Tvíburasystur eiga von á börnum með dags millibili Sylvía Hall skrifar 29. maí 2020 22:32 Steinunn og Stefanía munu báðar eignast börn í byrjun desember. Þær eru spenntar fyrir komandi mánuðum og hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. Facebook Tvíburarsysturnar Stefanía og Steinunn Svavarsdætur tilkynntu ættingjum og vinum í dag að þær ættu báðar von á börnum. Systurnar virðast vera ansi samstíga enda er settur dagur hjá þeim báðum í byrjun desember. „Við systur höfðum ýmislegt í hyggju fyrir þetta ár en alheimurinn hafði heldur betur annað í huga. Lítil tvíburasystrabörn eru áætluð í heiminn 2. og 3. desember,“ skrifar Stefanía á Facebook-síðu sína við góðar undirtektir. Í samtali við Vísi segir Stefanía þetta hafa komið þeim verulega á óvart. Systurnar tóku óléttupróf með dags millibili svo þær hafa verið samstíga í gegnum ferlið frá upphafi. Stefanía segist spennt fyrir komandi mánuðum og þær hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. „Það er mjög gaman að vera eiginlega nákvæmlega sama dag. Það er alltaf það sama að gerast og það væri frábært að fara í gegnum svona með vinkonu sinni, og hvað þá tvíburasystur.“ Stefanía á 17 mánaða barn fyrir en þetta er fyrsta barn Steinunnar. Sjálf hélt Stefanía að hún myndi klára barneignir áður en Steinunn færi að eiga börn en hún geti nú stutt við systur sína og miðlað reynslu sinni af fyrri meðgöngu. „Maður er miklu slakari með annað barn. Ég finn það að ég ligg ekki yfir öllum barnaöppum allan daginn og er miklu slakari með allt en hún hefur leitað til mín og spurt mig út í allskonar,“ segir Stefanía. Þá fagnar hún því að börnin muni að öllum líkindum eiga leikfélaga í hvort öðru, enda hafi þær systur alltaf getað treyst á hvora aðra. Því gæti myndast samskonar tvíburastemning og þær upplifðu í æsku, enda stefnir allt í að þær fari saman í gegnum þetta ferðalag sem meðgangan er og verði jafnvel saman á fæðingardeildinni þegar þar að kemur. „Það væri draumurinn,“ segir Stefanía. Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira
Tvíburarsysturnar Stefanía og Steinunn Svavarsdætur tilkynntu ættingjum og vinum í dag að þær ættu báðar von á börnum. Systurnar virðast vera ansi samstíga enda er settur dagur hjá þeim báðum í byrjun desember. „Við systur höfðum ýmislegt í hyggju fyrir þetta ár en alheimurinn hafði heldur betur annað í huga. Lítil tvíburasystrabörn eru áætluð í heiminn 2. og 3. desember,“ skrifar Stefanía á Facebook-síðu sína við góðar undirtektir. Í samtali við Vísi segir Stefanía þetta hafa komið þeim verulega á óvart. Systurnar tóku óléttupróf með dags millibili svo þær hafa verið samstíga í gegnum ferlið frá upphafi. Stefanía segist spennt fyrir komandi mánuðum og þær hlakka til að fara í gegnum ferlið saman. „Það er mjög gaman að vera eiginlega nákvæmlega sama dag. Það er alltaf það sama að gerast og það væri frábært að fara í gegnum svona með vinkonu sinni, og hvað þá tvíburasystur.“ Stefanía á 17 mánaða barn fyrir en þetta er fyrsta barn Steinunnar. Sjálf hélt Stefanía að hún myndi klára barneignir áður en Steinunn færi að eiga börn en hún geti nú stutt við systur sína og miðlað reynslu sinni af fyrri meðgöngu. „Maður er miklu slakari með annað barn. Ég finn það að ég ligg ekki yfir öllum barnaöppum allan daginn og er miklu slakari með allt en hún hefur leitað til mín og spurt mig út í allskonar,“ segir Stefanía. Þá fagnar hún því að börnin muni að öllum líkindum eiga leikfélaga í hvort öðru, enda hafi þær systur alltaf getað treyst á hvora aðra. Því gæti myndast samskonar tvíburastemning og þær upplifðu í æsku, enda stefnir allt í að þær fari saman í gegnum þetta ferðalag sem meðgangan er og verði jafnvel saman á fæðingardeildinni þegar þar að kemur. „Það væri draumurinn,“ segir Stefanía.
Börn og uppeldi Frjósemi Mest lesið Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið Svona heldur Rakel sér unglegri Lífið Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lífið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Fleiri fréttir Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Sjá meira