Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 08:00 Mótmælendur og lögregluþjónar í Los Angeles. AP/Ringo H.W. Chiu Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga eftir að myndbönd birtust á samfélagsmiðlum sem sýna lögregluþjón setja hné sitt á háls Floyd á meðan hann kvartaði yfir því að geta ekki andað. Lögregluþjónninn hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð. Hann og þrír aðrir hafa verið reknir. Það virðist þó ekki hafa dregið úr reiði mótmælenda og kom víða til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna í nótt. Stór mótmæli hafa átt sér stað í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna. Þau snúa ekki eingöngu að dauða Floyd heldur einnig því hve oft svartir menn eru skotnir til bana af lögregluþjónum í Bandaríkjunum eða deyja af öðrum völdum í haldi lögreglu. Þjóðvarðlið hefur verið kallað til víða um Bandaríkin þar sem mótmæli hafa breyst í óeirðir. Þá hefur þjóðvarðlið verið sett í viðbragðsstöðu í Washington DC þar sem einhverjir mótmælendur hafa reynt að komast í gegnum tálma lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna. Íbúar Minneapolis reyna að slökkva eld í bíl.AP/Richard Tsong-Taatarii Í Atlanta í Georgíu kom til óeirða við höfuðstöðvar CNN í borginni, þar sem lögreglustöð er einnig í húsinu. Lögreglan þar segir minnst þrjá lögregluþjóna vera særða eftir að mótmælendur brutu rúður og köstuðu múrsteinum, flöskum og jafnvel hnífum. Í New York kom til átaka þar sem þúsundir manna mótmæltu á götum borgarinnar. Einhverjir köstuðu flöskum og rusli að lögregluþjónum sem svöruðu með piparúða. New York Times segir skemmdir hafa verið unnar á lögreglubílum og kveikt hafi verið í minnst einum þeirra. Þrátt fyrir útgöngubann í Minneapolis, þar sem Floyd dó, hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Reuters segir um 500 mótmælendur hafa hunsað útgöngubannið og mótmælt við brunarústir lögreglustöðvar sem kveikt var í á dögunum. Lögregluþjónar skutu táragasi og plastkúlum að mótmælendum til að dreifa þeim. Mótmælendur komu einnig saman við aðra lögreglustöð í borginni þar til þeim var einnig dreift með táragasi og plastkúlum. Kveikt var í nærliggjandi banka og pósthúsi. Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, hvatti fólk til að fara heim í morgun, bæði á Twitter og á blaðamannafundi. Hann sagði ástandið vera orðið hættulegt og ekki væri hægt að búa við það lengur. You need to go home. Minnesota Gov. Tim Walz delivers a late night address to his state as protests over the death of George Floyd continue in Minneapolis and around the country.Follow live updates: https://t.co/SYSCXPMlDC pic.twitter.com/2WwCYF4qLZ— CNN (@CNN) May 30, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira
Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga eftir að myndbönd birtust á samfélagsmiðlum sem sýna lögregluþjón setja hné sitt á háls Floyd á meðan hann kvartaði yfir því að geta ekki andað. Lögregluþjónninn hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð. Hann og þrír aðrir hafa verið reknir. Það virðist þó ekki hafa dregið úr reiði mótmælenda og kom víða til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna í nótt. Stór mótmæli hafa átt sér stað í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna. Þau snúa ekki eingöngu að dauða Floyd heldur einnig því hve oft svartir menn eru skotnir til bana af lögregluþjónum í Bandaríkjunum eða deyja af öðrum völdum í haldi lögreglu. Þjóðvarðlið hefur verið kallað til víða um Bandaríkin þar sem mótmæli hafa breyst í óeirðir. Þá hefur þjóðvarðlið verið sett í viðbragðsstöðu í Washington DC þar sem einhverjir mótmælendur hafa reynt að komast í gegnum tálma lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna. Íbúar Minneapolis reyna að slökkva eld í bíl.AP/Richard Tsong-Taatarii Í Atlanta í Georgíu kom til óeirða við höfuðstöðvar CNN í borginni, þar sem lögreglustöð er einnig í húsinu. Lögreglan þar segir minnst þrjá lögregluþjóna vera særða eftir að mótmælendur brutu rúður og köstuðu múrsteinum, flöskum og jafnvel hnífum. Í New York kom til átaka þar sem þúsundir manna mótmæltu á götum borgarinnar. Einhverjir köstuðu flöskum og rusli að lögregluþjónum sem svöruðu með piparúða. New York Times segir skemmdir hafa verið unnar á lögreglubílum og kveikt hafi verið í minnst einum þeirra. Þrátt fyrir útgöngubann í Minneapolis, þar sem Floyd dó, hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Reuters segir um 500 mótmælendur hafa hunsað útgöngubannið og mótmælt við brunarústir lögreglustöðvar sem kveikt var í á dögunum. Lögregluþjónar skutu táragasi og plastkúlum að mótmælendum til að dreifa þeim. Mótmælendur komu einnig saman við aðra lögreglustöð í borginni þar til þeim var einnig dreift með táragasi og plastkúlum. Kveikt var í nærliggjandi banka og pósthúsi. Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, hvatti fólk til að fara heim í morgun, bæði á Twitter og á blaðamannafundi. Hann sagði ástandið vera orðið hættulegt og ekki væri hægt að búa við það lengur. You need to go home. Minnesota Gov. Tim Walz delivers a late night address to his state as protests over the death of George Floyd continue in Minneapolis and around the country.Follow live updates: https://t.co/SYSCXPMlDC pic.twitter.com/2WwCYF4qLZ— CNN (@CNN) May 30, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Fleiri fréttir Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Sjá meira