Vandræðagemsinn Mongús vonast eftir öðru tækifæri í Hveragerði Sylvía Hall skrifar 1. júní 2020 22:41 Villikettir náðu loksins í skottið á Mongúsi eftir ítrekaðar tilraunir. Þar fékk hann þá aðhlynningu sem hann þurfti og mun hann nú reyna að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði eftir að hafa verið til mikilla vandræða undanfarin ár. Facebook Kötturinn Mongús hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár. Hann hefur verið á vergangi í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá, átti það til að hrella aðra ketti í bænum og ætlaði sér að ná stjórn á bænum. Saga Mongúsar er sögð í Facebook-færslu á síðu Villikatta. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum, sem gekk þó erfiðlega fyrst en hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús ætti samastað hjá fólki í Hveragerði sem gaf honum mat og skjól. Hann fékk þó þá aðstoð sem hann þurfti hjá Villiköttum, enda kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. „Nú er Mongús orðinn geldur, bólusettur, ormahreinsaður, örmerktur og búið að fjarlægja tönnina og gera að sárum hans. Hann var hjá VILLIKÖTTUM í mánuð, feldurinn var kembdur mörgum sinnum á dag og hann náði að þyngjast meðan á dvölinni stóð. Þegar Mongúsi fór að líða betur malaði hann sæll, snyrti sig stanslaust og vafðist um fætur manns,“ segir í færslu Villikatta. Mongús var alræmdur í bænum en að sögn Villikatta þekktu margir til hans og vissu um aðstæður hans. Í ljósi þess hversu miklir dýravinir Hvergerðingar eru voru því margir sem gáfu honum mat þegar hann leitaði til þeirra. Fólkið sem hafði hugsað um Mongús ætlar nú að veita honum húsaskjól og gera hann aftur að heimiliskisu. Aðeins tíminn muni leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði en nú sé komið að Hvergerðingum að gefa honum annan séns. „Batnandi kisum er best að lifa. Og allir eiga skilið annað tækifæri,“ segir í færslunni. Dýr Hveragerði Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira
Kötturinn Mongús hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarin ár. Hann hefur verið á vergangi í mörg ár eftir að eigandi hans féll frá, átti það til að hrella aðra ketti í bænum og ætlaði sér að ná stjórn á bænum. Saga Mongúsar er sögð í Facebook-færslu á síðu Villikatta. Sjálfboðaliðar Villikatta höfðu lengi reynt að ná honum, sem gekk þó erfiðlega fyrst en hafðist að lokum þegar þeir fengu veður af því að Mongús ætti samastað hjá fólki í Hveragerði sem gaf honum mat og skjól. Hann fékk þó þá aðstoð sem hann þurfti hjá Villiköttum, enda kom í ljós að hann var með miklar sýkingar í kinnum, rifinn í kringum eyru og nef, með brotna tönn og tannpínu. „Nú er Mongús orðinn geldur, bólusettur, ormahreinsaður, örmerktur og búið að fjarlægja tönnina og gera að sárum hans. Hann var hjá VILLIKÖTTUM í mánuð, feldurinn var kembdur mörgum sinnum á dag og hann náði að þyngjast meðan á dvölinni stóð. Þegar Mongúsi fór að líða betur malaði hann sæll, snyrti sig stanslaust og vafðist um fætur manns,“ segir í færslu Villikatta. Mongús var alræmdur í bænum en að sögn Villikatta þekktu margir til hans og vissu um aðstæður hans. Í ljósi þess hversu miklir dýravinir Hvergerðingar eru voru því margir sem gáfu honum mat þegar hann leitaði til þeirra. Fólkið sem hafði hugsað um Mongús ætlar nú að veita honum húsaskjól og gera hann aftur að heimiliskisu. Aðeins tíminn muni leiða í ljós hvort hann sé tilbúinn að verða fyrirmyndarborgari í Hveragerði en nú sé komið að Hvergerðingum að gefa honum annan séns. „Batnandi kisum er best að lifa. Og allir eiga skilið annað tækifæri,“ segir í færslunni.
Dýr Hveragerði Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Fleiri fréttir „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Sjá meira