Hvað þarf Ísland? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 26. maí 2020 08:00 Ísland þarf fjárfestingaáætlun. Metnaðarfulla áætlun þar sem við lítum til framtíðar. Í síðasta hruni setti ríkisstjórn Samfylkingarinnar, fram sérstaka fjárfestingaáætlun fyrir Ísland. Áherslan var á grænt hagkerfi nýsköpunar, hagvaxtar og fjölbreytni í atvinnulífi. Þessi áætlun var meðal annars fjármögnuð með auðlindagjöldum. Núna þarf þjóðin að fá áætlun og aukinn arð af sínum eigin auðlindum. Ef ekki núna, hvenær þá? 6 atriði Hins vegar bólar ekkert á slíkri framtíðarsýn hjá þessari ríkisstjórn. Þar virðist einn maður stjórna, formaður Sjálfstæðisflokksins, og restin klappar honum lof í lófa. Förum yfir sex atriði: Eitt helsta úrræði ríkisstjórnarinnar núna er að niðurgreiða uppsagnir á fólki og setja fólk á atvinnuleysisbætur. Það er engin sýn hjá þessari ríkisstjórn í að búa til störf. Þegar ég nefndi að við ættum að gera eins og allir aðrir gera í nágrannalöndunum, það er að fjölga opinberum störfum, eins og hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, lögreglumönnum, vísindafólki o.s.frv. kallaði formaður Sjálfstæðisflokksins það „verstu hugmynd sem hann hefði heyrt“. Þetta er hins vegar hugmynd sem The Economist, IMF og Financial Times hafa öll nýverið sett fram. Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn ekki við stjórnvölinn annars staðar en því miður er hann það hér. Minna en 5% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar fer í nýsköpun. Það er nær ekkert. Ríkisstjórnarflokkarnir fella ítrekað tillögur Samfylkingarinnar um að setja meira í rannsóknir, sóknaráætlanir, nýsköpun og tækniþróun. Með auknum stuðningi við nýsköpun styðjum við einmitt einkaframtakið og búum í haginn fyrir framtíðina. Við vitum ekkert hvert næsta Marel eða Meniga verður. Fjáraukarnir tveir sem ríkisstjórnin er búin að afgreiða auka ríkisútgjöldin einungis um 4%. Þar af var flýting framkvæmda minna en 2% aukning á ríkisútgjöldum. Það er allt of sumt. Í hvaða heimi er það nóg til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár? Þegar eftirspurnin á einkamarkaði hrynur á hið opinbera að skapa eftirspurn á móti. Það styrkir atvinnulífið og einkaframtakið. Sá lærdómur fékkst fyrir 100 árum en virðist ekki hafa borist upp í Valhöll. Ríkisstjórnin hlustaði loks á hugmynd Samfylkingarinnar að fjölga listamannalaunum en betur má ef duga skal. Flokkarnir höfnuðu þó að fjölga enn meira í þeim hópi eins og ég lagði til og vilja þeir frekar að fólk fari á atvinnuleysisbætur í stað þess að vinna við listsköpun. Einnig felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögur okkar um aukna fjármuni í Kvikmyndasjóð en það hefði bókstaflega búið til pening fyrir ríkið í fjölgun starfa og auknum umsvifum. Hinn svokallaði félagslegi pakki þessarar ríkisstjórnar vegna faraldursins nemur lægri upphæð en fyrirhuguð lækkun veiðileyfagjalda ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Þessir flokkar keyrðu meira að segja í gegn í síðustu viku lækkun skatta á fyrirtæki sem „kaupa stór skip“. Þessari ríkisstjórn fannst ekkert mál að fella á svipuðum tíma tillögu þess efnis að námsmenn gætu fengið atvinnuleysisbætur þetta sumarið. Námsmenn eru auðvitað ekki stórútgerðarmenn. Til að toppa vitleysuna hjá ríkistjórnarflokkunum þremur felldu þeir tillögu á Alþingi um hér væri tryggt að fyrirtæki sem eru með eignarhald í skattaskjóli nytu ekki opinber stuðnings. Af hverju ætli það sé? Kusu kjósendur VG og Framsóknar sína flokka með þetta í huga? Fjárfestingaáætlun fyrir Ísland Í síðasta hruni þurftu jafnaðarmenn að taka til eftir óstjórn Sjálfstæðismanna. Það verður án efa það sama upp á teningnum núna. Það er nauðsynlegt að hér taki við stjórnmálaflokkar sem hafi framtíðarsýn í uppbyggingu til framtíðar. Samfylkingin vill búa til störf en ekki tala þau niður eða bara niðurgreiða uppsagnir á störfum. Samfylkingin vill fjárfesta í nýsköpun og list í stað skattalækkana til stórútgerðarinnar og hugsanlegs stuðnings til skattaskjóla. Samfylkingin vill græna og metnaðarfulla fjárfestingaáætlun sem tekur til almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Nú er tíminn fyrir það. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Ísland þarf fjárfestingaáætlun. Metnaðarfulla áætlun þar sem við lítum til framtíðar. Í síðasta hruni setti ríkisstjórn Samfylkingarinnar, fram sérstaka fjárfestingaáætlun fyrir Ísland. Áherslan var á grænt hagkerfi nýsköpunar, hagvaxtar og fjölbreytni í atvinnulífi. Þessi áætlun var meðal annars fjármögnuð með auðlindagjöldum. Núna þarf þjóðin að fá áætlun og aukinn arð af sínum eigin auðlindum. Ef ekki núna, hvenær þá? 6 atriði Hins vegar bólar ekkert á slíkri framtíðarsýn hjá þessari ríkisstjórn. Þar virðist einn maður stjórna, formaður Sjálfstæðisflokksins, og restin klappar honum lof í lófa. Förum yfir sex atriði: Eitt helsta úrræði ríkisstjórnarinnar núna er að niðurgreiða uppsagnir á fólki og setja fólk á atvinnuleysisbætur. Það er engin sýn hjá þessari ríkisstjórn í að búa til störf. Þegar ég nefndi að við ættum að gera eins og allir aðrir gera í nágrannalöndunum, það er að fjölga opinberum störfum, eins og hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, lögreglumönnum, vísindafólki o.s.frv. kallaði formaður Sjálfstæðisflokksins það „verstu hugmynd sem hann hefði heyrt“. Þetta er hins vegar hugmynd sem The Economist, IMF og Financial Times hafa öll nýverið sett fram. Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn ekki við stjórnvölinn annars staðar en því miður er hann það hér. Minna en 5% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar fer í nýsköpun. Það er nær ekkert. Ríkisstjórnarflokkarnir fella ítrekað tillögur Samfylkingarinnar um að setja meira í rannsóknir, sóknaráætlanir, nýsköpun og tækniþróun. Með auknum stuðningi við nýsköpun styðjum við einmitt einkaframtakið og búum í haginn fyrir framtíðina. Við vitum ekkert hvert næsta Marel eða Meniga verður. Fjáraukarnir tveir sem ríkisstjórnin er búin að afgreiða auka ríkisútgjöldin einungis um 4%. Þar af var flýting framkvæmda minna en 2% aukning á ríkisútgjöldum. Það er allt of sumt. Í hvaða heimi er það nóg til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár? Þegar eftirspurnin á einkamarkaði hrynur á hið opinbera að skapa eftirspurn á móti. Það styrkir atvinnulífið og einkaframtakið. Sá lærdómur fékkst fyrir 100 árum en virðist ekki hafa borist upp í Valhöll. Ríkisstjórnin hlustaði loks á hugmynd Samfylkingarinnar að fjölga listamannalaunum en betur má ef duga skal. Flokkarnir höfnuðu þó að fjölga enn meira í þeim hópi eins og ég lagði til og vilja þeir frekar að fólk fari á atvinnuleysisbætur í stað þess að vinna við listsköpun. Einnig felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögur okkar um aukna fjármuni í Kvikmyndasjóð en það hefði bókstaflega búið til pening fyrir ríkið í fjölgun starfa og auknum umsvifum. Hinn svokallaði félagslegi pakki þessarar ríkisstjórnar vegna faraldursins nemur lægri upphæð en fyrirhuguð lækkun veiðileyfagjalda ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Þessir flokkar keyrðu meira að segja í gegn í síðustu viku lækkun skatta á fyrirtæki sem „kaupa stór skip“. Þessari ríkisstjórn fannst ekkert mál að fella á svipuðum tíma tillögu þess efnis að námsmenn gætu fengið atvinnuleysisbætur þetta sumarið. Námsmenn eru auðvitað ekki stórútgerðarmenn. Til að toppa vitleysuna hjá ríkistjórnarflokkunum þremur felldu þeir tillögu á Alþingi um hér væri tryggt að fyrirtæki sem eru með eignarhald í skattaskjóli nytu ekki opinber stuðnings. Af hverju ætli það sé? Kusu kjósendur VG og Framsóknar sína flokka með þetta í huga? Fjárfestingaáætlun fyrir Ísland Í síðasta hruni þurftu jafnaðarmenn að taka til eftir óstjórn Sjálfstæðismanna. Það verður án efa það sama upp á teningnum núna. Það er nauðsynlegt að hér taki við stjórnmálaflokkar sem hafi framtíðarsýn í uppbyggingu til framtíðar. Samfylkingin vill búa til störf en ekki tala þau niður eða bara niðurgreiða uppsagnir á störfum. Samfylkingin vill fjárfesta í nýsköpun og list í stað skattalækkana til stórútgerðarinnar og hugsanlegs stuðnings til skattaskjóla. Samfylkingin vill græna og metnaðarfulla fjárfestingaáætlun sem tekur til almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Nú er tíminn fyrir það. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun