Var hvíslað að hetjunni frá Istanbúl að kýla Benitez í andlitið Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júní 2020 22:00 Dudek sér við Andriy Shevchenko í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 2005. vísir/epa Jerzy Dudek, ein af hetjum Liverpool frá sigrinum magnaða í Meistaradeildinni 2005, segir að hann hafi viljað kýla Rafa Benitez, þjálfara Liverpool, í andlitið þegar Benitez ákvað að kaupa Pepe Reina til félagsins. Dudek var magnaður í vítaspyrnukeppninni gegn AC Milan í úrslitaleiknum undir lok tímabilsins 2004/2005 en Benitez ákvað að sækja Pepe Reina um sumarið. Dudek var ekki ánægður með það. „Pepe var frábær gaur en Rafa keypti nýjan leikmann á augnabliki sem mér fannst ég vera ná hátindi ferilsins. Ég sagði við Rafa að HM væri handan við hornið og ég þarf að spila fótbolta,“ sagði Dudek í samtali við FourFourTwo. „Köln voru áhugasamir en nokkrum dögum áður en glugginn lokaði, hringdu þeir og spurðu afhverju Rafa væri ekki að svara. Ég var hissa því ég hélt að allt væri klárt. Næsta dag þá stormaði ég til hans á æfingu og hann sagði: Þeir buðust bara til að fá þig á láni og þú ert of mikilvægur fyrir okkur.“ 'Then I had this crazy thought - "I'll punch him in the face!"'Jerzy Dudek reveals moment an 'evil whisper' in his head told him to hit Rafa Benitezhttps://t.co/rLzA08n9JE— MailOnline Sport (@MailSport) June 3, 2020 „Þeir vildu gefa okkur 800 þúsund pund en hvað gerist ef Reina meiðist? Ég get ekki sett 800 þúsund í ferðatösku og sett á milli stanganna, sagði Benitez. Þá fékk ég þessa sturluðu hugmynd: Ég held ég kýli hann í andlitið. Það var einhver vondur sem hvíslaði því að mér að ef ég myndi kýla Rafa, þá fengi ég að fara til Köln.“ Dudek sér þó ekki eftir tíma sínum hjá félaginu og var mættur til Madrídar þar sem hann sá liðið vinna Meistaradeildina á nýjan leik síðasta sumar. „Þegar ég lít til baka þá ber ég enn meiri virðingu fyrir því að spila fyrir þetta magnaða félag. Á síðasta ári fór ég til Madrid með syni mínum og horfði á Liverpool vinna Meistaradeildina. Sem leikmaður, þá skildi ég aldrei afhverju stuðningsmennirnir voru grátandi eftir stóra sigra, en þegar ég sá leikmennina hlaupa um með bikarinn í höndum þá var ég með tárin í augunum.“ Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira
Jerzy Dudek, ein af hetjum Liverpool frá sigrinum magnaða í Meistaradeildinni 2005, segir að hann hafi viljað kýla Rafa Benitez, þjálfara Liverpool, í andlitið þegar Benitez ákvað að kaupa Pepe Reina til félagsins. Dudek var magnaður í vítaspyrnukeppninni gegn AC Milan í úrslitaleiknum undir lok tímabilsins 2004/2005 en Benitez ákvað að sækja Pepe Reina um sumarið. Dudek var ekki ánægður með það. „Pepe var frábær gaur en Rafa keypti nýjan leikmann á augnabliki sem mér fannst ég vera ná hátindi ferilsins. Ég sagði við Rafa að HM væri handan við hornið og ég þarf að spila fótbolta,“ sagði Dudek í samtali við FourFourTwo. „Köln voru áhugasamir en nokkrum dögum áður en glugginn lokaði, hringdu þeir og spurðu afhverju Rafa væri ekki að svara. Ég var hissa því ég hélt að allt væri klárt. Næsta dag þá stormaði ég til hans á æfingu og hann sagði: Þeir buðust bara til að fá þig á láni og þú ert of mikilvægur fyrir okkur.“ 'Then I had this crazy thought - "I'll punch him in the face!"'Jerzy Dudek reveals moment an 'evil whisper' in his head told him to hit Rafa Benitezhttps://t.co/rLzA08n9JE— MailOnline Sport (@MailSport) June 3, 2020 „Þeir vildu gefa okkur 800 þúsund pund en hvað gerist ef Reina meiðist? Ég get ekki sett 800 þúsund í ferðatösku og sett á milli stanganna, sagði Benitez. Þá fékk ég þessa sturluðu hugmynd: Ég held ég kýli hann í andlitið. Það var einhver vondur sem hvíslaði því að mér að ef ég myndi kýla Rafa, þá fengi ég að fara til Köln.“ Dudek sér þó ekki eftir tíma sínum hjá félaginu og var mættur til Madrídar þar sem hann sá liðið vinna Meistaradeildina á nýjan leik síðasta sumar. „Þegar ég lít til baka þá ber ég enn meiri virðingu fyrir því að spila fyrir þetta magnaða félag. Á síðasta ári fór ég til Madrid með syni mínum og horfði á Liverpool vinna Meistaradeildina. Sem leikmaður, þá skildi ég aldrei afhverju stuðningsmennirnir voru grátandi eftir stóra sigra, en þegar ég sá leikmennina hlaupa um með bikarinn í höndum þá var ég með tárin í augunum.“
Enski boltinn Meistaradeildin Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Sjá meira