Yfir hundrað þúsund látin í Bandaríkjunum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. maí 2020 23:55 Hvergi í heiminum hafa fleiri smitast af kórónuveirunni svo vitað sé eða látið lífið vegna hennar en í Bandaríkjunum. Getty/Spencer Platt Rúmlega 102 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins-háskóla í Maryland-ríki. Bandaríkin eru það land þar sem flest tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hafa greinst, en rúmlega 1,7 milljónir tilfella hafa verið staðfest þar í landi. Alls hafa tæplega 5,8 milljónir tilfella greinst í heiminum og hefur sjúkdómurinn dregið rúmlega 356 þúsund manns til dauða á heimsvísu. Fyrsta tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum greindist 21. janúar síðastliðinn. Þar var um að ræða mann sem hafði nýverið ferðast til Kína, en veiran er talin hafa átt upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Í febrúar sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að búið væri að ná stjórn á veirunni innan Bandaríkjanna og að í apríl myndi hún mögulega „hverfa, eins og fyrir kraftaverk.“ Þá hefur hann spáð því að dauðsföll í Bandaríkjunum af völdum veirunnar yrðu á bilinu 50 til 60 þúsund. Síðar sagði hann að þau yrðu „talsvert undir 100 þúsund.“ Eins sagði forsetinn fyrr í þessum mánuði að það væri heiður fyrir Bandaríkin að eiga flest greind smit allra ríkja í heiminum. Það þótti honum benda til þess að Bandaríkjamenn stæðu sig vel í prófunum fyrir kórónuveirunni. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á efnahagslífið í Bandaríkjunum og hafa tugir milljóna manna misst vinnuna; í byrjun þessa mánaðar höfðu yfir 30 milljónir Bandaríkjamanna sótt um atvinnuleysisbætur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Rúmlega 102 þúsund manns hafa látist af völdum Covid-19 í Bandaríkjunum. Þetta sýna tölur frá Johns Hopkins-háskóla í Maryland-ríki. Bandaríkin eru það land þar sem flest tilfelli kórónuveirunnar sem valdið getur Covid-19 sjúkdómnum hafa greinst, en rúmlega 1,7 milljónir tilfella hafa verið staðfest þar í landi. Alls hafa tæplega 5,8 milljónir tilfella greinst í heiminum og hefur sjúkdómurinn dregið rúmlega 356 þúsund manns til dauða á heimsvísu. Fyrsta tilfelli veirunnar í Bandaríkjunum greindist 21. janúar síðastliðinn. Þar var um að ræða mann sem hafði nýverið ferðast til Kína, en veiran er talin hafa átt upptök sín í kínversku borginni Wuhan. Í febrúar sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, að búið væri að ná stjórn á veirunni innan Bandaríkjanna og að í apríl myndi hún mögulega „hverfa, eins og fyrir kraftaverk.“ Þá hefur hann spáð því að dauðsföll í Bandaríkjunum af völdum veirunnar yrðu á bilinu 50 til 60 þúsund. Síðar sagði hann að þau yrðu „talsvert undir 100 þúsund.“ Eins sagði forsetinn fyrr í þessum mánuði að það væri heiður fyrir Bandaríkin að eiga flest greind smit allra ríkja í heiminum. Það þótti honum benda til þess að Bandaríkjamenn stæðu sig vel í prófunum fyrir kórónuveirunni. Kórónuveirufaraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á efnahagslífið í Bandaríkjunum og hafa tugir milljóna manna misst vinnuna; í byrjun þessa mánaðar höfðu yfir 30 milljónir Bandaríkjamanna sótt um atvinnuleysisbætur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira