Tvíburasystur eiga von á börnum með dags millibili Sylvía Hall skrifar 29. maí 2020 22:32 Steinunn og Stefanía munu báðar eignast börn í byrjun desember. Þær eru spenntar fyrir komandi mánuðum og hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. Facebook Tvíburarsysturnar Stefanía og Steinunn Svavarsdætur tilkynntu ættingjum og vinum í dag að þær ættu báðar von á börnum. Systurnar virðast vera ansi samstíga enda er settur dagur hjá þeim báðum í byrjun desember. „Við systur höfðum ýmislegt í hyggju fyrir þetta ár en alheimurinn hafði heldur betur annað í huga. Lítil tvíburasystrabörn eru áætluð í heiminn 2. og 3. desember,“ skrifar Stefanía á Facebook-síðu sína við góðar undirtektir. Í samtali við Vísi segir Stefanía þetta hafa komið þeim verulega á óvart. Systurnar tóku óléttupróf með dags millibili svo þær hafa verið samstíga í gegnum ferlið frá upphafi. Stefanía segist spennt fyrir komandi mánuðum og þær hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. „Það er mjög gaman að vera eiginlega nákvæmlega sama dag. Það er alltaf það sama að gerast og það væri frábært að fara í gegnum svona með vinkonu sinni, og hvað þá tvíburasystur.“ Stefanía á 17 mánaða barn fyrir en þetta er fyrsta barn Steinunnar. Sjálf hélt Stefanía að hún myndi klára barneignir áður en Steinunn færi að eiga börn en hún geti nú stutt við systur sína og miðlað reynslu sinni af fyrri meðgöngu. „Maður er miklu slakari með annað barn. Ég finn það að ég ligg ekki yfir öllum barnaöppum allan daginn og er miklu slakari með allt en hún hefur leitað til mín og spurt mig út í allskonar,“ segir Stefanía. Þá fagnar hún því að börnin muni að öllum líkindum eiga leikfélaga í hvort öðru, enda hafi þær systur alltaf getað treyst á hvora aðra. Því gæti myndast samskonar tvíburastemning og þær upplifðu í æsku, enda stefnir allt í að þær fari saman í gegnum þetta ferðalag sem meðgangan er og verði jafnvel saman á fæðingardeildinni þegar þar að kemur. „Það væri draumurinn,“ segir Stefanía. Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Tvíburarsysturnar Stefanía og Steinunn Svavarsdætur tilkynntu ættingjum og vinum í dag að þær ættu báðar von á börnum. Systurnar virðast vera ansi samstíga enda er settur dagur hjá þeim báðum í byrjun desember. „Við systur höfðum ýmislegt í hyggju fyrir þetta ár en alheimurinn hafði heldur betur annað í huga. Lítil tvíburasystrabörn eru áætluð í heiminn 2. og 3. desember,“ skrifar Stefanía á Facebook-síðu sína við góðar undirtektir. Í samtali við Vísi segir Stefanía þetta hafa komið þeim verulega á óvart. Systurnar tóku óléttupróf með dags millibili svo þær hafa verið samstíga í gegnum ferlið frá upphafi. Stefanía segist spennt fyrir komandi mánuðum og þær hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. „Það er mjög gaman að vera eiginlega nákvæmlega sama dag. Það er alltaf það sama að gerast og það væri frábært að fara í gegnum svona með vinkonu sinni, og hvað þá tvíburasystur.“ Stefanía á 17 mánaða barn fyrir en þetta er fyrsta barn Steinunnar. Sjálf hélt Stefanía að hún myndi klára barneignir áður en Steinunn færi að eiga börn en hún geti nú stutt við systur sína og miðlað reynslu sinni af fyrri meðgöngu. „Maður er miklu slakari með annað barn. Ég finn það að ég ligg ekki yfir öllum barnaöppum allan daginn og er miklu slakari með allt en hún hefur leitað til mín og spurt mig út í allskonar,“ segir Stefanía. Þá fagnar hún því að börnin muni að öllum líkindum eiga leikfélaga í hvort öðru, enda hafi þær systur alltaf getað treyst á hvora aðra. Því gæti myndast samskonar tvíburastemning og þær upplifðu í æsku, enda stefnir allt í að þær fari saman í gegnum þetta ferðalag sem meðgangan er og verði jafnvel saman á fæðingardeildinni þegar þar að kemur. „Það væri draumurinn,“ segir Stefanía.
Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira