10 dagar í Pepsi Max: Guðjón Pétur og Arnór eru aukaspyrnukóngarnir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2020 12:00 Guðjón Pétur Lýðsson er til hægri en til vinstri er úrklippa úr Frjálsi verslun í júlí 1998 þar sem er rétt um fjárfestingu Valsmanna að semja við Arnór Guðjohnsen. Skjámynd af timarit.is Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tveir leikmenn hafa náð því að skora fjögur aukaspyrnumörk á einu og sama tímabilinu í efstu deild í nútímafótbolta (frá 1977). Það eru Valsmaðurinn Arnór Guðjohnsen 1998 og Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson sumarið 2014. Heimkoma Arnórs Guðjohnsen sumarið 1998 er ein af þeim eftirminnilegri í sögu efstu deild. Arnór kom þá heim eftir tuttugu ár í atvinnumennsku og var öðrum fremur maðurinn sem bjargaði Valsmönnum frá falli. Arnór kom á Hlíðarenda um mitt sumar. Hann ákvað þann 3. júní að skipta yfir í Val og gat leikið með Valsmönnum frá og með 1. júlí. Fyrsti leikur hans á tímabilinu var síðan í Grindavík 5. júlí en sá leikur var í áttundu umferð. Arnór skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrsta leik og endurtók leikinn í næsta leik á eftir þegar aukaspyrnumark hans tryggði Val 1-0 sigur á Leiftri. Annað mark Arnórs ío 3-0 sigri á Þrótti á Laugardalsvellinum í 11. umferð kom beint úr aukaspyrnu en hitt með stórskotlegu skoti utan af vinstri kanti. Fjórða og síðasta aukaspyrnumark Arnórs á tímabilinu kom síðan í 4-2 sigri á Skagamönnum. Það var sjötti deildarleikur Arnórs eftir heimkomuna og hann skoraði í þeim sex mörk þar af fjögur beint úr aukaspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson tókst að jafna afrek Arnórs Guðjohnsen sextán árum síðan. Guðjón Pétur skoraði sitt fjórða aukaspyrnumark í jafnteflinu á móti Stjörnunni í 17. umferð en hann var þá að skora slíkt mark í öðrum leiknum í röð og jafnframt sitt þriðja mark beint úr aukaspyrnu í síðustu fjórum deildarleikjum Blika. Guðjón Pétur hafði þá skorað beint úr aukaspyrnu í 3-0 sigri á Fram, í 4-4 jafntefli á móti Keflavík og í jafntefli á móti Fylki í sjöundu umferð. Líkt og hjá Arnóri þá fór Guðjón Pétur í mikið stuð og skoraði þessi fjögur aukaspyrnumörk í þrettán leikjum um mitt mót. Arnór náði ekki að bæta við aukaspyrnumarki í fimm síðustu leikjum sínum sumarið 1998 og Guðjón Pétur skoraði heldur ekki aukaspyrnumark í síðustu fimm leikjum sínum. Arnór hafði bætt fimmtán ára gamalt met en þó að nokkrir hafi náð að skora þrjú aukaspyrnumörk hafði enginn náð að jafna afreki Arnórs fyrr en Guðjón Pétur fór í stuð. „Það er frábært að vera kominn á sama stað og þessi gæi en ég ætla að bæta þetta met,“ segir Guðjón í viðtali við Fréttablaðið 2014. Það tókst reyndar ekki sem þýðir að Guðjón Pétur Lýðsson og Arnór Guðjohnsen eiga enn metið saman yfir flest mörk beint úr aukaspyrnu á einu tímabili. Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira
Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 10 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Tveir leikmenn hafa náð því að skora fjögur aukaspyrnumörk á einu og sama tímabilinu í efstu deild í nútímafótbolta (frá 1977). Það eru Valsmaðurinn Arnór Guðjohnsen 1998 og Blikinn Guðjón Pétur Lýðsson sumarið 2014. Heimkoma Arnórs Guðjohnsen sumarið 1998 er ein af þeim eftirminnilegri í sögu efstu deild. Arnór kom þá heim eftir tuttugu ár í atvinnumennsku og var öðrum fremur maðurinn sem bjargaði Valsmönnum frá falli. Arnór kom á Hlíðarenda um mitt sumar. Hann ákvað þann 3. júní að skipta yfir í Val og gat leikið með Valsmönnum frá og með 1. júlí. Fyrsti leikur hans á tímabilinu var síðan í Grindavík 5. júlí en sá leikur var í áttundu umferð. Arnór skoraði beint úr aukaspyrnu í fyrsta leik og endurtók leikinn í næsta leik á eftir þegar aukaspyrnumark hans tryggði Val 1-0 sigur á Leiftri. Annað mark Arnórs ío 3-0 sigri á Þrótti á Laugardalsvellinum í 11. umferð kom beint úr aukaspyrnu en hitt með stórskotlegu skoti utan af vinstri kanti. Fjórða og síðasta aukaspyrnumark Arnórs á tímabilinu kom síðan í 4-2 sigri á Skagamönnum. Það var sjötti deildarleikur Arnórs eftir heimkomuna og hann skoraði í þeim sex mörk þar af fjögur beint úr aukaspyrnu. Guðjón Pétur Lýðsson tókst að jafna afrek Arnórs Guðjohnsen sextán árum síðan. Guðjón Pétur skoraði sitt fjórða aukaspyrnumark í jafnteflinu á móti Stjörnunni í 17. umferð en hann var þá að skora slíkt mark í öðrum leiknum í röð og jafnframt sitt þriðja mark beint úr aukaspyrnu í síðustu fjórum deildarleikjum Blika. Guðjón Pétur hafði þá skorað beint úr aukaspyrnu í 3-0 sigri á Fram, í 4-4 jafntefli á móti Keflavík og í jafntefli á móti Fylki í sjöundu umferð. Líkt og hjá Arnóri þá fór Guðjón Pétur í mikið stuð og skoraði þessi fjögur aukaspyrnumörk í þrettán leikjum um mitt mót. Arnór náði ekki að bæta við aukaspyrnumarki í fimm síðustu leikjum sínum sumarið 1998 og Guðjón Pétur skoraði heldur ekki aukaspyrnumark í síðustu fimm leikjum sínum. Arnór hafði bætt fimmtán ára gamalt met en þó að nokkrir hafi náð að skora þrjú aukaspyrnumörk hafði enginn náð að jafna afreki Arnórs fyrr en Guðjón Pétur fór í stuð. „Það er frábært að vera kominn á sama stað og þessi gæi en ég ætla að bæta þetta met,“ segir Guðjón í viðtali við Fréttablaðið 2014. Það tókst reyndar ekki sem þýðir að Guðjón Pétur Lýðsson og Arnór Guðjohnsen eiga enn metið saman yfir flest mörk beint úr aukaspyrnu á einu tímabili.
Pepsi Max-deild karla Einu sinni var... Mest lesið Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Enski boltinn Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Arsenal mætir Man. Utd og úrslitakeppni NFL-heldur áfram Sport Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Körfubolti Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Fleiri fréttir Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Sjá meira