Hervæðing lögreglunnar Ólína Lind Sigurðardóttir skrifar 3. júní 2020 08:00 Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir um mótmælaölduna í Bandaríkjunum eftir að George Floyd var myrtur á hrottalegan hátt af lögreglumanni. Það er þó einföldun að telja að þetta eina atvik hafi hrundið af stað mótmælunum heldur eru þau afsprengi aldagamals kerfisbundins rasisma. Þeldökkt fólk í Bandaríkjunum er þrisvar sinnum líklegra til að verða drepið af lögreglunni heldur en aðrir kynþættir, og þó líklegra til þess að vera drepið óvopnað. Fannie Lou Hamer svaraði því hví hún héldi ótrauð áfram að ýta eftir réttindum svartra ,,I‘m sick and tired of being sick and tired.“ Tel ég að það sé betri útskýring á mótmælunum og umfangi þeirra. Fólk er sick and tired of being sick and tired. Í Bandaríkjunum bera lögreglumenn ekki bara kylfur, handjárn og piparúða líkt og hér á Íslandi. Í mótmælunum í Bandaríkjunum sést lögreglan nota brynvörð farartæki, skriðdreka, og á götunum marsera lögreglumenn með hríðskotabyssur á meðan drónar og þyrlur svífa yfir. Þetta eru hergögn notuð gegn þeirra eigin borgurum. Hergögn sem eiga að vernda hvít forréttindi eru í höndum þeirra sem framfylgja og viðhalda kerfisbundnum rasisma. Afhverju er ég að skrifa um þetta? Jú af því að allt of oft hefur verið reynt að hervæða lögreglunnar hér á landi. Síðasta tilvikið var núna í maí síðastliðnum þegar tekinn var í notkun sérhannaður bíll til að sinna landamæraeftirliti sem „mun nýtast vel...þar sem þörf er á að skoða og sannreyna skilríki svo sem í vinnustaðaeftirliti“ segir á vefsíðu lögreglunnar. Árið 2014 keypti íslenska lögreglan hríðskotabyssur frá norska hernum. Enn er óvíst hvernig það mál endaði, hvort að byssurnar séu enn hér í landi eða að þeim hafi verið skilað aftur til Noregs eftir mótmæli almennings. Árið 2017 voru sýnilega vopnaðir lögreglumenn á fjölskylduskemmtuninni Color Run. Þáverandi ríkislögreglustjóri sagði þetta vera gert vegna mannskæðra árása í erlendum borgum og auknum fjölda erlendra borgara á Íslandi. Á Íslandi er inngróinn kerfisbundinn rasismi í lögreglunni og Útlendingastofnun. Ítrekað hefur lögreglan tekið þátt í að flytja flóttamenn úr landi og handtekið farandverkamenn án starfsleyfis. Í mars 2019 beitti lögreglan táragasi í friðsælum mótmælum hælisleitenda á Austurvelli. Við viljum ekki að þannig stofnanir hafi völd og rétt til að drepa okkar eigin George Floyd. Lausnins liggur frekar í því að fjölga lögreglumönnum og semja við þá um mannsæmandi kjör (lögreglumenn hafa nú verið samningslausir í 15 mánuði og eru án verkfallsrétts). Látum ekki undan þeirri kröfu sem heyrist núna að lögreglan hér á landi verði vopnuð enn frekar til að bregðast við ofbeldi. Á sama tíma vil ég hvetja fólk til að kynna sér hvít forréttindi, rasisma á Íslandi, hlusta á sögur fólks af rasisma og valdefla það. Höfundur er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dauði George Floyd Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Sjá meira
Þeir sem eitthvað hafa fylgst með í fréttum og samfélagsmiðlum ættu að vera meðvitaðir um mótmælaölduna í Bandaríkjunum eftir að George Floyd var myrtur á hrottalegan hátt af lögreglumanni. Það er þó einföldun að telja að þetta eina atvik hafi hrundið af stað mótmælunum heldur eru þau afsprengi aldagamals kerfisbundins rasisma. Þeldökkt fólk í Bandaríkjunum er þrisvar sinnum líklegra til að verða drepið af lögreglunni heldur en aðrir kynþættir, og þó líklegra til þess að vera drepið óvopnað. Fannie Lou Hamer svaraði því hví hún héldi ótrauð áfram að ýta eftir réttindum svartra ,,I‘m sick and tired of being sick and tired.“ Tel ég að það sé betri útskýring á mótmælunum og umfangi þeirra. Fólk er sick and tired of being sick and tired. Í Bandaríkjunum bera lögreglumenn ekki bara kylfur, handjárn og piparúða líkt og hér á Íslandi. Í mótmælunum í Bandaríkjunum sést lögreglan nota brynvörð farartæki, skriðdreka, og á götunum marsera lögreglumenn með hríðskotabyssur á meðan drónar og þyrlur svífa yfir. Þetta eru hergögn notuð gegn þeirra eigin borgurum. Hergögn sem eiga að vernda hvít forréttindi eru í höndum þeirra sem framfylgja og viðhalda kerfisbundnum rasisma. Afhverju er ég að skrifa um þetta? Jú af því að allt of oft hefur verið reynt að hervæða lögreglunnar hér á landi. Síðasta tilvikið var núna í maí síðastliðnum þegar tekinn var í notkun sérhannaður bíll til að sinna landamæraeftirliti sem „mun nýtast vel...þar sem þörf er á að skoða og sannreyna skilríki svo sem í vinnustaðaeftirliti“ segir á vefsíðu lögreglunnar. Árið 2014 keypti íslenska lögreglan hríðskotabyssur frá norska hernum. Enn er óvíst hvernig það mál endaði, hvort að byssurnar séu enn hér í landi eða að þeim hafi verið skilað aftur til Noregs eftir mótmæli almennings. Árið 2017 voru sýnilega vopnaðir lögreglumenn á fjölskylduskemmtuninni Color Run. Þáverandi ríkislögreglustjóri sagði þetta vera gert vegna mannskæðra árása í erlendum borgum og auknum fjölda erlendra borgara á Íslandi. Á Íslandi er inngróinn kerfisbundinn rasismi í lögreglunni og Útlendingastofnun. Ítrekað hefur lögreglan tekið þátt í að flytja flóttamenn úr landi og handtekið farandverkamenn án starfsleyfis. Í mars 2019 beitti lögreglan táragasi í friðsælum mótmælum hælisleitenda á Austurvelli. Við viljum ekki að þannig stofnanir hafi völd og rétt til að drepa okkar eigin George Floyd. Lausnins liggur frekar í því að fjölga lögreglumönnum og semja við þá um mannsæmandi kjör (lögreglumenn hafa nú verið samningslausir í 15 mánuði og eru án verkfallsrétts). Látum ekki undan þeirri kröfu sem heyrist núna að lögreglan hér á landi verði vopnuð enn frekar til að bregðast við ofbeldi. Á sama tíma vil ég hvetja fólk til að kynna sér hvít forréttindi, rasisma á Íslandi, hlusta á sögur fólks af rasisma og valdefla það. Höfundur er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun