Bandaríkjamaður ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. júní 2020 18:22 Lögreglan á Suðurnesjum fer með rannsókn málsins. Vísir/vilhelm Bandarískur karlmaður á fertugsaldri sem hefur verið í varðhaldi síðan í lok janúar hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum. RÚV greindi fyrst frá en Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið ákærður. Rannsókn málsins er umfangsmikil og tekur til nokkurra landa. Hún var jafnframt unnin í samstarfi við lögregluyfirvöld erlendis en maðurinn hafði ekki fasta búsetu hér á landi. Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni, brot gegn barnaverndarlögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann braut á þremur drengjum og virðist hafa verið mislengi í samskiptum við þá. Þannig er maðurinn sagður hafa sett sig í samband við einn drenginn haustið 2016 og þóst vera 11 ára gömul stúlka. Eftir það hafi hann verið í samskiptum við drenginn á samskiptaforritinu Snapchat undir eigin nafni fram til 30. janúar síðastliðinn. Þá tók lögreglan yfir samskiptin, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þá er manninum gefið að sök að hafa byrjað að brjóta gegn öðrum drengnum fyrir tveimur árum og þeim þriðja fyrir þremur árum. Maðurinn hafi í öllum tilvikum reynt að öðlast traust drengjanna og beitt ýmsum leiðum til að reyna að fá þá til að hitta sig í kynferðislegum tilgangi, ýmist á netinu eða í eigin persónu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hvetja drengina til að prófa maríhúana. Í ákærunni kemur einnig fram að myndir og hreyfimyndir í þúsundatali, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, hafi fundist á flakkara, fartölvu og farsíma mannsins. Þess er krafist að tækin verði gerð upptæk. Mæður drengjanna krefjast þess jafnframt að manninum verði gert að greiða sonum þeirra samtals rúmlega 3,6 milljónir í miskabætur. Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Bandarískur karlmaður á fertugsaldri sem hefur verið í varðhaldi síðan í lok janúar hefur verið ákærður fyrir kynferðisbrot gegn þremur drengjum. RÚV greindi fyrst frá en Kolbrún Benediktsdóttir varahéraðssaksóknari staðfestir í samtali við Vísi að maðurinn hafi verið ákærður. Rannsókn málsins er umfangsmikil og tekur til nokkurra landa. Hún var jafnframt unnin í samstarfi við lögregluyfirvöld erlendis en maðurinn hafði ekki fasta búsetu hér á landi. Maðurinn er ákærður fyrir kynferðisbrot, kynferðislega áreitni, brot gegn barnaverndarlögum og brot á lögum um ávana- og fíkniefni. Hann braut á þremur drengjum og virðist hafa verið mislengi í samskiptum við þá. Þannig er maðurinn sagður hafa sett sig í samband við einn drenginn haustið 2016 og þóst vera 11 ára gömul stúlka. Eftir það hafi hann verið í samskiptum við drenginn á samskiptaforritinu Snapchat undir eigin nafni fram til 30. janúar síðastliðinn. Þá tók lögreglan yfir samskiptin, að því er fram kemur í frétt RÚV. Þá er manninum gefið að sök að hafa byrjað að brjóta gegn öðrum drengnum fyrir tveimur árum og þeim þriðja fyrir þremur árum. Maðurinn hafi í öllum tilvikum reynt að öðlast traust drengjanna og beitt ýmsum leiðum til að reyna að fá þá til að hitta sig í kynferðislegum tilgangi, ýmist á netinu eða í eigin persónu. Maðurinn er einnig ákærður fyrir að hvetja drengina til að prófa maríhúana. Í ákærunni kemur einnig fram að myndir og hreyfimyndir í þúsundatali, sem sýndu börn á kynferðislegan og klámfenginn hátt, hafi fundist á flakkara, fartölvu og farsíma mannsins. Þess er krafist að tækin verði gerð upptæk. Mæður drengjanna krefjast þess jafnframt að manninum verði gert að greiða sonum þeirra samtals rúmlega 3,6 milljónir í miskabætur.
Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Ekkert til að festa hendi á varðandi stunguárás í miðbænum Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira