Hvað kostar lýðræðið? Björn Berg Gunnarson skrifar 26. maí 2020 07:30 Það mætti deila meira um hugtakið „óumdeilt“. Kannski hefur það ekki snúist jafn hressilega upp í andhverfu sína og orðin „kóngur“ og „meistari“ en þegar fólk er sagt óumdeilt verðum við að staldra stundarkorn við. Réttur okkar til að deila um og tjá skoðun á fulltrúum okkar og leiðtogum er með þeim mikilvægari sem við eigum. Slíkan rétt hafa ekki allir og metur The Economist stöðu lýðræðis í heiminum nú þá verstu frá árinu 2006, en einungis 4,5% jarðarbúa búa við fullt lýðræði og ríflega þriðjungur býr í löndum þar sem almenningur hefur engin áhrif á hvernig þeim er stjórnað. Þar fær fólk ekki tækifæri til að láta með formlegum hætti reyna á fullyrðingar sumra um að leiðtogarnir séu óumdeildir. Þar þætti lýðræðissinnum væntanlega ekki tiltökumál að inn á kjörseðilinn læddist einn og einn kverúlant sem við fyrstu sýn virðist eygja litla sigurvon eða að hart væri í ári og kosningar dýrar. Slíkt þætti tæplega tilefni til að flauta kosningarnar af, enda rétturinn til að tjá pólitískar skoðanir sínar umtalsvert dýrmætari en svo. Það er áhyggjuefni að hér á landi sé talað um að ástæða sé til að sleppa forsetakosningum, hvort sem ástæðan sem gefin er sé kostnaður, óheppilegir frambjóðendur eða vinsældir núverandi forseta. Það kostar vissulega 300-400 milljónir króna að kjósa í júní en það eru góð kaup, þrátt fyrir allt. Útfærsluatriði á borð við þann fjölda meðmæla sem safna þarf fyrir framboð er um að gera að ráðast í og laga að samtímanum áður en við göngum næst að kjörkössunum, en í stóra samhenginu skiptir það sáralitlu máli. Við skulum ekki gefa okkur að almenn sátt sé um fulltrúa okkar og þeir séu óumdeildir. Skoðanakannanir og fullyrðingar annarra koma aldrei í staðinn fyrir raunverulega þátttöku í frjálsum kosningum. Vonandi verður það á einhverjum tímapunkti óumdeilt. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Forsetakosningar 2020 Mest lesið Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Sjá meira
Það mætti deila meira um hugtakið „óumdeilt“. Kannski hefur það ekki snúist jafn hressilega upp í andhverfu sína og orðin „kóngur“ og „meistari“ en þegar fólk er sagt óumdeilt verðum við að staldra stundarkorn við. Réttur okkar til að deila um og tjá skoðun á fulltrúum okkar og leiðtogum er með þeim mikilvægari sem við eigum. Slíkan rétt hafa ekki allir og metur The Economist stöðu lýðræðis í heiminum nú þá verstu frá árinu 2006, en einungis 4,5% jarðarbúa búa við fullt lýðræði og ríflega þriðjungur býr í löndum þar sem almenningur hefur engin áhrif á hvernig þeim er stjórnað. Þar fær fólk ekki tækifæri til að láta með formlegum hætti reyna á fullyrðingar sumra um að leiðtogarnir séu óumdeildir. Þar þætti lýðræðissinnum væntanlega ekki tiltökumál að inn á kjörseðilinn læddist einn og einn kverúlant sem við fyrstu sýn virðist eygja litla sigurvon eða að hart væri í ári og kosningar dýrar. Slíkt þætti tæplega tilefni til að flauta kosningarnar af, enda rétturinn til að tjá pólitískar skoðanir sínar umtalsvert dýrmætari en svo. Það er áhyggjuefni að hér á landi sé talað um að ástæða sé til að sleppa forsetakosningum, hvort sem ástæðan sem gefin er sé kostnaður, óheppilegir frambjóðendur eða vinsældir núverandi forseta. Það kostar vissulega 300-400 milljónir króna að kjósa í júní en það eru góð kaup, þrátt fyrir allt. Útfærsluatriði á borð við þann fjölda meðmæla sem safna þarf fyrir framboð er um að gera að ráðast í og laga að samtímanum áður en við göngum næst að kjörkössunum, en í stóra samhenginu skiptir það sáralitlu máli. Við skulum ekki gefa okkur að almenn sátt sé um fulltrúa okkar og þeir séu óumdeildir. Skoðanakannanir og fullyrðingar annarra koma aldrei í staðinn fyrir raunverulega þátttöku í frjálsum kosningum. Vonandi verður það á einhverjum tímapunkti óumdeilt. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun