Telur frumvarp forsætisráðherra ekki nógu trúverðugt Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 3. júní 2020 15:00 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Vinstri grænna segir lögin mikið framfaraskref. Í dag stendur til að ljúka annarri umræðu um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem varðar varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds í Stjórnarráði Íslands. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir lagasetninguna tímabært skref. „Til dæmis þegar GRECO kemur hér og gerir úttekt þá hefur verið bent á að það skorti á að hafa skýrar reglur um þetta. Þannig að það er í rauninni tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar það er að bregðast við því og setja reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdavaldsins við hagsmunaverði eins og það er kallað á íslensku, og við þekkjum sem lobbýista, og svo með hagsmunaskráninguna. Hún hefur að einhverju leyti verið valkvæð núna en er bara sett inn í lög," segir Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, segir málið skref í rétta átt. Hún auk tveggja annarra stjórnarandstöðuþingmanna gera aftur á móti nokkrar athugasemdir við frumvarpið. „Við bendum á margvíslega þætti sem að hefðu gert þetta frumvarp trúverðugra og styrkt eftirlits- og aðhaldshlutverkið með þessum reglum,“ segir Þórhildur Sunna. „Til dæmis þá leggjum við til að það verði sjálfstætt eftirlit með því að ráðherrar og aðrir æðstu stjórnendur framkvæmdavaldsins sæti eftirliti óháðs aðila. Eins og frumvarpið er nú er gert ráð fyrir að forsætisráðherra fari með þetta hlutverk, að hún sé ráðgefandi og hafi eftirlit og aðhald með því að hagsmunaskráningar séu réttar og að ekki sé verið að fylla inn rangar upplýsingar, jafnvel vísvitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „En á sama tíma þá kemur fram í frumvarpinu, í greinargerð með frumvarpinu, þá kemur fram að það verði ekkert slíkt eftirlit haft með ráðherrum og réttri skráningu á hagsmunum þeirra. Þetta finnst okkur óásættanlegt.“ Þá gagnrýnir hún að aðstoðarmenn ráðherra geti megi fara beint úr því starfi og yfir í starf til hagsmunasamtaka án sex mánaða biðtíma líkt og gildir um til dæmis skrifstofustjórar ráðuneyta þurfa að sætta sig við. Kolbeinn er ósammála því að ekki sé nægilega vel að frumvarpinu staðið. „Hafi einhver efasemdir um að þetta sé ekki eins gott og mögulegt er þá eru ýmsar leiðir til í því, að leita til dæmis til umboðsmanns Alþingis eða Ríkisendurskoðunar,“ segir Kolbeinn. „Þannig að við teljum bara mjög vel um það búið.“ „Umsagnir um þetta mál sýna að þetta er mikið framfaramál. Það er ánægja með að það sé verið að grípa til þessara aðgerða. Einhverjir gagnrýna að þær séu of hamlandi, aðrir vilja að þær gangi lengra en allir sammála um að þetta sé mikið framfaraskref,“ segir Kolbeinn. Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Frumvarp forsætisráðherra um varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds er ekki nógu trúverðugt að mati formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Þingmaður Vinstri grænna segir lögin mikið framfaraskref. Í dag stendur til að ljúka annarri umræðu um frumvarp Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra, sem varðar varnir gegn hagsmunaárekstrum hjá æðstu handhöfum framkvæmdavalds í Stjórnarráði Íslands. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna og framsögumaður málsins í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, segir lagasetninguna tímabært skref. „Til dæmis þegar GRECO kemur hér og gerir úttekt þá hefur verið bent á að það skorti á að hafa skýrar reglur um þetta. Þannig að það er í rauninni tilefni og nauðsyn lagasetningarinnar það er að bregðast við því og setja reglur um samskipti æðstu handhafa framkvæmdavaldsins við hagsmunaverði eins og það er kallað á íslensku, og við þekkjum sem lobbýista, og svo með hagsmunaskráninguna. Hún hefur að einhverju leyti verið valkvæð núna en er bara sett inn í lög," segir Kolbeinn. Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna.Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður nefndarinnar, segir málið skref í rétta átt. Hún auk tveggja annarra stjórnarandstöðuþingmanna gera aftur á móti nokkrar athugasemdir við frumvarpið. „Við bendum á margvíslega þætti sem að hefðu gert þetta frumvarp trúverðugra og styrkt eftirlits- og aðhaldshlutverkið með þessum reglum,“ segir Þórhildur Sunna. „Til dæmis þá leggjum við til að það verði sjálfstætt eftirlit með því að ráðherrar og aðrir æðstu stjórnendur framkvæmdavaldsins sæti eftirliti óháðs aðila. Eins og frumvarpið er nú er gert ráð fyrir að forsætisráðherra fari með þetta hlutverk, að hún sé ráðgefandi og hafi eftirlit og aðhald með því að hagsmunaskráningar séu réttar og að ekki sé verið að fylla inn rangar upplýsingar, jafnvel vísvitandi,“ segir Þórhildur Sunna. „En á sama tíma þá kemur fram í frumvarpinu, í greinargerð með frumvarpinu, þá kemur fram að það verði ekkert slíkt eftirlit haft með ráðherrum og réttri skráningu á hagsmunum þeirra. Þetta finnst okkur óásættanlegt.“ Þá gagnrýnir hún að aðstoðarmenn ráðherra geti megi fara beint úr því starfi og yfir í starf til hagsmunasamtaka án sex mánaða biðtíma líkt og gildir um til dæmis skrifstofustjórar ráðuneyta þurfa að sætta sig við. Kolbeinn er ósammála því að ekki sé nægilega vel að frumvarpinu staðið. „Hafi einhver efasemdir um að þetta sé ekki eins gott og mögulegt er þá eru ýmsar leiðir til í því, að leita til dæmis til umboðsmanns Alþingis eða Ríkisendurskoðunar,“ segir Kolbeinn. „Þannig að við teljum bara mjög vel um það búið.“ „Umsagnir um þetta mál sýna að þetta er mikið framfaramál. Það er ánægja með að það sé verið að grípa til þessara aðgerða. Einhverjir gagnrýna að þær séu of hamlandi, aðrir vilja að þær gangi lengra en allir sammála um að þetta sé mikið framfaraskref,“ segir Kolbeinn.
Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira