Andaði framan í fólk og sagðist vera smitaður af kórónuveirunni Sylvía Hall skrifar 14. mars 2020 09:52 Leiðin var á leið frá Osló til Bergen. Vísir/Getty Um það bil fimmtíu lestarfarþegar í Noregi eru á leið í sóttkví eftir að farþegi, maður á fertugsaldri, gekk á milli fólks og andaði framan í það og tilkynnti þeim svo að hann væri smitaður af kórónuveirunni í gær. Lestin var á leið frá Osló til Bergen en var stöðvuð á miðri leið vegna atviksins. #Hallingdal #Ål 19:15 Politiet har pågrepet en mann i 30 årene på en tog vogn på Ål stasjon. Han gikk rundt å pustet folk i ansiktet og var skremmende. Da politiet tok kontakt med mannen angrep han patruljen med et brannslukkningsapparat ombord på toget. Er nå pågrepet.— Politiet i Sør-Øst (@politietsorost) March 13, 2020 Í færslu lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið ógnandi og var lögregla kölluð til. Þegar lögreglan mætti á staðinn greip hann svo slökkviliðstæki sem var um borð og hugðist veitast að lögreglumönnum en var yfirbugaður. Lögregla þurfti að nota piparúða við handtökuna. Eftir handtökuna var farþegum meinað að fara frá borði og þurftu að bíða í nokkrar klukkustundir eftir að starfsfólk reyndi að fá leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum til þess að halda áfram. Eftir samráð við heilbrigðisyfirvöld, lögreglu og borgarstjóra var lestinni leyft að halda áfram þegar búið var að skrá niður upplýsingar um alla um borð. Engin sýni voru tekin um borð í lestinni en búið sé að skrásetja hverjir hafi verið um borð að því er fram kemur á vef NRK. Ásamt fimmtíu farþegum voru tíu starfsmenn og mun skýrast á næstu dögum hvort sýni verði tekin úr þeim eða hvort heimasóttkví verði látið duga. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka skólum Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum í stærstu borgum landsins frá og með 16. mars vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 11:12 Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Allir þeir sem koma til Noregs og hafa ferðast utan Norðurlanda undanfarnar vikur þurfa að gangast undir sóttkví. Öllu skólahaldi verður frestað. 12. mars 2020 14:16 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Um það bil fimmtíu lestarfarþegar í Noregi eru á leið í sóttkví eftir að farþegi, maður á fertugsaldri, gekk á milli fólks og andaði framan í það og tilkynnti þeim svo að hann væri smitaður af kórónuveirunni í gær. Lestin var á leið frá Osló til Bergen en var stöðvuð á miðri leið vegna atviksins. #Hallingdal #Ål 19:15 Politiet har pågrepet en mann i 30 årene på en tog vogn på Ål stasjon. Han gikk rundt å pustet folk i ansiktet og var skremmende. Da politiet tok kontakt med mannen angrep han patruljen med et brannslukkningsapparat ombord på toget. Er nå pågrepet.— Politiet i Sør-Øst (@politietsorost) March 13, 2020 Í færslu lögreglunnar segir að maðurinn hafi verið ógnandi og var lögregla kölluð til. Þegar lögreglan mætti á staðinn greip hann svo slökkviliðstæki sem var um borð og hugðist veitast að lögreglumönnum en var yfirbugaður. Lögregla þurfti að nota piparúða við handtökuna. Eftir handtökuna var farþegum meinað að fara frá borði og þurftu að bíða í nokkrar klukkustundir eftir að starfsfólk reyndi að fá leyfi frá heilbrigðisyfirvöldum til þess að halda áfram. Eftir samráð við heilbrigðisyfirvöld, lögreglu og borgarstjóra var lestinni leyft að halda áfram þegar búið var að skrá niður upplýsingar um alla um borð. Engin sýni voru tekin um borð í lestinni en búið sé að skrásetja hverjir hafi verið um borð að því er fram kemur á vef NRK. Ásamt fimmtíu farþegum voru tíu starfsmenn og mun skýrast á næstu dögum hvort sýni verði tekin úr þeim eða hvort heimasóttkví verði látið duga.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Tengdar fréttir Norðmenn loka skólum Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum í stærstu borgum landsins frá og með 16. mars vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 11:12 Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Allir þeir sem koma til Noregs og hafa ferðast utan Norðurlanda undanfarnar vikur þurfa að gangast undir sóttkví. Öllu skólahaldi verður frestað. 12. mars 2020 14:16 Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Norðmenn loka skólum Yfirvöld í Noregi hafa ákveðið að grípa til þess ráðs að loka skólum og leikskólum í stærstu borgum landsins frá og með 16. mars vegna kórónuveirunnar. 12. mars 2020 11:12
Noregur: Allir í sóttkví sem ferðast utan Norðurlandanna Allir þeir sem koma til Noregs og hafa ferðast utan Norðurlanda undanfarnar vikur þurfa að gangast undir sóttkví. Öllu skólahaldi verður frestað. 12. mars 2020 14:16
Fyrsta dauðsfallið af völdum veirunnar í Noregi Þetta staðfestir Erna Solberg forsætisráðherra Noregs við norska ríkissjónvarpið NRK. 12. mars 2020 18:53