfðingi sögunnar, en Mattis á að baki afar farsælan feril innan bandaríska hersins og nýtur mikillar virðingar. Í tístunum fór Trump með tvær rangfærslur um Mattis. Annars vegar gaf forsetinn í skyn að hann hefði beðið Mattis um að segja af sér í desember árið 2018. Það rétta var að Mattis sagði af sér sjálfviljugur því hann var á ósammála ákvörðun Trump um að draga bandarískt herlið skyndilega frá Sýrlandi og yfirgefa þannig kúrdíska bandamenn nær fyrirvaralaust. Þá lét Trump í veðri vaka að hann hefði fundið upp á viðurnefninu „Óði hundur“ á Mattis. Það rétta er að Mattis hafði verið kallaður það löngu fyrir tíð Trump og mislíkaði herforingjanum ætíð viðurnefnið. ...His primary strength was not military, but rather personal public relations. I gave him a new life, things to do, and battles to win, but he seldom brought home the bacon . I didn t like his leadership style or much else about him, and many others agree. Glad he is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. Þetta segir Mattis í yfirlýsingu sem miðilinn The Atlantic birti og bætir við að hann sé reiður og að honum ofbjóði hvernig forsetinn hafi komið fram síðustu daga á meðan á mótmælum gegn lögregluofbeldi hefur staðið. „Donald Trump er fyrsti forsetinn í minni lífstíð sem reynir ekki að sameina bandarísku þjóðina, þykist ekki einu sinni reyna það. Í staðinn reynir hann að sundra okkur. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára þessara meðvituðu tilrauna. Við erum að verða vitni að afleiðingum þriggja ára án þroskaðrar forystu,“ skrifar Mattis. Mattis, sem var herforingi í bandaríska flotanum, hefur sætt gagnrýni fyrir að þegja um það sem hann upplifði sem ráðherra í ríkisstjórn Trump. Atburðir síðustu daga í mótmælum vegna dauða George Floyd, óvopnaðs blökkumanns, í haldi lögreglu og þau viðbrögð Trump að hóta að beita hernum til að kveða þau niður ollu sinnaskiptum hjá Mattis. Í yfirlýsingunni hafnar Mattis því að láta herinn kveða niður mótmælin. Slíkt ætti aðeins að gera í örfáum tilfellum og aðeins ef ríkisstjórar einstakra ríkja færu fram á það. Hneykslaður á myndatökunni við kirkjuna Sérstaklega virðist hafa farið fyrir brjóstið á fyrrverandi varnarmálaráðherranum að Trump lét lögreglu rýma torg við Hvíta húsið til þess eins að hann gæti látið taka myndir af sér við kirkju sem varð fyrir skemmdum í óeirðum um helgina. Lögreglumenn skutu gúmmíkúlum og gasi að friðsömum mótmælendum en Hvíta húsið hefur reynt að þræta fyrir það. „Þegar ég gekk í herinn fyrir um fimmtíu árum sór ég þess eið að styðja og vernda stjórnarskrána. Aldrei óraði mig fyrir því að hermönnum sem sóru sama eið yrði skipað undir neinum kringumstæðum að rjúfa stjórnarskrárvarin réttindi meðborgara sinna, hvað þá til að búa til myndatækifæri fyrir kjörinn yfirmann hersins með leiðtoga hersins honum við hlið,“ skrifar Mattis. Hvetur Mattis landa sína til að hafna og draga embættismenn til ábyrgðar sem hafa stjórnarskrána að háði og spotti. Lýsti hann atburðum á torginu á mánudag sem misnotkun framkvæmdavaldsins. Trump hefur þegar svarað hershöfðingjanum fullum hálsi og segir á Twitter-síðu sinni að það eina sem hann og Barack Obama fyrrverandi forseti eigi sameiginlegt sé að hafa rekið Mattis úr embætti. Probably the only thing Barack Obama & I have in common is that we both had the honor of firing Jim Mattis, the world s most overrated General. I asked for his letter of resignation, & felt great about it. His nickname was Chaos , which I didn t like, & changed to Mad Dog ...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Hann bætir því við að Mattis sé ofmetnasti hershöfðingi sögunnar, en Mattis á að baki afar farsælan feril innan bandaríska hersins og nýtur mikillar virðingar. Í tístunum fór Trump með tvær rangfærslur um Mattis. Annars vegar gaf forsetinn í skyn að hann hefði beðið Mattis um að segja af sér í desember árið 2018. Það rétta var að Mattis sagði af sér sjálfviljugur því hann var á ósammála ákvörðun Trump um að draga bandarískt herlið skyndilega frá Sýrlandi og yfirgefa þannig kúrdíska bandamenn nær fyrirvaralaust. Þá lét Trump í veðri vaka að hann hefði fundið upp á viðurnefninu „Óði hundur“ á Mattis. Það rétta er að Mattis hafði verið kallaður það löngu fyrir tíð Trump og mislíkaði herforingjanum ætíð viðurnefnið. ...His primary strength was not military, but rather personal public relations. I gave him a new life, things to do, and battles to win, but he seldom brought home the bacon . I didn t like his leadership style or much else about him, and many others agree. Glad he is gone!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020
Bandaríkin Donald Trump Dauði George Floyd Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira