Kom út í lífið án þess að eiga séns Stefán Árni Pálsson skrifar 26. maí 2020 10:28 Agnar var lengi vel inn og út úr fangelsi en starfar í dag sem fíkniráðgjafi. Myndlistamaðurinn Tolli Morthens hefur um langa hríð leitt mikið uppbyggingarstarf á meðal fanga á Íslandi. Hefur hann, ásamt fleirum, verið frumkvöðull í því að kynna föngum andlegar leiðir úr ógöngum sínum með reglulegum heimsóknum í fangelsi landsins þar sem boðið hefur verið upp á 12 spora- og hugleiðslufundi í óeigingjarnri sjálfboðavinnu. Þetta framtak Tolla og félaga hefur vakið svo mikla athygli að það leiddi á endanum til þess að félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason ákvað að skipa Tolla sem formann starfshóps sem hafði það hlutverk að koma með tillögur um hvernig unnt væri að styðja fanga betur til þátttöku í samfélaginu að lokinni afplánun. Sá hópur hefur nú skilað af sér skýrslu með tillögum að úrbótum og hefur ríkisstjórnin samþykkt að farið verði í þá vinnu að innleiða nýja heildarsýn í fangelsis- og betrunarmálum. Einn þeirra sem hefur verið Tolla til halds og trausts í öllu þessu ferli er Agnar Bragason, sem í dag er fíkniráðgjafi á meðferðarheimilinu Krýsuvík, en hann kynntist Tolla fyrst þegar hann var sjálfur að afplána dóm í fangelsi og er hann í raun fullkomið dæmi um þann árangur sem sú nálgun sem kynnt er í skýrslunni er ætlað að bjóða upp á. Tók á móti mér „Við kynnumst á Litla-Hrauni fyrir rúmlega níu árum þegar ég var að afplána dóm og fyrir náð og mildi kemur Tolli þarna og er að byrja kenna okkur núvitundarhugleiðslu og það er svona upphafið af okkar kunningsskap og félagsskap. Við erum búnir að vera svolítið samferða síðan þá. Þegar ég kem út úr fangelsinu tekur Tolli á móti mér og byrjar að bjóða mér í svett hjá sér og vera bara í sambandi og við eignumst einhverskonar tengsl. Ég hafði setið inni áður og það hafði alltaf endað á sama veg, að ég hafði snúið aftur í fangelsið og farið í neyslu þegar ég kom út aftur,“ segir Agnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mín ævi byrjar á því að ég missi fjölskyldu mína í slysi og elst upp á brotnu heimili við alkóhólisma og ofbeldi og kem út í lífið án þess að eiga nokkurn séns. Minn alkóhólismi er afleiðing á því hvernig ég fer út í lífið.“ Agnar og Tolli kynntust fyrir níu árum þegar Agnar sat inni á Litla-Hrauni. Og saga Agnars er ekki einsdæmi heldur er hún í raun saga meirihluta þeirra sem afplána refsidóma í fangelsum. Í skýrslunni sem starfshópur Tolla skilaði af sér er greint frá því að sumstaðar glími allt að 92% fanga við fíknivanda að einhverju tagi og segja rannsóknir að 80–90% þeirra eigi sér áfallasögu enda sé áfallastreituröskun mun algengari á meðal fanga heldur en hjá almenningi almennt. Agnar og Tolli segja stjórnvöld alltof lengi hafa litið fram hjá þessum staðreyndum en nú sé loksins að eiga sér stað einhver viðhorfsbreyting sem geti orðið samfélaginu öllu til góða. „Við skulum auðvitað þakka Ásmundi fyrir það að hafa borið gæfu til þess að leita í grasrótina. Fagsamfélagið hefur til skamms tíma ekki náð neinum árangri með fíkla í afbrotum. Hið opinbera hefur í raun verið ráðalaust hvað væri til ráða í þessum málum. Þess vegna er leitað til okkar og við komum inn með reynslu okkar. Sú kemía býr til lausnir sem eru að finna í þessari skýrslu,“ segir Tolli. Grípa einstaklinginn þegar hann fær dóm Upprunalegt verkefni starfshópsins var eins og