Rosalegustu félagaskipti í sögu norsks handbolta – Abalo kemur í stað Sigvalda Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2020 17:12 Luc Abalo hefur meðal annars tvívegis orðið Ólympíumeistari með Frökkum. VÍSIR/GETTY Luc Abalo, sem átta sinnum hefur unnið gullverðlaun á stórmóti með Frakklandi, er genginn í raðir norska handknattleiksliðsins Elverum þar sem hann mun fylla skarð Sigvalda Björns Guðjónssonar. Sigvaldi er farinn til pólsku meistaranna í Vive Kielce og í hans stað kemur stærsta stjarna sem spilað hefur í Noregi. Um það verður líklega ekki deilt. „Þetta eru stærstu félagaskipti sem hafa átt sér stað í norskum handbolta, um það er ég handviss,“ segir Nils Kristian Myhre, íþróttastjóri Elverum, og handboltasérfræðingurinn Bent Svele tekur undir það í viðtali við TV2. „Þetta er óraunverulegt. Ég hefði ekki trúað því að það væri mögulegt að fá leikmann í þessum flokki í norskt félagslið. Þetta er án vafa stærsta félagaskiptafrétt handboltasögunnar hérna, enda um heimsþekkta stjörnu að ræða. Þetta er viðurkenning og verður mikil veisla að fá svona leikmann til Noregs,“ sagði Svele. Transfer bomb The French national player of @psghand, @lucabalo, joins the Norwegian League club Elverum HH on a 1-year contract for the upcoming season. : @ElverumHandball #handball pic.twitter.com/DOjq9XeI0e— Hballtransfers (@Hballtransfers) May 28, 2020 Abalo, sem er 35 ára, hefur leikið 262 landsleiki og skorað yfir 800 mörk. Auk þess að vinna samtals átta gullverðlaun á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum, hefur hann náð góðum árangri með félagsliðum og meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu með Ciudad Real. Hann var síðast hjá PSG. „Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi eiga eftir að spila í Noregi en þetta reyndist vera sú áskorun sem ég vissi ekki af,“ sagði Abalo. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en eftir að þeim var frestað um eitt ár ákvað hann að halda áfram og grípa tækifærið sem bauðst í Noregi. Franski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Luc Abalo, sem átta sinnum hefur unnið gullverðlaun á stórmóti með Frakklandi, er genginn í raðir norska handknattleiksliðsins Elverum þar sem hann mun fylla skarð Sigvalda Björns Guðjónssonar. Sigvaldi er farinn til pólsku meistaranna í Vive Kielce og í hans stað kemur stærsta stjarna sem spilað hefur í Noregi. Um það verður líklega ekki deilt. „Þetta eru stærstu félagaskipti sem hafa átt sér stað í norskum handbolta, um það er ég handviss,“ segir Nils Kristian Myhre, íþróttastjóri Elverum, og handboltasérfræðingurinn Bent Svele tekur undir það í viðtali við TV2. „Þetta er óraunverulegt. Ég hefði ekki trúað því að það væri mögulegt að fá leikmann í þessum flokki í norskt félagslið. Þetta er án vafa stærsta félagaskiptafrétt handboltasögunnar hérna, enda um heimsþekkta stjörnu að ræða. Þetta er viðurkenning og verður mikil veisla að fá svona leikmann til Noregs,“ sagði Svele. Transfer bomb The French national player of @psghand, @lucabalo, joins the Norwegian League club Elverum HH on a 1-year contract for the upcoming season. : @ElverumHandball #handball pic.twitter.com/DOjq9XeI0e— Hballtransfers (@Hballtransfers) May 28, 2020 Abalo, sem er 35 ára, hefur leikið 262 landsleiki og skorað yfir 800 mörk. Auk þess að vinna samtals átta gullverðlaun á Ólympíuleikum, heimsmeistaramótum og Evrópumeistaramótum, hefur hann náð góðum árangri með félagsliðum og meðal annars unnið Meistaradeild Evrópu með Ciudad Real. Hann var síðast hjá PSG. „Ég hefði aldrei trúað því að ég myndi eiga eftir að spila í Noregi en þetta reyndist vera sú áskorun sem ég vissi ekki af,“ sagði Abalo. Hann ætlaði að leggja skóna á hilluna eftir Ólympíuleikana í Tókýó í sumar en eftir að þeim var frestað um eitt ár ákvað hann að halda áfram og grípa tækifærið sem bauðst í Noregi.
Franski handboltinn Norski handboltinn Mest lesið „Staða mín er svolítið erfið“ Fótbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Enski boltinn Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira