Neyðarlínan krefur borgarfulltrúa um afsökunarbeiðni vegna „grófra og meiðandi ásakana“ Andri Eysteinsson skrifar 28. maí 2020 17:17 Dóra Björt Guðjónsdóttir er oddviti Pírata í Borgarstjórn. Vísir/Vilhelm Neyðarlínan krefur Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar sem hún lét falla í morgunþætti Rásar 2 í morgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingunni segir að Dóra hafi í þættinum kosið að setja fram „grófar en tilhæfulausar ásakanir á hendur starfsfólki Neyðarlínunnar vegna viðbragða Neyðarlínunnar í máli þar sem óskað var eftir aðstoð vegna ölvunarástands. Velti borgarfulltrúinn þar upp hvort viðbrögðin væru lituð af kvenfyrirlitningu og/eða andúð á útlendingum. „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum, enda staðfesti borgarfulltrúinn í viðtalinu að hún hafi ekki leitað upplýsinga um málið áður en hún kaus að setja fram grófar og meiðandi ásakanir í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingunni. Atvikið sem um ræðir laut að aðstoð vegna ölvunarástandi ungra stúlkna. Í yfirlýsingunni segir að beiðni um aðstoð hafi þegar verið komin lögreglu sem hafi sent lögreglubíl á vettvang. Eftir að símtal barst þar sem greint var frá því að viðkomandi andaði ekki hafi tveir sjúkrabílar verið kvaddir á vettvang með forgangsakstri. „Stúlkunum var komið til bjargar átta mínútum eftir að fyrst var beðið um aðstoð og nokkrum mínútum seinna voru þær komnar á bráðadeild Landspítala. Færslur sýna að viðbrögð neyðarliða, lögreglu og sjúkraliða voru í senn fumlaus og hröð. Ásakanir borgarfulltrúa eiga sér því enga stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að Dóra Björt hafi farið fram á að fulltrúi Neyðarlínunnar mætti á nefndarfund og kynnti þar verklag þjónustunnar. Fundurinn var haldinn í dag og var þar farið ítarlega yfir atburðarás í málinu sem um ræðir. „Farið var vandlega yfir atburðarás í því máli sem borgarfulltrúinn hafið kosið að ræða við almenning á Rás 2 í morgun, áður en hún kynnti sér málið. Neyðarlínan fer fram á afsökunarbeiðni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur vegna ósannra og meiðandi ummæla hennar,“ segir í lok yfirlýsingarinnar. Borgarstjórn Lögreglumál Sjúkraflutningar Fjölmiðlar Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Neyðarlínan krefur Dóru Björt Guðjónsdóttur, borgarfulltrúa Pírata, um afsökunarbeiðni vegna ummæla hennar sem hún lét falla í morgunþætti Rásar 2 í morgun. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Neyðarlínunni. Í yfirlýsingunni segir að Dóra hafi í þættinum kosið að setja fram „grófar en tilhæfulausar ásakanir á hendur starfsfólki Neyðarlínunnar vegna viðbragða Neyðarlínunnar í máli þar sem óskað var eftir aðstoð vegna ölvunarástands. Velti borgarfulltrúinn þar upp hvort viðbrögðin væru lituð af kvenfyrirlitningu og/eða andúð á útlendingum. „Þessar ásakanir eiga sér auðvitað enga stoð í raunveruleikanum, enda staðfesti borgarfulltrúinn í viðtalinu að hún hafi ekki leitað upplýsinga um málið áður en hún kaus að setja fram grófar og meiðandi ásakanir í fjölmiðlum,“ segir í yfirlýsingunni. Atvikið sem um ræðir laut að aðstoð vegna ölvunarástandi ungra stúlkna. Í yfirlýsingunni segir að beiðni um aðstoð hafi þegar verið komin lögreglu sem hafi sent lögreglubíl á vettvang. Eftir að símtal barst þar sem greint var frá því að viðkomandi andaði ekki hafi tveir sjúkrabílar verið kvaddir á vettvang með forgangsakstri. „Stúlkunum var komið til bjargar átta mínútum eftir að fyrst var beðið um aðstoð og nokkrum mínútum seinna voru þær komnar á bráðadeild Landspítala. Færslur sýna að viðbrögð neyðarliða, lögreglu og sjúkraliða voru í senn fumlaus og hröð. Ásakanir borgarfulltrúa eiga sér því enga stoð,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir einnig að Dóra Björt hafi farið fram á að fulltrúi Neyðarlínunnar mætti á nefndarfund og kynnti þar verklag þjónustunnar. Fundurinn var haldinn í dag og var þar farið ítarlega yfir atburðarás í málinu sem um ræðir. „Farið var vandlega yfir atburðarás í því máli sem borgarfulltrúinn hafið kosið að ræða við almenning á Rás 2 í morgun, áður en hún kynnti sér málið. Neyðarlínan fer fram á afsökunarbeiðni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur vegna ósannra og meiðandi ummæla hennar,“ segir í lok yfirlýsingarinnar.
Borgarstjórn Lögreglumál Sjúkraflutningar Fjölmiðlar Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Fleiri fréttir Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent