Páll Óskar var í beinni útsendingu úr Stúdíói Stöðvar 2 í kvöld og skemmti þjóðinni í samkomubanni.
Hann tók sín þekktustu og bestu lög og brá á leik eins og honum einum er lagið.
Palli fór um víðan völl í tónlistinni að vanda enda ekki þekktur fyrir annað en stórkostlega sviðsframkomu og stanslaust stuð. Stemmningin var rífandi með glimmeri, gleði og ógleymanlegum lokaatriðum.
Hægt er að horfa á Pallaballið í spilaranum hér fyrir neðan.