Njótum nú góðs af góðum humlustofni sem fór í vetrardvala eftir blíðuna síðasta sumar Atli Ísleifsson skrifar 28. maí 2020 08:55 Erling Ólafsson skordýrafræðingur ræddi við Bítismenn í morgun. Náttúrufræðistofnun/Getty „Það var mjög góð afkoma hjá þeim í fyrra haust og fór góður stofn í vetrardvala og við erum að njóta góðs af því núna.“ Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur um humlustofninn nú en hann ræddi íslenska skordýrasumarið við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Það er mikill fjöldi. Menn eru að tala um þetta hvað það er mikið af humludrottningum búið að vera undanfarið – þessar „stóru hlussur“ eins og menn segja alltaf.“ Erling segir að humlumergðina nú skýrast af hinu góða veðri sem var síðasta sumar. Sumarið 2018 hafi þær hins vegar ekki náð sér á strik. „Þegar rigndi á Suðurlandi, stytti ekki upp fyrr en í ágúst einhvern tímann. Þá áttu humlurnar í erfiðleikum og það var léleg framleiðsla á nýjum drottningum þá um haustið. En svo vöknuðu þær upp í fyrra vor, þessar drottningar sem þó urðu til og þær fengu heldur betur meðbyr.“ Erling segist ekki vilja spá fyrir um hvernig skordýrasumarið verði. „Það er nú þannig með þessi skordýr að þau spila eftir nótum og nóturnar eru veðráttan, aðstæður hverju sinni og svo sveiflast þetta bara upp og niður eftir því. Það er ekkert sem heitir eðlilegt ástand. Eðlilegt ástand er bara viðbrögðin við ástandið hverju sinni. Við þekkjum Ísland. Það er aldrei eins.“ Hann bendir á að nú sé lok maí og að við vitum ekki hvernig veðrið verður eftir viku, tvær eða þrjár. „Þetta heldur áfram að spila eftir nótunum sem gefast hverju sinni. Nóturnar geta stundum verið dálítið djass – ekki fyrir hvern sem er að skilja.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Erling í spilaranum en þar ræðir hann einnig söngtifur sem hafa verið að vakna til lífsins í Bandaríkjunum. Bítið Dýr Skordýr Tengdar fréttir Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
„Það var mjög góð afkoma hjá þeim í fyrra haust og fór góður stofn í vetrardvala og við erum að njóta góðs af því núna.“ Þetta segir Erling Ólafsson skordýrafræðingur um humlustofninn nú en hann ræddi íslenska skordýrasumarið við þá Gulla og Heimi í Bítinu í morgun. „Það er mikill fjöldi. Menn eru að tala um þetta hvað það er mikið af humludrottningum búið að vera undanfarið – þessar „stóru hlussur“ eins og menn segja alltaf.“ Erling segir að humlumergðina nú skýrast af hinu góða veðri sem var síðasta sumar. Sumarið 2018 hafi þær hins vegar ekki náð sér á strik. „Þegar rigndi á Suðurlandi, stytti ekki upp fyrr en í ágúst einhvern tímann. Þá áttu humlurnar í erfiðleikum og það var léleg framleiðsla á nýjum drottningum þá um haustið. En svo vöknuðu þær upp í fyrra vor, þessar drottningar sem þó urðu til og þær fengu heldur betur meðbyr.“ Erling segist ekki vilja spá fyrir um hvernig skordýrasumarið verði. „Það er nú þannig með þessi skordýr að þau spila eftir nótum og nóturnar eru veðráttan, aðstæður hverju sinni og svo sveiflast þetta bara upp og niður eftir því. Það er ekkert sem heitir eðlilegt ástand. Eðlilegt ástand er bara viðbrögðin við ástandið hverju sinni. Við þekkjum Ísland. Það er aldrei eins.“ Hann bendir á að nú sé lok maí og að við vitum ekki hvernig veðrið verður eftir viku, tvær eða þrjár. „Þetta heldur áfram að spila eftir nótunum sem gefast hverju sinni. Nóturnar geta stundum verið dálítið djass – ekki fyrir hvern sem er að skilja.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Erling í spilaranum en þar ræðir hann einnig söngtifur sem hafa verið að vakna til lífsins í Bandaríkjunum.
Bítið Dýr Skordýr Tengdar fréttir Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Sjá meira
Lúsmýið kemur í júní: „Ómögulegt að fara planleggja einhverjar ferðir til að forðast skordýrabit“ Útbreiðsla lúsmýs hér á landi hefur verið geysilega hröð undanfarin ár að sögn líffræðiprófessors og ekkert sem bendir til annars en sú þróun haldi áfram í ár. Hann segir vonlaust að ætla að skipuleggja ferðalög til að forðast lúsmý. 4. maí 2020 12:10