áður segir að koma með tillögur að stuðningi við fanga eftir að afplánun lyki og var fyrsta hugmyndin sú að koma á fót einhverskonar batahúsi þar sem einstaklingum yrði veittur stuðningur til að aðlagast samfélaginu að nýju. Að mati hópsins varð það hins vegar fljótlega ljóst að batahús eftir afplánun yrði ekki raunhæft nema tekið yrði heildrænt á málefnum einstaklinga sem færu í gegnum kerfið allt frá því að dómur félli þar til afplánun lyki. „Það er verið að grípa utan um einstakling þegar hann fær dóm og honum kynntar þessar úrlausnir sem eru að finna í þessari skýrslu og honum er boðið að velja sér leið í gegnum kerfið. Annaðhvort refsivist eða batavist. Ef fangar vilja þiggja þetta þá bíður þeirra batamenning inni í fangelsinu og búin til leið innan fangelsisveggjanna svo að þeir geti farið edrú í gegnum fangelsisvistina með aðstoð og síðan á endanum þegar þeir koma út verði til staðar batahús til að hjálpa þeim af stað,“ segir Agnar. Þá er einnig bent á það í skýrslu starfshópsins að fjárhagslegur ávinningur samfélagsins af því að einstaklingur, sem glímir við fíknivanda, hætti að valda skaða sé gríðarlegur. Hvort sem það sé sá beini kostnaður sem hlýst af afbrotum eða óbeinn kostnaður vegna örorku og langvarandi samfélagslegra afleiðinga á fjölskyldur og umhverfi einstaklingsins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Sjá meira
Myndlistamaðurinn Tolli Morthens hefur um langa hríð leitt mikið uppbyggingarstarf á meðal fanga á Íslandi. Hefur hann, ásamt fleirum, verið frumkvöðull í því að kynna föngum andlegar leiðir úr ógöngum sínum með reglulegum heimsóknum í fangelsi landsins þar sem boðið hefur verið upp á 12 spora- og hugleiðslufundi í óeigingjarnri sjálfboðavinnu. Þetta framtak Tolla og félaga hefur vakið svo mikla athygli að það leiddi á endanum til þess að félagsmálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason ákvað að skipa Tolla sem formann starfshóps sem hafði það hlutverk að koma með tillögur um hvernig unnt væri að styðja fanga betur til þátttöku í samfélaginu að lokinni afplánun. Sá hópur hefur nú skilað af sér skýrslu með tillögum að úrbótum og hefur ríkisstjórnin samþykkt að farið verði í þá vinnu að innleiða nýja heildarsýn í fangelsis- og betrunarmálum. Einn þeirra sem hefur verið Tolla til halds og trausts í öllu þessu ferli er Agnar Bragason, sem í dag er fíkniráðgjafi á meðferðarheimilinu Krýsuvík, en hann kynntist Tolla fyrst þegar hann var sjálfur að afplána dóm í fangelsi og er hann í raun fullkomið dæmi um þann árangur sem sú nálgun sem kynnt er í skýrslunni er ætlað að bjóða upp á. Tók á móti mér „Við kynnumst á Litla-Hrauni fyrir rúmlega níu árum þegar ég var að afplána dóm og fyrir náð og mildi kemur Tolli þarna og er að byrja kenna okkur núvitundarhugleiðslu og það er svona upphafið af okkar kunningsskap og félagsskap. Við erum búnir að vera svolítið samferða síðan þá. Þegar ég kem út úr fangelsinu tekur Tolli á móti mér og byrjar að bjóða mér í svett hjá sér og vera bara í sambandi og við eignumst einhverskonar tengsl. Ég hafði setið inni áður og það hafði alltaf endað á sama veg, að ég hafði snúið aftur í fangelsið og farið í neyslu þegar ég kom út aftur,“ segir Agnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi. „Mín ævi byrjar á því að ég missi fjölskyldu mína í slysi og elst upp á brotnu heimili við alkóhólisma og ofbeldi og kem út í lífið án þess að eiga nokkurn séns. Minn alkóhólismi er afleiðing á því hvernig ég fer út í lífið.