Rúnar Páll: Veigar fór í FH og fékk samning lífs síns á þessum aldri Anton Ingi Leifsson skrifar 3. júní 2020 21:00 Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, og Veigar Páll Gunnarsson í bakgrunni. vísir/bára Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segist ekki hafa verið of harður við eldri og reyndari leikmenn Stjörnunnar eins og Veigar Pál Gunnarsson og Garðar Jóhannsson sem hann hleypti frá félaginu. Báðir eru þeir miklar goðsagnir í Garðabænum. Veigar Páll gekk í raðir FH árið 2017 og spilaði einnig með Víkingi en árið áður fór Garðar í Fylki og þaðan í KR. Rúnar Páll sér ekki eftir þessum ákvörðunum en hann ræddi þær meðal annars í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. „Það er enginn stærri en félagið. Það þarf að koma fram við félagið sitt á réttan hátt. Það er ekkert hægt að hafa leikmenn bara af því bara. Garðar var búinn að vera mikið meiddur og var á góðum launum hjá okkur. Ætlarðu að endursemja við Garðar á sömu kjörum ef hann er meiddur áfram? Nei, það var ekki hægt. Þetta var komið fínt og hann stóð sig vel. Hans tími var liðinn hjá okkur. Hann spilaði eitt ár hjá KR og var líka mikið meiddur þar. Tók ég rétta ákvörðun? Já, ég held ég hafi tekið rétta ákvörðun þar,“ sagði Rúnar Páll. „Veigar Páll. Átti hann mikið eftir? Nei. Hann fór í FH og fékk samning lífs síns þar á þessum aldri. Þetta var komið fínt hjá honum og hann stóð sig vel fyrir okkur. Ég var algjörlega heiðarlegur við bæði Garðar og Veigar. Við töluðum íslensku og ekkert vesen og síðan fær Veigar mjög góðan samning hjá FH. Frábært hjá honum en hann fer svo í Víking og það fjaraði svo út. Var það rétt ákvörðun hjá mér? Já, ég vil meina það.“ Rúnar Páll var einnig spurður út í Ólaf Karl Finsen sem yfirgaf Stjörnuna fyrir tímabilið 2018 og gekk í raðir Vals þar sem hann varð svo Íslandsmeistari. „Óli Kalli. Það er hægt að skrifa bók um það,“ sagði Rúnar í léttum tón. „Það var rétt fyrir hann að skipta um umhverfi. Honum var farið að líða ekkert alltof vel þarna og það var gott fyrir hann að finna sér nýtt umhverfi og sjá hvernig honum gengur þar. Hefði ég viljað hafa Óla áfram? Að sjálfsögðu og við erum fínir mátar,“ sagði Rúnar og bætti við að dyrnar fyrir Ólaf Karl væru opnar vildi hann koma heim á ný. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Páll Sigmundsson (4/6) Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Sjá meira
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, segist ekki hafa verið of harður við eldri og reyndari leikmenn Stjörnunnar eins og Veigar Pál Gunnarsson og Garðar Jóhannsson sem hann hleypti frá félaginu. Báðir eru þeir miklar goðsagnir í Garðabænum. Veigar Páll gekk í raðir FH árið 2017 og spilaði einnig með Víkingi en árið áður fór Garðar í Fylki og þaðan í KR. Rúnar Páll sér ekki eftir þessum ákvörðunum en hann ræddi þær meðal annars í samtali við Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football. „Það er enginn stærri en félagið. Það þarf að koma fram við félagið sitt á réttan hátt. Það er ekkert hægt að hafa leikmenn bara af því bara. Garðar var búinn að vera mikið meiddur og var á góðum launum hjá okkur. Ætlarðu að endursemja við Garðar á sömu kjörum ef hann er meiddur áfram? Nei, það var ekki hægt. Þetta var komið fínt og hann stóð sig vel. Hans tími var liðinn hjá okkur. Hann spilaði eitt ár hjá KR og var líka mikið meiddur þar. Tók ég rétta ákvörðun? Já, ég held ég hafi tekið rétta ákvörðun þar,“ sagði Rúnar Páll. „Veigar Páll. Átti hann mikið eftir? Nei. Hann fór í FH og fékk samning lífs síns þar á þessum aldri. Þetta var komið fínt hjá honum og hann stóð sig vel fyrir okkur. Ég var algjörlega heiðarlegur við bæði Garðar og Veigar. Við töluðum íslensku og ekkert vesen og síðan fær Veigar mjög góðan samning hjá FH. Frábært hjá honum en hann fer svo í Víking og það fjaraði svo út. Var það rétt ákvörðun hjá mér? Já, ég vil meina það.“ Rúnar Páll var einnig spurður út í Ólaf Karl Finsen sem yfirgaf Stjörnuna fyrir tímabilið 2018 og gekk í raðir Vals þar sem hann varð svo Íslandsmeistari. „Óli Kalli. Það er hægt að skrifa bók um það,“ sagði Rúnar í léttum tón. „Það var rétt fyrir hann að skipta um umhverfi. Honum var farið að líða ekkert alltof vel þarna og það var gott fyrir hann að finna sér nýtt umhverfi og sjá hvernig honum gengur þar. Hefði ég viljað hafa Óla áfram? Að sjálfsögðu og við erum fínir mátar,“ sagði Rúnar og bætti við að dyrnar fyrir Ólaf Karl væru opnar vildi hann koma heim á ný. Dr. Football Podcast · Doc spjallar við topp 6 í boði Lemon - Rúnar Páll Sigmundsson (4/6)
Pepsi Max-deild karla Stjarnan Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Fótbolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Fótbolti Fleiri fréttir Chelsea búið að kaupa Garnacho Sendi Albert inn á í hálfleik þegar útlitið var orðið svart Leik lokið: Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti Sverrir fagnaði á móti Loga Daníel Tristan hélt upp á landsliðssætið með stæl Í beinni: Virtus - Breiðablik | Sæti í Sambandsdeild í húfi Crystal Palace rétt slapp inn í Sambandsdeildina Elías Rafn hélt aftur hreinu og liðið flaug inn í Evrópudeildina Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Segja að þjálfari Hlínar hafi verið rekinn nokkrum dögum fyrir mót Hálfur milljarður og Evrópuleikir fram að jólum í húfi fyrir Blika Messi skaut Inter Miami í úrslitaleikinn Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Annað sætið raunhæft markmið í undankeppni HM Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi „Við vorum algjörlega týndir“ „Ég er ekki Hitler“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Sjá meira