„Ekki fullkomin lausn“ að skima fólk á Keflavíkurflugvelli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. maí 2020 19:55 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir ekkert ákveðið með hvað gerist eftir 15. júní. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. Bæði þurfi að fara fram ákveðin skráning erlendis fyrir þá sem hyggjast koma hingað og þá þurfa farþegarnir að geta farið í skimun hratt og örugglega svo ekki myndist flöskuháls á flugvellinum. Skýrsla verkefnisstjórnar um skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands var birt í dag en stefnt er að því að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Rætt var um málið í viðtali við Þórólf í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var meðal annars spurður að því hvort hægt væri að skima fyrir veirunni um borð í flugvélunum sem væru á leið til landsins í stað þess að gera það á Keflavíkurflugvelli. Svaraði Þórólfur því til að það gæti orðið erfitt að framkvæma sýnatöku um borð í flugvél en það væri alls ekki útilokað að það væri mögulegt. „Menn eru að skoða ýmsar útfærslur á því til að það verði ekki takmarkandi á streymi ferðamanna. Nú vitum við náttúrulega ekki hvað margir ferðamenn myndu koma en eftir því sem ég heyri svona óformlega þá eru sífellt fleiri að sýna því áhuga að koma hingað til Íslands og það er ekki ákveðið að þetta muni taka algjörlega gildi fimmtánda. Menn eru að stefna að því og ég held að núverandi ástand gildi til fimmtánda og þá tekur eitthvað annað við. Hvað það verður nákvæmlega veit ég ekki en þetta er náttúrulega einlægur vilji ríkisvaldsins að reyna að opna meira en ég held að það sé óhætt að segja það að þau leggja mjög mikla áherslu á það að sóttvarnir verði hafðar að leiðarljósi í þessum ákvarðanatökum,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ósköp skiljanlegt að fólk væri varkárt og vildi gæta fyllstu varkárni þegar kæmi að opnun landamæranna. Það væri heldur ekki fullkomin lausn að skima fólk á Keflavíkurflugvelli. „Það að skima fólk á Keflavíkurflugvelli er ekki fullkomin lausn því einkennalausir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að hún greinist á prófi og þeir gætu átt eftir að veikjast, það er möguleiki. En það eru samt sem áður yfirgnæfandi líkur á því að einstaklingur sem greinist neikvæður á prófi og er einkennalaus sé raunverulega ekki með veiruna þannig að þetta eru aðferðir til að minnka verulega líkur á því að veiran berist hingað inn,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að það sé ljóst að það þurfi töluvert mikið til og mikinn undirbúning ef það á að skima alla farþega á Keflavíkurflugvelli. Bæði þurfi að fara fram ákveðin skráning erlendis fyrir þá sem hyggjast koma hingað og þá þurfa farþegarnir að geta farið í skimun hratt og örugglega svo ekki myndist flöskuháls á flugvellinum. Skýrsla verkefnisstjórnar um skimun fyrir kórónuveirunni á landamærum Íslands var birt í dag en stefnt er að því að opna landið fyrir ferðamönnum þann 15. júní næstkomandi. Rætt var um málið í viðtali við Þórólf í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann var meðal annars spurður að því hvort hægt væri að skima fyrir veirunni um borð í flugvélunum sem væru á leið til landsins í stað þess að gera það á Keflavíkurflugvelli. Svaraði Þórólfur því til að það gæti orðið erfitt að framkvæma sýnatöku um borð í flugvél en það væri alls ekki útilokað að það væri mögulegt. „Menn eru að skoða ýmsar útfærslur á því til að það verði ekki takmarkandi á streymi ferðamanna. Nú vitum við náttúrulega ekki hvað margir ferðamenn myndu koma en eftir því sem ég heyri svona óformlega þá eru sífellt fleiri að sýna því áhuga að koma hingað til Íslands og það er ekki ákveðið að þetta muni taka algjörlega gildi fimmtánda. Menn eru að stefna að því og ég held að núverandi ástand gildi til fimmtánda og þá tekur eitthvað annað við. Hvað það verður nákvæmlega veit ég ekki en þetta er náttúrulega einlægur vilji ríkisvaldsins að reyna að opna meira en ég held að það sé óhætt að segja það að þau leggja mjög mikla áherslu á það að sóttvarnir verði hafðar að leiðarljósi í þessum ákvarðanatökum,“ sagði Þórólfur. Þá sagði hann ósköp skiljanlegt að fólk væri varkárt og vildi gæta fyllstu varkárni þegar kæmi að opnun landamæranna. Það væri heldur ekki fullkomin lausn að skima fólk á Keflavíkurflugvelli. „Það að skima fólk á Keflavíkurflugvelli er ekki fullkomin lausn því einkennalausir einstaklingar geta borið með sér veiruna án þess að hún greinist á prófi og þeir gætu átt eftir að veikjast, það er möguleiki. En það eru samt sem áður yfirgnæfandi líkur á því að einstaklingur sem greinist neikvæður á prófi og er einkennalaus sé raunverulega ekki með veiruna þannig að þetta eru aðferðir til að minnka verulega líkur á því að veiran berist hingað inn,“ sagði Þórólfur en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Heilbrigðismál Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Sjá meira