Mótmælin teygja anga sína víðar um Bandaríkin Samúel Karl Ólason skrifar 30. maí 2020 08:00 Mótmælendur og lögregluþjónar í Los Angeles. AP/Ringo H.W. Chiu Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga eftir að myndbönd birtust á samfélagsmiðlum sem sýna lögregluþjón setja hné sitt á háls Floyd á meðan hann kvartaði yfir því að geta ekki andað. Lögregluþjónninn hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð. Hann og þrír aðrir hafa verið reknir. Það virðist þó ekki hafa dregið úr reiði mótmælenda og kom víða til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna í nótt. Stór mótmæli hafa átt sér stað í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna. Þau snúa ekki eingöngu að dauða Floyd heldur einnig því hve oft svartir menn eru skotnir til bana af lögregluþjónum í Bandaríkjunum eða deyja af öðrum völdum í haldi lögreglu. Þjóðvarðlið hefur verið kallað til víða um Bandaríkin þar sem mótmæli hafa breyst í óeirðir. Þá hefur þjóðvarðlið verið sett í viðbragðsstöðu í Washington DC þar sem einhverjir mótmælendur hafa reynt að komast í gegnum tálma lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna. Íbúar Minneapolis reyna að slökkva eld í bíl.AP/Richard Tsong-Taatarii Í Atlanta í Georgíu kom til óeirða við höfuðstöðvar CNN í borginni, þar sem lögreglustöð er einnig í húsinu. Lögreglan þar segir minnst þrjá lögregluþjóna vera særða eftir að mótmælendur brutu rúður og köstuðu múrsteinum, flöskum og jafnvel hnífum. Í New York kom til átaka þar sem þúsundir manna mótmæltu á götum borgarinnar. Einhverjir köstuðu flöskum og rusli að lögregluþjónum sem svöruðu með piparúða. New York Times segir skemmdir hafa verið unnar á lögreglubílum og kveikt hafi verið í minnst einum þeirra. Þrátt fyrir útgöngubann í Minneapolis, þar sem Floyd dó, hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Reuters segir um 500 mótmælendur hafa hunsað útgöngubannið og mótmælt við brunarústir lögreglustöðvar sem kveikt var í á dögunum. Lögregluþjónar skutu táragasi og plastkúlum að mótmælendum til að dreifa þeim. Mótmælendur komu einnig saman við aðra lögreglustöð í borginni þar til þeim var einnig dreift með táragasi og plastkúlum. Kveikt var í nærliggjandi banka og pósthúsi. Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, hvatti fólk til að fara heim í morgun, bæði á Twitter og á blaðamannafundi. Hann sagði ástandið vera orðið hættulegt og ekki væri hægt að búa við það lengur. You need to go home. Minnesota Gov. Tim Walz delivers a late night address to his state as protests over the death of George Floyd continue in Minneapolis and around the country.Follow live updates: https://t.co/SYSCXPMlDC pic.twitter.com/2WwCYF4qLZ— CNN (@CNN) May 30, 2020 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira
Mótmæli vegna dauða George Floyd teygja nú anga sína víðsvegar um Bandaríkin. Þau hafa staðið yfir í fjóra daga eftir að myndbönd birtust á samfélagsmiðlum sem sýna lögregluþjón setja hné sitt á háls Floyd á meðan hann kvartaði yfir því að geta ekki andað. Lögregluþjónninn hefur verið handtekinn og ákærður fyrir morð. Hann og þrír aðrir hafa verið reknir. Það virðist þó ekki hafa dregið úr reiði mótmælenda og kom víða til átaka á milli mótmælenda og lögregluþjóna í nótt. Stór mótmæli hafa átt sér stað í mörgum af stærstu borgum Bandaríkjanna. Þau snúa ekki eingöngu að dauða Floyd heldur einnig því hve oft svartir menn eru skotnir til bana af lögregluþjónum í Bandaríkjunum eða deyja af öðrum völdum í haldi lögreglu. Þjóðvarðlið hefur verið kallað til víða um Bandaríkin þar sem mótmæli hafa breyst í óeirðir. Þá hefur þjóðvarðlið verið sett í viðbragðsstöðu í Washington DC þar sem einhverjir mótmælendur hafa reynt að komast í gegnum tálma lífvarðasveitar forseta Bandaríkjanna. Íbúar Minneapolis reyna að slökkva eld í bíl.AP/Richard Tsong-Taatarii Í Atlanta í Georgíu kom til óeirða við höfuðstöðvar CNN í borginni, þar sem lögreglustöð er einnig í húsinu. Lögreglan þar segir minnst þrjá lögregluþjóna vera særða eftir að mótmælendur brutu rúður og köstuðu múrsteinum, flöskum og jafnvel hnífum. Í New York kom til átaka þar sem þúsundir manna mótmæltu á götum borgarinnar. Einhverjir köstuðu flöskum og rusli að lögregluþjónum sem svöruðu með piparúða. New York Times segir skemmdir hafa verið unnar á lögreglubílum og kveikt hafi verið í minnst einum þeirra. Þrátt fyrir útgöngubann í Minneapolis, þar sem Floyd dó, hefur komið til átaka á milli mótmælenda og lögreglu. Reuters segir um 500 mótmælendur hafa hunsað útgöngubannið og mótmælt við brunarústir lögreglustöðvar sem kveikt var í á dögunum. Lögregluþjónar skutu táragasi og plastkúlum að mótmælendum til að dreifa þeim. Mótmælendur komu einnig saman við aðra lögreglustöð í borginni þar til þeim var einnig dreift með táragasi og plastkúlum. Kveikt var í nærliggjandi banka og pósthúsi. Tim Walz, ríkisstjóri Minnesota, hvatti fólk til að fara heim í morgun, bæði á Twitter og á blaðamannafundi. Hann sagði ástandið vera orðið hættulegt og ekki væri hægt að búa við það lengur. You need to go home. Minnesota Gov. Tim Walz delivers a late night address to his state as protests over the death of George Floyd continue in Minneapolis and around the country.Follow live updates: https://t.co/SYSCXPMlDC pic.twitter.com/2WwCYF4qLZ— CNN (@CNN) May 30, 2020
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Dauði George Floyd Mest lesið Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Sjá meira