Heilbrigði í forgangi varðandi opnun landsins Birgir Olgeirsson skrifar 25. maí 2020 20:00 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, á blaðamannafundi þegar fyrst var tilkynnt um samkomubann hér á landi. Vísir/Vilhelm Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn. Sóttvarnalæknir mun gera sínar tillögur út frá áhættugreiningu sem hann segir síðan stjórnmálamanna að ákveða hvort farið verður eftir. Heilbrigðisráðherra hefur fengið áhættugreiningu Landspítalans í hendurnar þar sem mat er lagt á burðargetu spítalans ef ferðamenn bæru smit til landsins. Stjórnvöld stefna að opnuna landsins eigi síðar en 15. júní. Yrði það gert í tilraunaskyni í tvær vikur. „Áhættugreiningin gerir ráð fyrir því að grípa þurfi til ráðstafana þegar og ef smit kemur aftur. Þetta er tvíhliðamat, hvað veirufræðideildin ræður við og svo fer farsóttarnefndin yfir það sem snýr að hlið spítalans,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ráðherra skipaði verkefnisstjórn um ferðatakmarkanir sem leggur mat á hvort það sé hægt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins fyrir kórónuveirunni. Hópurinn skilaði sínum niðurstöðum í dag sem ráðherra og sóttvarnalæknir fara svo yfir. Ráðherra segir málið þróast ört og kerfið þurfa að sýna sveigjanleika. „Og við munum gera það. Aðal flaggið mitt er heilsa og heilbrigðisþjónusta. Ég reyni að passa upp á þá þætti þegar niðurstaðan mun liggja fyrir,“ segir Svandís. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja hvort og hvernig er hægt að skima alla farþega hingað til lands. „Það er í mörg horn að líta og verður fróðlegt að sjá hvað verkefnahópurinn leggur til. Við erum líka að skoða aðra hluti. Til dæmis smit og upplýsingar úr smitrakningargrunninum hvort við getum betur skilgreint áhættu á smiti frá einstaklingum sem eru með lítil einkenni. Þetta er áskorun sem mun vega inn í mitt mat,“ segir Þórólfur. Hann ætlar að leggja mat á málið út frá læknisfræði- og sóttvarnalegum hlutum. „Efnahagslegu- og samfélagslegu þættirnir eru á borði pólitíkusana. Þeir verða að ákveða hvort þeir taki þeim tillögum sem ég kem með eða ekki eða hvort þeir geti samrýmt þær tillögur við eitthvað annað, það verður framtíðin að leiða í ljós,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira
Heilsa þjóðarinnar er í forgangi hjá heilbrigðisráðherra og sóttvarnalækni vegna opnunar landsins fyrir ferðamenn. Sóttvarnalæknir mun gera sínar tillögur út frá áhættugreiningu sem hann segir síðan stjórnmálamanna að ákveða hvort farið verður eftir. Heilbrigðisráðherra hefur fengið áhættugreiningu Landspítalans í hendurnar þar sem mat er lagt á burðargetu spítalans ef ferðamenn bæru smit til landsins. Stjórnvöld stefna að opnuna landsins eigi síðar en 15. júní. Yrði það gert í tilraunaskyni í tvær vikur. „Áhættugreiningin gerir ráð fyrir því að grípa þurfi til ráðstafana þegar og ef smit kemur aftur. Þetta er tvíhliðamat, hvað veirufræðideildin ræður við og svo fer farsóttarnefndin yfir það sem snýr að hlið spítalans,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Ráðherra skipaði verkefnisstjórn um ferðatakmarkanir sem leggur mat á hvort það sé hægt að skima alla ferðamenn sem koma til landsins fyrir kórónuveirunni. Hópurinn skilaði sínum niðurstöðum í dag sem ráðherra og sóttvarnalæknir fara svo yfir. Ráðherra segir málið þróast ört og kerfið þurfa að sýna sveigjanleika. „Og við munum gera það. Aðal flaggið mitt er heilsa og heilbrigðisþjónusta. Ég reyni að passa upp á þá þætti þegar niðurstaðan mun liggja fyrir,“ segir Svandís. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir erfitt að segja hvort og hvernig er hægt að skima alla farþega hingað til lands. „Það er í mörg horn að líta og verður fróðlegt að sjá hvað verkefnahópurinn leggur til. Við erum líka að skoða aðra hluti. Til dæmis smit og upplýsingar úr smitrakningargrunninum hvort við getum betur skilgreint áhættu á smiti frá einstaklingum sem eru með lítil einkenni. Þetta er áskorun sem mun vega inn í mitt mat,“ segir Þórólfur. Hann ætlar að leggja mat á málið út frá læknisfræði- og sóttvarnalegum hlutum. „Efnahagslegu- og samfélagslegu þættirnir eru á borði pólitíkusana. Þeir verða að ákveða hvort þeir taki þeim tillögum sem ég kem með eða ekki eða hvort þeir geti samrýmt þær tillögur við eitthvað annað, það verður framtíðin að leiða í ljós,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Heilbrigðismál Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Sjá meira