Stofna nýtt rekstrarfélag um Reykjalund Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2020 12:35 Fjallað var mikið um málefni Reykjalundar í haust og vetur, sem einkenndust af ólgu og ósætti milli starfsfólks stofnunarinnar og stjórnar SÍBS. Vísir/Vilhelm Sérstakt félag um rekstur endurhæfingarþjónustu á Reykjalundi hefur verið stofnað og er því ætlað að vera óhagnaðardrifið einkahlutafélag með sérstaka stjórn sem verður óháð stjórn SÍBS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjalundi, en líkt og áður hefur verið tilkynnt hefur Pétur Magnússon verið ráðinn forstjóri og kemur hann til starfa 1. júní næstkomandi. Mikill styr hefur staðið um rekstur Reykjalundar síðustu misserin, en heilbrigðisráðherra tilnefndi í nóvember síðastliðinn starfsstjórn yfir stofnuninni til að stýra henni á meðan unnið væri að endurskoðun stjórnskipulags stofnunarinnar sem var samstarfsverkefni starfsstjórnar og SÍBS, eiganda Reykjalundar. Starfsfólki tilkynnt í morgun um breytingarnar Starfsfólki Reykjalundar var í morgun kynnt framtíðarfyrirkomulag stjórnunar endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Var þar kynnt nýtt skipurit sem tekur gildi 1. júní og hafi verið unnið var í samráði við starfsfólk. Haft er eftir Stefáni Yngvasyni, formanni starfsstjórnar, að hann sé er ánægður með ávinning af starfi starfsstjórnarinnar og að hann sé sannfærður um að tekist hafi að finna mjög farsæla lausn. Í tilkynningunni segir að hlutverk SÍBS til framtíðar sem eiganda Reykjalundar verði fyrst og fremst að fjármagna uppbyggingu á staðnum. Daglegur rekstur endurhæfingarþjónustunnar muni áfram byggjast á samningi við Sjúkratryggingar Íslands, þar sem tryggt verði að launakjör, lífeyrisréttindi og önnur réttindi og skyldur starfsmanna Reykjalundar haldist óbreytt hjá nýja félaginu. Gunnar Ármannsson, Anna Stefánsdóttir, Pétur Magnússon, Haraldur Sverrisson og Arna Harðardóttir.Reykjalundur Stjórn hins nýja hlutafélags skipa Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, formaður Gunnar Ármannsson, lögmaður, meðstjórnandi Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, meðstjórnandi Arna Harðardóttir, sjúkraþjálfari, varamaður Ósætti milli starfsfólks og stjórnar SÍBS Mikið var fjallað um málefni Reykjalundar í haust og vetur, sem einkenndust af ólgu og ósætti milli starfsfólks stofnunarinnar og stjórnar SÍBS. Málið komst fyrst í fjölmiðla eftir að Birgi Gunnarssyni, sem þá hafði verið forstjóri Reykjalundar í tólf ár, var óvænt sagt upp störfum af stjórn SÍBS. Þá var Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, einnig sagt skyndilega upp. Í kjölfarið var Herdís Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Reykjalundar og Ólafur Þór Ævarsson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga. Herdís og Ólafur sögðu þó bæði störfum sínum lausum eftir skamman tíma í starfi. Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Sérstakt félag um rekstur endurhæfingarþjónustu á Reykjalundi hefur verið stofnað og er því ætlað að vera óhagnaðardrifið einkahlutafélag með sérstaka stjórn sem verður óháð stjórn SÍBS. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Reykjalundi, en líkt og áður hefur verið tilkynnt hefur Pétur Magnússon verið ráðinn forstjóri og kemur hann til starfa 1. júní næstkomandi. Mikill styr hefur staðið um rekstur Reykjalundar síðustu misserin, en heilbrigðisráðherra tilnefndi í nóvember síðastliðinn starfsstjórn yfir stofnuninni til að stýra henni á meðan unnið væri að endurskoðun stjórnskipulags stofnunarinnar sem var samstarfsverkefni starfsstjórnar og SÍBS, eiganda Reykjalundar. Starfsfólki tilkynnt í morgun um breytingarnar Starfsfólki Reykjalundar var í morgun kynnt framtíðarfyrirkomulag stjórnunar endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Var þar kynnt nýtt skipurit sem tekur gildi 1. júní og hafi verið unnið var í samráði við starfsfólk. Haft er eftir Stefáni Yngvasyni, formanni starfsstjórnar, að hann sé er ánægður með ávinning af starfi starfsstjórnarinnar og að hann sé sannfærður um að tekist hafi að finna mjög farsæla lausn. Í tilkynningunni segir að hlutverk SÍBS til framtíðar sem eiganda Reykjalundar verði fyrst og fremst að fjármagna uppbyggingu á staðnum. Daglegur rekstur endurhæfingarþjónustunnar muni áfram byggjast á samningi við Sjúkratryggingar Íslands, þar sem tryggt verði að launakjör, lífeyrisréttindi og önnur réttindi og skyldur starfsmanna Reykjalundar haldist óbreytt hjá nýja félaginu. Gunnar Ármannsson, Anna Stefánsdóttir, Pétur Magnússon, Haraldur Sverrisson og Arna Harðardóttir.Reykjalundur Stjórn hins nýja hlutafélags skipa Anna Stefánsdóttir, hjúkrunarfræðingur, formaður Gunnar Ármannsson, lögmaður, meðstjórnandi Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri, meðstjórnandi Arna Harðardóttir, sjúkraþjálfari, varamaður Ósætti milli starfsfólks og stjórnar SÍBS Mikið var fjallað um málefni Reykjalundar í haust og vetur, sem einkenndust af ólgu og ósætti milli starfsfólks stofnunarinnar og stjórnar SÍBS. Málið komst fyrst í fjölmiðla eftir að Birgi Gunnarssyni, sem þá hafði verið forstjóri Reykjalundar í tólf ár, var óvænt sagt upp störfum af stjórn SÍBS. Þá var Magnúsi Ólasyni, framkvæmdastjóra lækninga á Reykjalundi, einnig sagt skyndilega upp. Í kjölfarið var Herdís Gunnarsdóttir ráðin forstjóri Reykjalundar og Ólafur Þór Ævarsson ráðinn framkvæmdastjóri lækninga. Herdís og Ólafur sögðu þó bæði störfum sínum lausum eftir skamman tíma í starfi.
Mosfellsbær Ólga á Reykjalundi Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira