Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júní 2020 15:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Vinstri grænna segir lögin mikið framfaraskref. Í dag stendur til að ljúka annarri umræðu um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem varðar varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds í Stjórnarráði Íslands. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir lagasetninguna tímabært skref. „Til dæmis þegar GRECO kemur hér og gerir úttekt þá hefur verið bent á að það skorti á að hafa skýrar reglur um þetta. Þannig að það er í rauninni tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar það er að bregðast við því og setja reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdavaldsins við hagsmunaverði eins og það er kallað á íslensku, og við þekkjum sem lobbýista, og svo með hagsmunaskráninguna. Hún hefur að einhverju leyti verið valkvæð núna en er bara sett inn í lög," segir Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, segir málið skref í rétta átt. Hún auk tveggja annarra stjórnarandstöðuþingmanna gera aftur á móti nokkrar athugasemdir við frumvarpið. „Við bendum á margvíslega þætti sem að hefðu gert þetta frumvarp trúverðugra og styrkt eftirlits- og aðhaldshlutverkið með þessum reglum,“ segir Þórhildur Sunna. „Til dæmis þá leggjum við til að það verði sjálfstætt eftirlit með því að ráðherrar og aðrir æðstu stjórnendur framkvæmdavaldsins sæti eftirliti óháðs aðila. Eins og frumvarpið er nú er gert ráð fyrir að forsætisráðherra fari með þetta hlutverk, að hún sé ráðgefandi og hafi eftirlit og aðhald með því að hagsmunaskráningar séu réttar og að ekki sé verið að fylla inn rangar upplýsingar, jafnvel vísvitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „En á sama tíma þá kemur fram í frumvarpinu, í greinargerð með frumvarpinu, þá kemur fram að það verði ekkert slíkt eftirlit haft með ráðherrum og réttri skráningu á hagsmunum þeirra. Þetta finnst okkur óásættanlegt.“ Þá gagnrýnir hún að aðstoðarmenn ráðherra geti megi fara beint úr því starfi og yfir í starf til hagsmunasamtaka án sex mánaða biðtíma líkt og gildir um til dæmis skrifstofustjórar ráðuneyta þurfa að sætta sig við. Kolbeinn er ósammála því að ekki sé nægilega vel að frumvarpinu staðið. „Hafi einhver efasemdir um að þetta sé ekki eins gott og mögulegt er þá eru ýmsar leiðir til í því, að leita til dæmis til umboðsmanns Alþingis eða Ríkisendurskoðunar,“ segir Kolbeinn. „Þannig að við teljum bara mjög vel um það búið.“ „Umsagnir um þetta mál sýna að þetta er mikið framfaramál. Það er ánægja með að það sé verið að grípa til þessara aðgerða. Einhverjir gagnrýna að þær séu of hamlandi, aðrir vilja að þær gangi lengra en allir sammála um að þetta sé mikið framfaraskref,“ segir Kolbeinn. Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira
Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Vinstri grænna segir lögin mikið framfaraskref. Í dag stendur til að ljúka annarri umræðu um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem varðar varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds í Stjórnarráði Íslands. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir lagasetninguna tímabært skref. „Til dæmis þegar GRECO kemur hér og gerir úttekt þá hefur verið bent á að það skorti á að hafa skýrar reglur um þetta. Þannig að það er í rauninni tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar það er að bregðast við því og setja reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdavaldsins við hagsmunaverði eins og það er kallað á íslensku, og við þekkjum sem lobbýista, og svo með hagsmunaskráninguna. Hún hefur að einhverju leyti verið valkvæð núna en er bara sett inn í lög," segir Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, segir málið skref í rétta átt. Hún auk tveggja annarra stjórnarandstöðuþingmanna gera aftur á móti nokkrar athugasemdir við frumvarpið. „Við bendum á margvíslega þætti sem að hefðu gert þetta frumvarp trúverðugra og styrkt eftirlits- og aðhaldshlutverkið með þessum reglum,“ segir Þórhildur Sunna. „Til dæmis þá leggjum við til að það verði sjálfstætt eftirlit með því að ráðherrar og aðrir æðstu stjórnendur framkvæmdavaldsins sæti eftirliti óháðs aðila. Eins og frumvarpið er nú er gert ráð fyrir að forsætisráðherra fari með þetta hlutverk, að hún sé ráðgefandi og hafi eftirlit og aðhald með því að hagsmunaskráningar séu réttar og að ekki sé verið að fylla inn rangar upplýsingar, jafnvel vísvitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „En á sama tíma þá kemur fram í frumvarpinu, í greinargerð með frumvarpinu, þá kemur fram að það verði ekkert slíkt eftirlit haft með ráðherrum og réttri skráningu á hagsmunum þeirra. Þetta finnst okkur óásættanlegt.“ Þá gagnrýnir hún að aðstoðarmenn ráðherra geti megi fara beint úr því starfi og yfir í starf til hagsmunasamtaka án sex mánaða biðtíma líkt og gildir um til dæmis skrifstofustjórar ráðuneyta þurfa að sætta sig við. Kolbeinn er ósammála því að ekki sé nægilega vel að frumvarpinu staðið. „Hafi einhver efasemdir um að þetta sé ekki eins gott og mögulegt er þá eru ýmsar leiðir til í því, að leita til dæmis til umboðsmanns Alþingis eða Ríkisendurskoðunar,“ segir Kolbeinn. „Þannig að við teljum bara mjög vel um það búið.“ „Umsagnir um þetta mál sýna að þetta er mikið framfaramál. Það er ánægja með að það sé verið að grípa til þessara aðgerða. Einhverjir gagnrýna að þær séu of hamlandi, aðrir vilja að þær gangi lengra en allir sammála um að þetta sé mikið framfaraskref,“ segir Kolbeinn.
Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Fleiri fréttir „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál Sjá meira