Fljótasta kona landsins vinnur hjá skattinum í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. maí 2020 09:00 Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss. Hér sést hún í þættinum „Á æfingu“ sem er vefþáttur Frjálsíþróttasambands Íslands. Skjámynd/Youtube Frjálsíþróttasambandið fór á æfingu hjá spretthlauparanum Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur í nýjasta vefþætti sínum „Á æfingu“ en þættirnir birtast á samfélagsmiðlum sambandsins. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er einn besti spretthlaupari sem Ísland hefur átt og það getum við sagt þótt hún sé enn bara átján ára gömul. Hún á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss ásamt Tiönu Ósk Whitworth. Guðbjörg Jóna hefur keppt á nokkrum stórmótum unglinga og unnið sér inn gull á EM U18 í 100 metra hlaupi og á Ólympíuleikum æskunnar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg var líka valin frjálsíþróttakona ársins 2019. „Ég er að æfa fyrir hundrað og tvö hundruð, allavega eins og er,“ sagði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í byrjun þáttarins „Á æfingu“ þar sem er fylgst með henni æfa fyrir íþrótt sína. „Mig minnir að ég hafi byrjað að æfa frjálsar þegar ég var tíu ára. Ég fór með vinkonu minni af því að hún vildi ekki vera ein. Svo hætti hún en ég hélt áfram,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég byrjaði að æfa hjá Ármanni en fór svo að æfa hjá ÍR út af því að þau voru eina félagið sem var með sumarnámskeið,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég var núna að klára MH en annars var ég alltaf bara í skólanum. Ég fór svo á æfingar og svo að læra ef ég nennti því. Núna út af samkomubanninu þá er ég bara búin að vera læra en hef æft tvisvar á dag eða eins mikið og ég get,“ sagði Guðbjörg Jóna sem er búinn að finna sér athyglisverða vinnu í sumar. „Svo á sumrin vinn ég hjá skattinum og fer síðan á æfingar,“ sagði Guðbjörg Jóna en hvað með framhaldið. „Ég ætla í sálfræði og ætla að sækja um í HR. Vonandi kemst ég inn þar,“ sagði Guðbjörg Jóna. Hún hefur verið að vinna sig út úr meiðslum. „Ég er búin að að vera að reyna að ná mér eftir að ég fékk beinbjúg í ristina,“ sagði Guðbjörg Jóna sem segist vera fjórum vikum á eftir öllum hinum. Guðbjörg Jóna hefur unnið mörg afrek á ferlinum þrátt fyrir ungan aldur en það er eitt sem hún hugsar alltaf um. „Besta afrekið mitt var þegar ég vann EM. Ég var alls ekkert að búast við því. Ég hélt ég myndi verða þannig íþróttamaður að ég myndi ekki vinna neitt á stórmótum eins og EM og þannig,“ sagði Guðbjörg Jóna sem var þá nýkomin til baka eftir erfið meiðsli. „Þetta var mjög óvænt enda sést það líka á því að ég fór að hágráta,“ sagði Guðbjörg Jóna. Það má finna allt viðtalið við Guðbjörgu Jónu hér fyrir neðan. watch on YouTube Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira
Frjálsíþróttasambandið fór á æfingu hjá spretthlauparanum Guðbjörgu Jónu Bjarnadóttur í nýjasta vefþætti sínum „Á æfingu“ en þættirnir birtast á samfélagsmiðlum sambandsins. Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir er einn besti spretthlaupari sem Ísland hefur átt og það getum við sagt þótt hún sé enn bara átján ára gömul. Hún á bæði Íslandsmetið í 100 og 200 metra hlaupi utanhúss og í 60 metra hlaupi innanhúss ásamt Tiönu Ósk Whitworth. Guðbjörg Jóna hefur keppt á nokkrum stórmótum unglinga og unnið sér inn gull á EM U18 í 100 metra hlaupi og á Ólympíuleikum æskunnar í 200 metra hlaupi. Guðbjörg var líka valin frjálsíþróttakona ársins 2019. „Ég er að æfa fyrir hundrað og tvö hundruð, allavega eins og er,“ sagði Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í byrjun þáttarins „Á æfingu“ þar sem er fylgst með henni æfa fyrir íþrótt sína. „Mig minnir að ég hafi byrjað að æfa frjálsar þegar ég var tíu ára. Ég fór með vinkonu minni af því að hún vildi ekki vera ein. Svo hætti hún en ég hélt áfram,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég byrjaði að æfa hjá Ármanni en fór svo að æfa hjá ÍR út af því að þau voru eina félagið sem var með sumarnámskeið,“ sagði Guðbjörg Jóna. „Ég var núna að klára MH en annars var ég alltaf bara í skólanum. Ég fór svo á æfingar og svo að læra ef ég nennti því. Núna út af samkomubanninu þá er ég bara búin að vera læra en hef æft tvisvar á dag eða eins mikið og ég get,“ sagði Guðbjörg Jóna sem er búinn að finna sér athyglisverða vinnu í sumar. „Svo á sumrin vinn ég hjá skattinum og fer síðan á æfingar,“ sagði Guðbjörg Jóna en hvað með framhaldið. „Ég ætla í sálfræði og ætla að sækja um í HR. Vonandi kemst ég inn þar,“ sagði Guðbjörg Jóna. Hún hefur verið að vinna sig út úr meiðslum. „Ég er búin að að vera að reyna að ná mér eftir að ég fékk beinbjúg í ristina,“ sagði Guðbjörg Jóna sem segist vera fjórum vikum á eftir öllum hinum. Guðbjörg Jóna hefur unnið mörg afrek á ferlinum þrátt fyrir ungan aldur en það er eitt sem hún hugsar alltaf um. „Besta afrekið mitt var þegar ég vann EM. Ég var alls ekkert að búast við því. Ég hélt ég myndi verða þannig íþróttamaður að ég myndi ekki vinna neitt á stórmótum eins og EM og þannig,“ sagði Guðbjörg Jóna sem var þá nýkomin til baka eftir erfið meiðsli. „Þetta var mjög óvænt enda sést það líka á því að ég fór að hágráta,“ sagði Guðbjörg Jóna. Það má finna allt viðtalið við Guðbjörgu Jónu hér fyrir neðan. watch on YouTube
Frjálsar íþróttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Körfubolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Uppgjörið: KR - Haukar 70-92 | Haukar sigu fram úr í seinni hálfleik og unnu sannfærandi sigur Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Amanda fagnaði stigi gegn ensku meisturunum Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 95-92 | Mikil spenna í Síkinu Cecilía og Karólína komnar inn um dyrnar Salah sendi Egypta á HM Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Björgvin Brimi í Víking Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sektaður um tólf milljónir fyrir að lesa yfir eigin leikmanni Sagði 28 ára skilið við fótboltann og sér ekki eftir neinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Varaforseti EHF handtekinn „Særði fólk mikið með því að fara til Sádi-Arabíu“ Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Kane vill spila í Grindavík: „Flestir okkar hafa engar áhyggjur af þessu“ Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Sjá meira