Immobile slær Lewandowski, Sancho, Werner og meira að segja Messi við Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. júní 2020 23:00 Immobile hefur verið frábær í liði Lazio á leiktíðinni. EPA-EFE/ANGELO CARCONI Hinn ítalski Ciro Immobile er af mörgum talinn einn besti framherji Evrópu en hann hefur komið að flestum mörkum í stærstu fimm knattspyrnudeildum Evrópu. Það eru enska, spænska, þýska, ítalska og franska deildin sem falla undir þá skilgreiningu. Hinn þrítugi Immobile hefur komið að 34 mörkum á þessari leiktíð fyrir Lazio. Aðeins Robert Lewandowski hefur skorað meira af þeim fimm mönnum sem hafa komið að flestum mörkum. Lewandowski hefur hins vegar ekki lagt upp jafn mörg mörk og Immobile. Immobile hefur skorað 27 mörk ásamt því að leggja upp sjö mörk. Jadon Sancho and Robert Lewandowski keep climbing in this season's 30+ G/A club pic.twitter.com/6qf6tqhGk4— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Í öðru sæti listans er ungstirnið Jadon Sancho sem spilar með Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni. Sancho hefur skorað sautján mörk á leiktíðinni ásamt því að leggja upp önnur sextán. Þar á eftir kemur Lewandowski með 29 mörk fyrir Bayern Munich en hann hefur „aðeins“ lagt upp þrjú mörk. Eftir leik FC Köln og RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld er Timo Werner, helsta skotmark Liverpool þessa dagana, kominn upp í fjórða sæti listans með 25 mörk og stjö stoðsendingar. Involved in 32 goals in 29 Bundesliga games this season Joined Robert Lewandowski and Ciro Immobile as the only players to reach 25 goals in Europe s top five leagues Linked with a move to LiverpoolTimo Werner. pic.twitter.com/KHLxyzEWgi— B/R Football (@brfootball) June 1, 2020 Í fimmta sæti er svo Argentínumaðurinn Lionel Messi en hann hefur skorað nítján mörk í liði Börsunga ásamt því að leggja upp tólf mörk. Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Sancho segir fyrstu þrennuna súrsæta Sancho skoraði sína fyrstu þrennu í gær en segir augnablikið hafa verið súrsætt. 1. júní 2020 13:15 Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Jadon Sancho hjálpaði Borussia Dortmund að vinna Paderborn 07 á útivelli í dag. Nýtti hann tækifærið til að vekja athygli á máli George Floyd. 31. maí 2020 18:00 Lewandowski jafnaði metið sitt en getur hann náð Müller? Robert Lewandowski hefur aldrei skorað fleiri mörk en á þessari leiktíð eða alls 43 mörk í öllum keppnum, eftir að hann skoraði tvö marka Bayern München í 4-0 sigri á Fortuna Düsseldorf í gær. 31. maí 2020 10:30 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Newcastle | Ná gestirnir fimmta sigrinum í röð? KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Sjá meira
Hinn ítalski Ciro Immobile er af mörgum talinn einn besti framherji Evrópu en hann hefur komið að flestum mörkum í stærstu fimm knattspyrnudeildum Evrópu. Það eru enska, spænska, þýska, ítalska og franska deildin sem falla undir þá skilgreiningu. Hinn þrítugi Immobile hefur komið að 34 mörkum á þessari leiktíð fyrir Lazio. Aðeins Robert Lewandowski hefur skorað meira af þeim fimm mönnum sem hafa komið að flestum mörkum. Lewandowski hefur hins vegar ekki lagt upp jafn mörg mörk og Immobile. Immobile hefur skorað 27 mörk ásamt því að leggja upp sjö mörk. Jadon Sancho and Robert Lewandowski keep climbing in this season's 30+ G/A club pic.twitter.com/6qf6tqhGk4— B/R Football (@brfootball) May 31, 2020 Í öðru sæti listans er ungstirnið Jadon Sancho sem spilar með Borussia Dortmund í þýsku úrvalsdeildinni. Sancho hefur skorað sautján mörk á leiktíðinni ásamt því að leggja upp önnur sextán. Þar á eftir kemur Lewandowski með 29 mörk fyrir Bayern Munich en hann hefur „aðeins“ lagt upp þrjú mörk. Eftir leik FC Köln og RB Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld er Timo Werner, helsta skotmark Liverpool þessa dagana, kominn upp í fjórða sæti listans með 25 mörk og stjö stoðsendingar. Involved in 32 goals in 29 Bundesliga games this season Joined Robert Lewandowski and Ciro Immobile as the only players to reach 25 goals in Europe s top five leagues Linked with a move to LiverpoolTimo Werner. pic.twitter.com/KHLxyzEWgi— B/R Football (@brfootball) June 1, 2020 Í fimmta sæti er svo Argentínumaðurinn Lionel Messi en hann hefur skorað nítján mörk í liði Börsunga ásamt því að leggja upp tólf mörk.
Fótbolti Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Tengdar fréttir Sancho segir fyrstu þrennuna súrsæta Sancho skoraði sína fyrstu þrennu í gær en segir augnablikið hafa verið súrsætt. 1. júní 2020 13:15 Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Jadon Sancho hjálpaði Borussia Dortmund að vinna Paderborn 07 á útivelli í dag. Nýtti hann tækifærið til að vekja athygli á máli George Floyd. 31. maí 2020 18:00 Lewandowski jafnaði metið sitt en getur hann náð Müller? Robert Lewandowski hefur aldrei skorað fleiri mörk en á þessari leiktíð eða alls 43 mörk í öllum keppnum, eftir að hann skoraði tvö marka Bayern München í 4-0 sigri á Fortuna Düsseldorf í gær. 31. maí 2020 10:30 Mest lesið Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Enski boltinn Árásin í Magdeburg: „Snertir djúpt hvað þetta var nálægt manni“ Handbolti Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Fótbolti „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ Körfubolti „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Fleiri fréttir Í beinni: Tottenham - Newcastle | Ná gestirnir fimmta sigrinum í röð? KA fær lykilmann úr Eyjum Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Sjá meira
Sancho segir fyrstu þrennuna súrsæta Sancho skoraði sína fyrstu þrennu í gær en segir augnablikið hafa verið súrsætt. 1. júní 2020 13:15
Sancho fagnaði með því að biðja um réttlæti | Samúel ekki í leikmannahóp Paderborn Jadon Sancho hjálpaði Borussia Dortmund að vinna Paderborn 07 á útivelli í dag. Nýtti hann tækifærið til að vekja athygli á máli George Floyd. 31. maí 2020 18:00
Lewandowski jafnaði metið sitt en getur hann náð Müller? Robert Lewandowski hefur aldrei skorað fleiri mörk en á þessari leiktíð eða alls 43 mörk í öllum keppnum, eftir að hann skoraði tvö marka Bayern München í 4-0 sigri á Fortuna Düsseldorf í gær. 31. maí 2020 10:30