Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júní 2020 15:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Vinstri grænna segir lögin mikið framfaraskref. Í dag stendur til að ljúka annarri umræðu um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem varðar varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds í Stjórnarráði Íslands. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir lagasetninguna tímabært skref. „Til dæmis þegar GRECO kemur hér og gerir úttekt þá hefur verið bent á að það skorti á að hafa skýrar reglur um þetta. Þannig að það er í rauninni tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar það er að bregðast við því og setja reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdavaldsins við hagsmunaverði eins og það er kallað á íslensku, og við þekkjum sem lobbýista, og svo með hagsmunaskráninguna. Hún hefur að einhverju leyti verið valkvæð núna en er bara sett inn í lög," segir Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, segir málið skref í rétta átt. Hún auk tveggja annarra stjórnarandstöðuþingmanna gera aftur á móti nokkrar athugasemdir við frumvarpið. „Við bendum á margvíslega þætti sem að hefðu gert þetta frumvarp trúverðugra og styrkt eftirlits- og aðhaldshlutverkið með þessum reglum,“ segir Þórhildur Sunna. „Til dæmis þá leggjum við til að það verði sjálfstætt eftirlit með því að ráðherrar og aðrir æðstu stjórnendur framkvæmdavaldsins sæti eftirliti óháðs aðila. Eins og frumvarpið er nú er gert ráð fyrir að forsætisráðherra fari með þetta hlutverk, að hún sé ráðgefandi og hafi eftirlit og aðhald með því að hagsmunaskráningar séu réttar og að ekki sé verið að fylla inn rangar upplýsingar, jafnvel vísvitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „En á sama tíma þá kemur fram í frumvarpinu, í greinargerð með frumvarpinu, þá kemur fram að það verði ekkert slíkt eftirlit haft með ráðherrum og réttri skráningu á hagsmunum þeirra. Þetta finnst okkur óásættanlegt.“ Þá gagnrýnir hún að aðstoðarmenn ráðherra geti megi fara beint úr því starfi og yfir í starf til hagsmunasamtaka án sex mánaða biðtíma líkt og gildir um til dæmis skrifstofustjórar ráðuneyta þurfa að sætta sig við. Kolbeinn er ósammála því að ekki sé nægilega vel að frumvarpinu staðið. „Hafi einhver efasemdir um að þetta sé ekki eins gott og mögulegt er þá eru ýmsar leiðir til í því, að leita til dæmis til umboðsmanns Alþingis eða Ríkisendurskoðunar,“ segir Kolbeinn. „Þannig að við teljum bara mjög vel um það búið.“ „Umsagnir um þetta mál sýna að þetta er mikið framfaramál. Það er ánægja með að það sé verið að grípa til þessara aðgerða. Einhverjir gagnrýna að þær séu of hamlandi, aðrir vilja að þær gangi lengra en allir sammála um að þetta sé mikið framfaraskref,“ segir Kolbeinn. Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira
Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Vinstri grænna segir lögin mikið framfaraskref. Í dag stendur til að ljúka annarri umræðu um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem varðar varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds í Stjórnarráði Íslands. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir lagasetninguna tímabært skref. „Til dæmis þegar GRECO kemur hér og gerir úttekt þá hefur verið bent á að það skorti á að hafa skýrar reglur um þetta. Þannig að það er í rauninni tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar það er að bregðast við því og setja reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdavaldsins við hagsmunaverði eins og það er kallað á íslensku, og við þekkjum sem lobbýista, og svo með hagsmunaskráninguna. Hún hefur að einhverju leyti verið valkvæð núna en er bara sett inn í lög," segir Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, segir málið skref í rétta átt. Hún auk tveggja annarra stjórnarandstöðuþingmanna gera aftur á móti nokkrar athugasemdir við frumvarpið. „Við bendum á margvíslega þætti sem að hefðu gert þetta frumvarp trúverðugra og styrkt eftirlits- og aðhaldshlutverkið með þessum reglum,“ segir Þórhildur Sunna. „Til dæmis þá leggjum við til að það verði sjálfstætt eftirlit með því að ráðherrar og aðrir æðstu stjórnendur framkvæmdavaldsins sæti eftirliti óháðs aðila. Eins og frumvarpið er nú er gert ráð fyrir að forsætisráðherra fari með þetta hlutverk, að hún sé ráðgefandi og hafi eftirlit og aðhald með því að hagsmunaskráningar séu réttar og að ekki sé verið að fylla inn rangar upplýsingar, jafnvel vísvitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „En á sama tíma þá kemur fram í frumvarpinu, í greinargerð með frumvarpinu, þá kemur fram að það verði ekkert slíkt eftirlit haft með ráðherrum og réttri skráningu á hagsmunum þeirra. Þetta finnst okkur óásættanlegt.“ Þá gagnrýnir hún að aðstoðarmenn ráðherra geti megi fara beint úr því starfi og yfir í starf til hagsmunasamtaka án sex mánaða biðtíma líkt og gildir um til dæmis skrifstofustjórar ráðuneyta þurfa að sætta sig við. Kolbeinn er ósammála því að ekki sé nægilega vel að frumvarpinu staðið. „Hafi einhver efasemdir um að þetta sé ekki eins gott og mögulegt er þá eru ýmsar leiðir til í því, að leita til dæmis til umboðsmanns Alþingis eða Ríkisendurskoðunar,“ segir Kolbeinn. „Þannig að við teljum bara mjög vel um það búið.“ „Umsagnir um þetta mál sýna að þetta er mikið framfaramál. Það er ánægja með að það sé verið að grípa til þessara aðgerða. Einhverjir gagnrýna að þær séu of hamlandi, aðrir vilja að þær gangi lengra en allir sammála um að þetta sé mikið framfaraskref,“ segir Kolbeinn.
Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Sjá meira