“ Agnar og Tolli kynntust fyrir níu árum þegar Agnar sat inni á Litla-Hrauni. Og saga Agnars er ekki einsdæmi heldur er hún í raun saga meirihluta þeirra sem afplána refsidóma í fangelsum. Í skýrslunni sem starfshópur Tolla skilaði af sér er greint frá því að sumstaðar glími allt að 92% fanga við fíknivanda að einhverju tagi og segja rannsóknir að 80–90% þeirra eigi sér áfallasögu enda sé áfallastreituröskun mun algengari á meðal fanga heldur en hjá almenningi almennt. Agnar og Tolli segja stjórnvöld alltof lengi hafa litið fram hjá þessum staðreyndum en nú sé loksins að eiga sér stað einhver viðhorfsbreyting sem geti orðið samfélaginu öllu til góða. „Við skulum auðvitað þakka Ásmundi fyrir það að hafa borið gæfu til þess að leita í grasrótina. Fagsamfélagið hefur til skamms tíma ekki náð neinum árangri með fíkla í afbrotum. Hið opinbera hefur í raun verið ráðalaust hvað væri til ráða í þessum málum. Þess vegna er leitað til okkar og við komum inn með reynslu okkar. Sú kemía býr til lausnir sem eru að finna í þessari skýrslu,“ segir Tolli. Grípa einstaklinginn þegar hann fær dóm Upprunalegt verkefni starfshópsins var eins og áður segir að koma með tillögur að stuðningi við fanga eftir að afplánun lyki og var fyrsta hugmyndin sú að koma á fót einhverskonar batahúsi þar sem einstaklingum yrði veittur stuðningur til að aðlagast samfélaginu að nýju. Að mati hópsins varð það hins vegar fljótlega ljóst að batahús eftir afplánun yrði ekki raunhæft nema tekið yrði heildrænt á málefnum einstaklinga sem færu í gegnum kerfið allt frá því að dómur félli þar til afplánun lyki. „Það er verið að grípa utan um einstakling þegar hann fær dóm og honum kynntar þessar úrlausnir sem eru að finna í þessari skýrslu og honum er boðið að velja sér leið í gegnum kerfið. Annaðhvort refsivist eða batavist. Ef fangar vilja þiggja þetta þá bíður þeirra batamenning inni í fangelsinu og búin til leið innan fangelsisveggjanna svo að þeir geti farið edrú í gegnum fangelsisvistina með aðstoð og síðan á endanum þegar þeir koma út verði til staðar batahús til að hjálpa þeim af stað,“ segir Agnar. Þá er einnig bent á það í skýrslu starfshópsins að fjárhagslegur ávinningur samfélagsins af því að einstaklingur, sem glímir við fíknivanda, hætti að valda skaða sé gríðarlegur. Hvort sem það sé sá beini kostnaður sem hlýst af afbrotum eða óbeinn kostnaður vegna örorku og langvarandi samfélagslegra afleiðinga á fjölskyldur og umhverfi einstaklingsins. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Edda Falak gaf bróður sínum nafna Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Tók ákvörðun um að hætta að gera ráð fyrir því að fólk hataði sig Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Meinta mannætan fékk ófrjósemisaðgerð í afmælisgjöf frá mömmu Hvað skal gera þegar tilhugsunin er meira sexý en kynlífið? Sjáðu stikluna: Zellweger, Firth og Grant öll í nýjustu Bridget Jones Smekklegt einbýli í hjarta Hafnarfjarðar Þurfti aðeins nokkrar sekúndur til að tryggja liði sínu áfram í undanúrslitin Rúrik Gísla í glæsilegu eftirpartýi á Edition Kynbomban Megan Fox ólétt Málaferli og verktakadrama seinkar framkvæmdunum á höllinni í Frakklandi „Svona getur þetta reynst smásálarlegt hérna“ Skreytum hús: Strákaherbergi með Star Wars ívafi Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Sjá meira