„Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum“ Sylvía Hall og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 1. júní 2020 22:58 Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Nokkrir bandaríkjamenn sem búa á Íslandi hafa skipulagt fund um samstöðu við mótmælendur í Bandaríkjunum á miðvikudag. Einn skipuleggjenda segir gríðarlega mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Þau Dori Levett Baldvinsson , Derek T. Allan og Sante Feaster eru frá Bandaríkjunum en búa á Íslandi. Þau hafa upplifað varnarleysi síðustu daga og ákváðu ásamt nokkrum öðrum Bandaríkjamönnum að skipuleggja samstöðufund við mótmælendur í Bandaríkjunum. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. „Þetta verður friðsamleg samkoma til að heiðra George Floyd og allt það fólk á undan honum sem hefur verið ranglega myrt,“ segir Dori Levett Baldvinsson. „Við erum að gera þetta til þess að varpa ljósi á aðstæðurnar í Bandaríkjunum og víða um heiminn,“ segir Derek T. Allen. Mótmælin séu í raun orðin alþjóðleg hreyfing en samstöðufundir hafa verið haldnir í borgum víða um heim í dag. „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum. Þeir sem taka ekki afstöðu út um allan heim eru að segja að þeir þegi um líf svartra og að þeim sé sama þótt þeir séu myrtir,“ segir Sante Feaster. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd, tíminn sem George var haldið niðri af lögreglunni áður en hann lést. „Það er til að fólk skilji hve löng þessi stund er,“ segir Dori. Þau vona að þau hafi stuðning lögreglunnar hér á landi. „Íslenska lögreglan hefur látið í sér heyra til stuðnings við „Blue lives matter“ undanfarið. Þá vitum við hvar hún stendur varðandi „Black lives matter“ því að vera lögreglumaður er starfsval. Að vera svartur er ekki val,“ segir Sante. Þarna er væntanlega vísað í Instragram færslu lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem myllumerkið #BlueLivesMatter var notað undir myndbandi af lögreglumönnum dansa. Blue lives matter er hreyfing lögreglumanna sem stofnuð var sem svar við Black lives matter hreyfingunni í Bandaríkjunum. Eftir gagnrýni tók lögreglan millumerkið út, sagði það hafa verið sett inn af kunnáttuleysi og baðst afsökunar. Ekkert þeirra segist hafa upplifað ofbeldi af hálfu lögreglunnar hér á landi. Derek upplifði þó óeðlilegar aðstæður í eitt skipti er hann hafði verið viðstaddur mótmæli gegn brottvísun hælisleitenda. „Ég var að ganga hérna fram hjá Alþingishúsinu þegar allt í einu birtist hópur lögreglumanna. Þeir höfðu ekki afskipti af mér en þetta gerði mig dálítið órólegan.“ Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Samstöðumótmæli eru skipulögð á Austurvelli vegna ástandsins Vestanhafs. Skipuleggjendur segja mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Nokkrir bandaríkjamenn sem búa á Íslandi hafa skipulagt fund um samstöðu við mótmælendur í Bandaríkjunum á miðvikudag. Einn skipuleggjenda segir gríðarlega mikilvægt að Íslendingar taki afstöðu. Þau Dori Levett Baldvinsson , Derek T. Allan og Sante Feaster eru frá Bandaríkjunum en búa á Íslandi. Þau hafa upplifað varnarleysi síðustu daga og ákváðu ásamt nokkrum öðrum Bandaríkjamönnum að skipuleggja samstöðufund við mótmælendur í Bandaríkjunum. Fundurinn verður á Austurvelli klukkan hálf fimm á miðvikudaginn. „Þetta verður friðsamleg samkoma til að heiðra George Floyd og allt það fólk á undan honum sem hefur verið ranglega myrt,“ segir Dori Levett Baldvinsson. „Við erum að gera þetta til þess að varpa ljósi á aðstæðurnar í Bandaríkjunum og víða um heiminn,“ segir Derek T. Allen. Mótmælin séu í raun orðin alþjóðleg hreyfing en samstöðufundir hafa verið haldnir í borgum víða um heim í dag. „Íslendingar þurfa líka að taka afstöðu um hvar þeir standa í heimsmálum. Þeir sem taka ekki afstöðu út um allan heim eru að segja að þeir þegi um líf svartra og að þeim sé sama þótt þeir séu myrtir,“ segir Sante Feaster. Á fundinum verður sjö mínútna þögn til að minnast George Floyd, tíminn sem George var haldið niðri af lögreglunni áður en hann lést. „Það er til að fólk skilji hve löng þessi stund er,“ segir Dori. Þau vona að þau hafi stuðning lögreglunnar hér á landi. „Íslenska lögreglan hefur látið í sér heyra til stuðnings við „Blue lives matter“ undanfarið. Þá vitum við hvar hún stendur varðandi „Black lives matter“ því að vera lögreglumaður er starfsval. Að vera svartur er ekki val,“ segir Sante. Þarna er væntanlega vísað í Instragram færslu lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem myllumerkið #BlueLivesMatter var notað undir myndbandi af lögreglumönnum dansa. Blue lives matter er hreyfing lögreglumanna sem stofnuð var sem svar við Black lives matter hreyfingunni í Bandaríkjunum. Eftir gagnrýni tók lögreglan millumerkið út, sagði það hafa verið sett inn af kunnáttuleysi og baðst afsökunar. Ekkert þeirra segist hafa upplifað ofbeldi af hálfu lögreglunnar hér á landi. Derek upplifði þó óeðlilegar aðstæður í eitt skipti er hann hafði verið viðstaddur mótmæli gegn brottvísun hælisleitenda. „Ég var að ganga hérna fram hjá Alþingishúsinu þegar allt í einu birtist hópur lögreglumanna. Þeir höfðu ekki afskipti af mér en þetta gerði mig dálítið órólegan.“
Black Lives Matter Bandaríkin Dauði George Floyd Tengdar fréttir Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49 Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58 Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmangsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Sjá meira
Mótmælt líka í Kaupmannahöfn og Lundúnum Mörg hundruð mótmælendur voru handteknir víða í Bandaríkjunum í nótt. Mótmæli vegna dauða George Floyd hafa breiðst hratt út um landið og loguðu eldar víða í nótt. Þá voru skipulögð mótmæli í Kaupmannahöfn og Lundúnum í dag. 31. maí 2020 19:49
Óeirðum fjölgar enn í Bandaríkjunum Umfangsmiklar óeirðir brutust út í mörgum borgum Bandaríkjanna í nótt. Víða kom til átaka á milli mótmælenda og lögreglu og hafa fregnir borist af slösuðum og særðum á báðum hliðum. 31. maí 2020 07:58