Heimilið hangir á bláþræði en hundinum sem hvarf í skriðuna bjargað upp í þyrlu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2020 22:54 Ótrúlegt þykir að hundurinn hafi komist lífs af. Mynd/Samsett Foreldar Tore Andre Pedersen Hagalid í Talvik í Noregi horfðu á eftir fjölskylduhundinum Raiju hverfa í gríðarmikla aurskriðu sem féll í sjóinn síðdegis í dag. Fjölskylduheimilið hangir á bláþræði við efri mörk skriðunnar en hundurinn fannst heill á húfi, og var bjargað upp í þyrlu. Líkt og Vísir sagði frá fyrr í kvöld féll gríðarmikil jarðskriða, um 650 löng í haf út í Talvík við Altafjörð í Norður-Noregi í dag. Átta hús sópuðust með skriðunni út á haf. Á myndbandi má sjá hvernig gríðarstór fleki fer af stað og út í sjó. Töluvert eignartjón en svo virðist sem að enginn hafi slasast í skriðunni. Í samtali við NRK segir Tore Andre að fjölskylda hans trúi ekki að björgunarmenn hafi komið auga á hundinn og að hann hafi sloppið tiltölulega óhultur en í myndbandi hér fyrir neðan má sjá augnablikið sem hundinum er komið til bjargar. Þau hafi talið nær öruggt að hundurinn hafi drepist í skriðunni. „Það er algjörlega ótrúlegt að hún hafi sloppið og alveg ótrúlega ánægjulegt,“ sagði Tore Andre í samtali við NRK. Allt svæðið fyrir framan fjölskylduheimili Tore Andre er horfið og á myndum í frétt NRK má sjá hvernig húsið hangir á bláþræði við efri mörk skriðunnar. Óvíst er hvenær fjölskylda hans getur snúið heim aftur en lögregla hefur varað við því að frekari skriður geti fallið á svæðinu. Just now in Alta, Norway: Huge mudslide dragging several houses into the sea. pic.twitter.com/xR4t5zLI7m— Jan Fredrik Drabløs (@JanFredrikD) June 3, 2020 Noregur Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira
Foreldar Tore Andre Pedersen Hagalid í Talvik í Noregi horfðu á eftir fjölskylduhundinum Raiju hverfa í gríðarmikla aurskriðu sem féll í sjóinn síðdegis í dag. Fjölskylduheimilið hangir á bláþræði við efri mörk skriðunnar en hundurinn fannst heill á húfi, og var bjargað upp í þyrlu. Líkt og Vísir sagði frá fyrr í kvöld féll gríðarmikil jarðskriða, um 650 löng í haf út í Talvík við Altafjörð í Norður-Noregi í dag. Átta hús sópuðust með skriðunni út á haf. Á myndbandi má sjá hvernig gríðarstór fleki fer af stað og út í sjó. Töluvert eignartjón en svo virðist sem að enginn hafi slasast í skriðunni. Í samtali við NRK segir Tore Andre að fjölskylda hans trúi ekki að björgunarmenn hafi komið auga á hundinn og að hann hafi sloppið tiltölulega óhultur en í myndbandi hér fyrir neðan má sjá augnablikið sem hundinum er komið til bjargar. Þau hafi talið nær öruggt að hundurinn hafi drepist í skriðunni. „Það er algjörlega ótrúlegt að hún hafi sloppið og alveg ótrúlega ánægjulegt,“ sagði Tore Andre í samtali við NRK. Allt svæðið fyrir framan fjölskylduheimili Tore Andre er horfið og á myndum í frétt NRK má sjá hvernig húsið hangir á bláþræði við efri mörk skriðunnar. Óvíst er hvenær fjölskylda hans getur snúið heim aftur en lögregla hefur varað við því að frekari skriður geti fallið á svæðinu. Just now in Alta, Norway: Huge mudslide dragging several houses into the sea. pic.twitter.com/xR4t5zLI7m— Jan Fredrik Drabløs (@JanFredrikD) June 3, 2020
Noregur Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Sjá meira