Kári segir líklegt að Íslensk erfðagreining hjálpi til við skimun á landamærum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. maí 2020 11:59 Kári Stefánsson gengur út af fundi með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir upplýsingafulltrúi Íslenskrar erfðagreiningar fylgir í humátt á eftir honum. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenskrar erfðagreiningar og yfirvalda komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli sem hefst í júní. Þetta kom fram í máli Kára er hann kom út af fundi með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun. Kári var ekki sérlega skrafhreifinn þegar fréttamenn ræddu við hann á leið út af fundinum þennan stutta spöl frá stjórnarráðinu niður í Lækjargötu nú skömmu fyrir hádegi. Fyrst um sinn sagði hann ekkert er hann var inntur eftir því hvað fram hefði farið á fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Ég er búinn að blaðra of mikið upp á síðkastið,“ sagði Kári, nokkuð léttur í bragði. Spurður að því hvort þau hefðu rætt samstarf um skimun við opnun landsins sagði hann, enn og aftur í gamansömum tón: „Við ræddum blómarækt í Eskihlíðinni.“ En loks sagði Kári að jú, fullt hefði verið rætt. Þá megi vel vera að samstarf hefði borið á góma. Og að endingu að honum fyndist það líklegt, að til samstarfsins komi. Er líklegt að komi að samstarfinu? „Já,“ sagði Kári og ók á brott í leigubíl, sem beðið hafði eftir honum fyrir utan stjórnarráðið á meðan fundi stóð. Myndband af viðtali Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Kára Stefánsson má sjá í spilaranum hér að neðan. Kári var afar harðorður í garð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Samkvæmt heimildum Vísis var þó boðað til fundarins í stjórnarráðinu áður en til Kastljóssviðtalsins kom. Kári var fljótur að koma sér inn í leigubílinn sem beið eftir honum á meðan fundi stóð.Vísir/vilhelm Svandís var sjálf gestur Kastljóss í gær, þar sem hún ræddi meðal annars hinar fyrirhugðu skimanir á Keflavíkurflugvelli. Í skýrslu vinnuhóps um opnun landamæra kom fram að veirufræðideild Landspítala gæti aðeins sinnt sem nemur 500 sýnum á dag, sem svarar til tveggja til þriggja fullra flugvéla. Því væri alls óvíst að veirufræðideildin gæti annað eftirspurn sem mikil óvissa er um hver verður. „Það sem við erum að tala um þarna er að það þurfi að ráðast í einhverskonar samkomulag við væntanlega Decode sem hefur þá yfir þeirri greiningargetu að ráða sem þarf til þess að brúa þetta bil,“ sagði Svandís meðal annars í viðtalinu. Svandís vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun þegar leitað var eftir því. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar. 28. maí 2020 11:35 Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið þar sem forsætisráðuneytið er meðal annars með skrifstofur sínar. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. 28. maí 2020 11:30 Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar kvað það líklegt að til samstarfs Íslenskrar erfðagreiningar og yfirvalda komi við kórónuveiruskimun á Keflavíkurflugvelli sem hefst í júní. Þetta kom fram í máli Kára er hann kom út af fundi með forsætisráðherra í stjórnarráðinu í morgun. Kári var ekki sérlega skrafhreifinn þegar fréttamenn ræddu við hann á leið út af fundinum þennan stutta spöl frá stjórnarráðinu niður í Lækjargötu nú skömmu fyrir hádegi. Fyrst um sinn sagði hann ekkert er hann var inntur eftir því hvað fram hefði farið á fundi hans og Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra. „Ég er búinn að blaðra of mikið upp á síðkastið,“ sagði Kári, nokkuð léttur í bragði. Spurður að því hvort þau hefðu rætt samstarf um skimun við opnun landsins sagði hann, enn og aftur í gamansömum tón: „Við ræddum blómarækt í Eskihlíðinni.“ En loks sagði Kári að jú, fullt hefði verið rætt. Þá megi vel vera að samstarf hefði borið á góma. Og að endingu að honum fyndist það líklegt, að til samstarfsins komi. Er líklegt að komi að samstarfinu? „Já,“ sagði Kári og ók á brott í leigubíl, sem beðið hafði eftir honum fyrir utan stjórnarráðið á meðan fundi stóð. Myndband af viðtali Heimis Más Péturssonar fréttamanns við Kára Stefánsson má sjá í spilaranum hér að neðan. Kári var afar harðorður í garð Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í viðtali í Kastljósi í gær. Hann sagði að fyrirtækið myndi ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni við landamærin, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. Heilbrigðisráðherra ætti það jafnframt til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“. Þá minntist Kári sérstaklega á að á síðasta upplýsingafundi landlæknis og almannavarna vegna veirunnar á mánudag hefði Svandís þakkað öllum sem komu að viðbrögðum við kórónuveirufaraldrinum hér á landi, nema Íslenskri erfðagreiningu. Samkvæmt heimildum Vísis var þó boðað til fundarins í stjórnarráðinu áður en til Kastljóssviðtalsins kom. Kári var fljótur að koma sér inn í leigubílinn sem beið eftir honum á meðan fundi stóð.Vísir/vilhelm Svandís var sjálf gestur Kastljóss í gær, þar sem hún ræddi meðal annars hinar fyrirhugðu skimanir á Keflavíkurflugvelli. Í skýrslu vinnuhóps um opnun landamæra kom fram að veirufræðideild Landspítala gæti aðeins sinnt sem nemur 500 sýnum á dag, sem svarar til tveggja til þriggja fullra flugvéla. Því væri alls óvíst að veirufræðideildin gæti annað eftirspurn sem mikil óvissa er um hver verður. „Það sem við erum að tala um þarna er að það þurfi að ráðast í einhverskonar samkomulag við væntanlega Decode sem hefur þá yfir þeirri greiningargetu að ráða sem þarf til þess að brúa þetta bil,“ sagði Svandís meðal annars í viðtalinu. Svandís vildi ekki veita fréttastofu viðtal vegna málsins í morgun þegar leitað var eftir því.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslensk erfðagreining Keflavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar. 28. maí 2020 11:35 Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið þar sem forsætisráðuneytið er meðal annars með skrifstofur sínar. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. 28. maí 2020 11:30 Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54 Mest lesið Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Innlent Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Innlent Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Innlent Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy Erlent Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Fleiri fréttir Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Seinkun fréttatímans seinkað Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Tvöfalt siðgæði EBU mikið áhyggjuefni Landris heldur áfram í Svartsengi Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Samstöðin hafi aldrei verið í hættu „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ „Held að þau átti sig ekki á því hvað þetta skiptir okkur miklu máli“ Læknanemar fái víst launahækkun Prófessor segir málþófið komið út fyrir öll mörk Sjá meira
Vonar að Svandís biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, vonar að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra biðji starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar afsökunar. 28. maí 2020 11:35
Kári Stefánsson mættur í Stjórnarráðið Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er mættur til fundar í stjórnarráðið þar sem forsætisráðuneytið er meðal annars með skrifstofur sínar. Kári mætti í leigubíl rétt upp úr klukkan ellefu. 28. maí 2020 11:30
Segir heilbrigðisráðherra eiga til að vera „hrokafull eins og lítil tíu ára stelpa“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að fyrirtækið muni ekki koma að skimun fyrir kórónuveirunni sem valdið getur Covid-19, verði sú skimun unnin undir stjórn heilbrigðisráðuneytisins. 27. maí 2020 21:54