Heilbrigðisþjónusta ríkisrekin og ekki ríkisrekin Sigurður Páll Jónsson skrifar 29. maí 2020 18:30 Umsvif heilbrigðisþjónustu hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum og áratugum. Tækniframfarir á öllum sviðum heilbrigðismála eru og hafa verið í örri þróun sem gerir möguleika okkar að fást við hina ýmsu sjúkdóma bæði líkamlega og andlega á mun árangursríkari hátt en áður var. Þetta er gleðiefni, þó koma upp sjúkdómar eins og sá sem nú skekur heiminn, Covid-19 sem setur allt mannlegt samfélag á móður jörð á hliðina. Þetta kennir manni að vanmáttur mannsins gegn lífinu er hnattrænn. Hér á Íslandi er árangur við þessa veiru gríðarlega aðdáunarverður og ber að þakka fyrir það. Heilbrigðiskerfið hér á landi hefur verið ríkisrekið í bland við einka- og félagarekstur og gengið bærilega. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa stjórnendur fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru ríkisrekin kvartað yfir sinni stöðu gagnvart hinu opinbera og þá helst heilbrigðisráðuneytinu. Það er eins og ráðherra heilbrigðismála sjái „rautt“ ef viðkomandi heilbrigðisþjónusta er ekki ríkisrekin. Vill heilbrigðisráherra að hjúkrunar- og dvalarheimili, fíknmeðferðir, sjúkraþjálfun og önnur heilbrigðisþjónusta sem ekki er ríkisrekin verði komið fyrir í fangi ríkisins. Væri það ódýrara fyrir skattgreiðendur okkar lands? Í kastljósþætti kom fram hjá Kára Stefánssyni að hans fyrirtæki, Erfðagreining kæmi ekki að frekari skimunum nema af beiðni Þórólf sóttvarnalæknis. Erfðagreining á stóran þátt í því hvað vel hefur gengið í baráttunni við Covid-19 en að sögn Kára ekki fengið svo mikið sem „takk“ frá heilbrigðisráðherra. Samtök félaga í velferðarþjónustu sem halda úti þjónustu hjúkrunar- og dvalarheimila hafa lyft grettistaki í þeim árangri að halda sýkingum frá hjúkrunarheimilunum í covid-19 fárinu og því hefur fylgt mikil kostnaður. Þau haf þurft að gera tvíbýli að einbýli, og orðið þar af leiðandi af þeim af tekjum frá ríkinu vegna minni nýtingu dvalarrýma út af 2 metra reglu út af Covid-19. Ríkið greiðir ekki fyrir þjónustu dvalarýma nema þau séu nýtt, þannig að minni nýting rýma vegna Covid-19 hefur rýrt tekjur hjúkrunarheimila sem því nemur. þar hefur starfsfólk lagt á sig mikla aukavinnu til að mæta því ástandi sem veiran hefur haft í fór með sér. Í tíð núverandi ríkisstjórna hefur orðið raun lækkun á daggjöldum til hjúkrunarheimila þrátt fyrir skýr fyrirheit í stjórnarsáttmálanum um annað. Ítrekað hefur verið leitað eftir leiðréttingu á því en ekki fengist. Hrópandi er sá munur á daggjöldum sem heimilin fá til móts við þann kostnað sem t.d. kostar ríkið (Landspítala) að reka Vífilsstaði og hafa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu ítrekað bent á þann mismun. Hjúkrunarheimili á Íslandi og starfmenn þeirra hafa sýnt það og sannað nú á tímum Covid-19 hverslags úrvalsstarfsemi fer fram á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Staðan á hjúkrunarheimilum hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd er sláandi. Starfsfólki hjúkrunarheimila ber að þakka og er rétt að taka fram að heimilin sáu til þess með framgöngu sinni að álag á sjúkrahúsum og þá sérstaklega Landspítala varð minn en reikna mátti með. Rekstrarform það sem mörg heimilin starfa innan, svokallað sjálfseignarstofnanaform, hefur sannað gildi sitt í gegnum árin og áratugina, ríkið á ekki að standa í slíkum rekstri þó það greiði að sjálfsögðu fyrir þjónustuna. