Telur Landsréttarmálið vera á ábyrgð forsetans Atli Ísleifsson skrifar 25. maí 2020 11:10 Guðmundur Franklín Jónsson safnaði undirskriftum fyrir forsetaframboð í Kringlunni fyrr í mánuðinum. Vísir/Vilhelm Forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson telur að Landsréttarmálið og óvissuna í tengslum við skipan dómara við réttinn vera á ábyrgð forseta Íslands. „Já, mér finnst ábyrgðin liggja öll þar, þar sem hann er eftirlitsmaður með þinginu. Þingið og forsetinn fara saman með löggjafarvaldið.“ Þetta kom fram í máli Guðmundar Franklíns í samtali við Fanneyju Birnu Jónsdóttur í Silfrinu á RÚV í gær. Þar ræddi hann um framboð sitt til forseta sem hann sagði snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt að mörkum til að berjast gegn spillingu. Hefja samræður við þjóðina Guðmundur Franklín sagði að forseti Íslands gæti hafið samræður við þjóðina og við stjórnvöld á hverjum tíma sem erfið mál koma upp. „Hann getur komið með lausnir, eða hann getur komið með hugmyndir, en allavega stýrt því þannig að fólk viti hvað er í gangi og opnað umræðuna.“ Aðspurður um hvort að Guðmundur vilji þá nýta embættið í að eiga í pólitískum samræðum, þá segir hann að embættið í eðli sínu vera pólitískt. „Í 2. grein stjórnarskrárinnar segir að forsetinn fari með löggjafarvaldið með þinginu og síðan láti hann ráðherra fara með vald sitt,“ segir Guðmundur og bætir við að hægt sé að nýta málskotsréttinn á ýmsan hátt og í meira mæli.“ Ekki þurfi þó alltaf að koma til þess að nýta málskotsréttinn. „Það er hægt að hafa samtalið á undan, benda stjórnvöldum á að það sé hægt leysa málin öðruvísi, eins og til dæmis í Landsréttarmálinu. Landsréttarmálið var þannig að forsetinn skrifar undir þessi lög um Landsrétt og hann skipar þessa fimmtán dómara. Við vitum hvernig fór. Síðan skrifaði hann á heimasíðu embættisins yfirlýsingu um það að hann efaðist um lögmæti þessarar skipunar á þessum dómurum af hálfu Alþingis. Það voru sett sérlög um þessa dómara og það átti að skipa hvern fyrir sig, en Alþingi tók þá stefnu að skipa þá alla fimmtán í einu. Hann fékk símhringingar, sagði hann í þessari yfirlýsingu sinni. Fékk líka símtöl frá þingmönnum. Samt sem áður skrifaði hann undir,“ segir Guðmundur. Guðni Th. Jóhannesson forseti. Forsetakosningar munu líklega fara fram þann 27. júní næstkomandi.Vísir/Vilhelm Kveðst hafa nálgast málið á annan máta Guðmundur segist sjálfur hafa nálgast málið á allt annan hátt. „Það sem ég hefði gert, er að ég hefði sagt við Alþingi: „Gjörið svo vel. Skoðið þetta einu sinni enn.“ Það eru sérlög um þetta og sérlögin segja til um það að hver og einn dómari verði að vera skipaður. Hver og einn í einu. Ég hefði farið fram á það að það yrði gert. Sent málið til baka. „Gott fólk. Takið þetta aftur fyrir.“ Þetta hefði getað tekið einn dag. En í staðinn erum við komin í þessa krísu. Þessi yfirlýsing forsetans er aðalsönnunargagnið í málinu fyrir Mannréttindadómstólnum og við erum að tala um það að yfirdeild dómstólsins er hugsanlega að skila niðurstöðu á þessu ári eða fljótlega. Ef það kemur í ljós að Landsréttur er ólöglega skipaður þá er það náttúrulega hrikalegt fyrir okkar réttarríki.“ Finnst þér ábyrgðin á því að einhverju leyti vera forseta? „Já, mér finnst ábyrgðin liggja öll þar, þar sem hann er eftirlitsmaður með þinginu. Þingið og forsetinn fara saman með löggjafarvaldið.“ Fanney Birna benti Guðmundi á að í stjórnarskrá standi að hann sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. „Já, ef þú talar um ábyrgðarleysi forsetans, þá byrjar ábyrgin heima hjá þér. Það hafa allir ábyrgð. Þú getur ekki sagt að forseti sé ábyrgðarlaus. Það er ábyrgðarlaust að segja það, jafnvel.“ Vill að forseti geri það sem „þjóðin biðji hann um að gera“ Guðmundur Franklín ræddi einnig hvernig hann liti almennt á embætti forsetans. Sagði hann uppsprettu valdsins vera hjá þjóðinni og að hann væri sjálfur lýðræðissinni. „[Forseti] er málsvari þjóðarinnar. Hann hlustar á þjóðina og hann á að gera það sem þjóðin vill að hann geri, biður hann um að gera. Það er það sem ég stend fyrir. Ég er lýðræðissinni og ég vil að þjóðin fái að ráða og gera það sem þjóðin biður um. Ég er ekki að biðja fólk um að fara út á götu og safna undirskriftum og gera hitt eða þetta. Það fer ekkert á milli mála þegar mál koma upp á yfirborðið sem eru umdeild. Það fer allt á hliðina í íslensku þjóðfélagi og við sáum það bara í orkupakkamálinu. Ég held að það sé best að ganga meðalveginn, en ég held að Alþingi geti gert meira af því að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi umdeildu mál.“ Forseti Íslands Landsréttarmálið Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Orkupakkinn ekki erfitt mál að eiga við Guðni Th. Jóhannesson segir að honum hafi ekki þótt orkupakkamálið vera erfitt mál að eiga við sem forseti Íslands. 25. maí 2020 08:17 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Forsetaframbjóðandinn Guðmundur Franklín Jónsson telur að Landsréttarmálið og óvissuna í tengslum við skipan dómara við réttinn vera á ábyrgð forseta Íslands. „Já, mér finnst ábyrgðin liggja öll þar, þar sem hann er eftirlitsmaður með þinginu. Þingið og forsetinn fara saman með löggjafarvaldið.“ Þetta kom fram í máli Guðmundar Franklíns í samtali við Fanneyju Birnu Jónsdóttur í Silfrinu á RÚV í gær. Þar ræddi hann um framboð sitt til forseta sem hann sagði snúast um að efla forsetaembættið, nýta málskotsréttinn og leggja sitt að mörkum til að berjast gegn spillingu. Hefja samræður við þjóðina Guðmundur Franklín sagði að forseti Íslands gæti hafið samræður við þjóðina og við stjórnvöld á hverjum tíma sem erfið mál koma upp. „Hann getur komið með lausnir, eða hann getur komið með hugmyndir, en allavega stýrt því þannig að fólk viti hvað er í gangi og opnað umræðuna.“ Aðspurður um hvort að Guðmundur vilji þá nýta embættið í að eiga í pólitískum samræðum, þá segir hann að embættið í eðli sínu vera pólitískt. „Í 2. grein stjórnarskrárinnar segir að forsetinn fari með löggjafarvaldið með þinginu og síðan láti hann ráðherra fara með vald sitt,“ segir Guðmundur og bætir við að hægt sé að nýta málskotsréttinn á ýmsan hátt og í meira mæli.“ Ekki þurfi þó alltaf að koma til þess að nýta málskotsréttinn. „Það er hægt að hafa samtalið á undan, benda stjórnvöldum á að það sé hægt leysa málin öðruvísi, eins og til dæmis í Landsréttarmálinu. Landsréttarmálið var þannig að forsetinn skrifar undir þessi lög um Landsrétt og hann skipar þessa fimmtán dómara. Við vitum hvernig fór. Síðan skrifaði hann á heimasíðu embættisins yfirlýsingu um það að hann efaðist um lögmæti þessarar skipunar á þessum dómurum af hálfu Alþingis. Það voru sett sérlög um þessa dómara og það átti að skipa hvern fyrir sig, en Alþingi tók þá stefnu að skipa þá alla fimmtán í einu. Hann fékk símhringingar, sagði hann í þessari yfirlýsingu sinni. Fékk líka símtöl frá þingmönnum. Samt sem áður skrifaði hann undir,“ segir Guðmundur. Guðni Th. Jóhannesson forseti. Forsetakosningar munu líklega fara fram þann 27. júní næstkomandi.Vísir/Vilhelm Kveðst hafa nálgast málið á annan máta Guðmundur segist sjálfur hafa nálgast málið á allt annan hátt. „Það sem ég hefði gert, er að ég hefði sagt við Alþingi: „Gjörið svo vel. Skoðið þetta einu sinni enn.“ Það eru sérlög um þetta og sérlögin segja til um það að hver og einn dómari verði að vera skipaður. Hver og einn í einu. Ég hefði farið fram á það að það yrði gert. Sent málið til baka. „Gott fólk. Takið þetta aftur fyrir.“ Þetta hefði getað tekið einn dag. En í staðinn erum við komin í þessa krísu. Þessi yfirlýsing forsetans er aðalsönnunargagnið í málinu fyrir Mannréttindadómstólnum og við erum að tala um það að yfirdeild dómstólsins er hugsanlega að skila niðurstöðu á þessu ári eða fljótlega. Ef það kemur í ljós að Landsréttur er ólöglega skipaður þá er það náttúrulega hrikalegt fyrir okkar réttarríki.“ Finnst þér ábyrgðin á því að einhverju leyti vera forseta? „Já, mér finnst ábyrgðin liggja öll þar, þar sem hann er eftirlitsmaður með þinginu. Þingið og forsetinn fara saman með löggjafarvaldið.“ Fanney Birna benti Guðmundi á að í stjórnarskrá standi að hann sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum. „Já, ef þú talar um ábyrgðarleysi forsetans, þá byrjar ábyrgin heima hjá þér. Það hafa allir ábyrgð. Þú getur ekki sagt að forseti sé ábyrgðarlaus. Það er ábyrgðarlaust að segja það, jafnvel.“ Vill að forseti geri það sem „þjóðin biðji hann um að gera“ Guðmundur Franklín ræddi einnig hvernig hann liti almennt á embætti forsetans. Sagði hann uppsprettu valdsins vera hjá þjóðinni og að hann væri sjálfur lýðræðissinni. „[Forseti] er málsvari þjóðarinnar. Hann hlustar á þjóðina og hann á að gera það sem þjóðin vill að hann geri, biður hann um að gera. Það er það sem ég stend fyrir. Ég er lýðræðissinni og ég vil að þjóðin fái að ráða og gera það sem þjóðin biður um. Ég er ekki að biðja fólk um að fara út á götu og safna undirskriftum og gera hitt eða þetta. Það fer ekkert á milli mála þegar mál koma upp á yfirborðið sem eru umdeild. Það fer allt á hliðina í íslensku þjóðfélagi og við sáum það bara í orkupakkamálinu. Ég held að það sé best að ganga meðalveginn, en ég held að Alþingi geti gert meira af því að halda þjóðaratkvæðagreiðslur um þessi umdeildu mál.“
Forseti Íslands Landsréttarmálið Forsetakosningar 2020 Tengdar fréttir Orkupakkinn ekki erfitt mál að eiga við Guðni Th. Jóhannesson segir að honum hafi ekki þótt orkupakkamálið vera erfitt mál að eiga við sem forseti Íslands. 25. maí 2020 08:17 Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Orkupakkinn ekki erfitt mál að eiga við Guðni Th. Jóhannesson segir að honum hafi ekki þótt orkupakkamálið vera erfitt mál að eiga við sem forseti Íslands. 25. maí 2020 08:17
Guðmundur Franklín skilar inn framboði sínu til forseta Framboðsfrestur rennur út á miðnætti en fyrr í dag skilaði Guðni Th. Jóhannesson, forseti, framboði sínu til ráðuneytisins. 22. maí 2020 15:23