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa sannað tilverurétt sinn með sinni framgöngu og hagsmunabaráttu fyrir hjúkrunarheimili landsins, burtséð frá baklandi og rekstrarformi hvers og eins heimilis. Formfesta ætti samskipti ríkisvaldsins enn frekar við heimilin þannig að samráð og samvinna yrði tryggð með bestum og skýrustum hætti til framtíðar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Sigurður Páll Jónsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Umsvif heilbrigðisþjónustu hefur tekið gríðarlegum breytingum á síðustu árum og áratugum. Tækniframfarir á öllum sviðum heilbrigðismála eru og hafa verið í örri þróun sem gerir möguleika okkar að fást við hina ýmsu sjúkdóma bæði líkamlega og andlega á mun árangursríkari hátt en áður var. Þetta er gleðiefni, þó koma upp sjúkdómar eins og sá sem nú skekur heiminn, Covid-19 sem setur allt mannlegt samfélag á móður jörð á hliðina. Þetta kennir manni að vanmáttur mannsins gegn lífinu er hnattrænn. Hér á Íslandi er árangur við þessa veiru gríðarlega aðdáunarverður og ber að þakka fyrir það. Heilbrigðiskerfið hér á landi hefur verið ríkisrekið í bland við einka- og félagarekstur og gengið bærilega. Á yfirstandandi kjörtímabili hafa stjórnendur fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu sem ekki eru ríkisrekin kvartað yfir sinni stöðu gagnvart hinu opinbera og þá helst heilbrigðisráðuneytinu. Það er eins og ráðherra heilbrigðismála sjái „rautt“ ef viðkomandi heilbrigðisþjónusta er ekki ríkisrekin. Vill heilbrigðisráherra að hjúkrunar- og dvalarheimili, fíknmeðferðir, sjúkraþjálfun og önnur heilbrigðisþjónusta sem ekki er ríkisrekin verði komið fyrir í fangi ríkisins. Væri það ódýrara fyrir skattgreiðendur okkar lands? Í kastljósþætti kom fram hjá Kára Stefánssyni að hans fyrirtæki, Erfðagreining kæmi ekki að frekari skimunum nema af beiðni Þórólf sóttvarnalæknis. Erfðagreining á stóran þátt í því hvað vel hefur gengið í baráttunni við Covid-19 en að sögn Kára ekki fengið svo mikið sem „takk“ frá heilbrigðisráðherra. Samtök félaga í velferðarþjónustu sem halda úti þjónustu hjúkrunar- og dvalarheimila hafa lyft grettistaki í þeim árangri að halda sýkingum frá hjúkrunarheimilunum í covid-19 fárinu og því hefur fylgt mikil kostnaður. Þau haf þurft að gera tvíbýli að einbýli, og orðið þar af leiðandi af þeim af tekjum frá ríkinu vegna minni nýtingu dvalarrýma út af 2 metra reglu út af Covid-19. Ríkið greiðir ekki fyrir þjónustu dvalarýma nema þau séu nýtt, þannig að minni nýting rýma vegna Covid-19 hefur rýrt tekjur hjúkrunarheimila sem því nemur. þar hefur starfsfólk lagt á sig mikla aukavinnu til að mæta því ástandi sem veiran hefur haft í fór með sér. Í tíð núverandi ríkisstjórna hefur orðið raun lækkun á daggjöldum til hjúkrunarheimila þrátt fyrir skýr fyrirheit í stjórnarsáttmálanum um annað. Ítrekað hefur verið leitað eftir leiðréttingu á því en ekki fengist. Hrópandi er sá munur á daggjöldum sem heimilin fá til móts við þann kostnað sem t.d. kostar ríkið (Landspítala) að reka Vífilsstaði og hafa Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu ítrekað bent á þann mismun. Hjúkrunarheimili á Íslandi og starfmenn þeirra hafa sýnt það og sannað nú á tímum Covid-19 hverslags úrvalsstarfsemi fer fram á hjúkrunarheimilum á Íslandi. Staðan á hjúkrunarheimilum hér á landi í samanburði við ýmis nágrannalönd er sláandi. Starfsfólki hjúkrunarheimila ber að þakka og er rétt að taka fram að heimilin sáu til þess með framgöngu sinni að álag á sjúkrahúsum og þá sérstaklega Landspítala varð minn en reikna mátti með. Rekstrarform það sem mörg heimilin starfa innan, svokallað sjálfseignarstofnanaform, hefur sannað gildi sitt í gegnum árin og áratugina, ríkið á ekki að standa í slíkum rekstri þó það greiði að sjálfsögðu fyrir þjónustuna. Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu hafa sannað tilverurétt sinn með sinni framgöngu og hagsmunabaráttu fyrir hjúkrunarheimili landsins, burtséð frá baklandi og rekstrarformi hvers og eins heimilis. Formfesta ætti samskipti ríkisvaldsins enn frekar við heimilin þannig að samráð og samvinna yrði tryggð með bestum og skýrustum hætti til framtíðar. Höfundur er þingmaður Miðflokksins.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun