Segir rammaáætlun í tómri þvælu og óheimilt að fjalla um vindorku Kristján Már Unnarsson skrifar 25. maí 2020 09:15 Skúli Thoroddsen, sérfræðingur í orkurétti og lögmaður Storm Orku ehf. Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af 43 virkjanakostum, sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórn rammaáætlunar í síðasta mánuði, fjalla 34 um vindorku. Orkustofnun tekur þó fram að hún hafi einungis yfirfarið gögn um kosti í vatnsafli og jarðhita en ekki í vindorku, í ljósi lagalegrar óvissu um stöðu hennar. Vindmyllur Landsvirkjunar ofan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eigendur Hróðnýjarstaða norðan Búðardals, sem áforma 24 vindmyllur í nafni Storm Orku, hafa falið Skúla Thoroddsen lögmanni að reka mál sitt en þeir telja vindorku ekki falla undir lög um rammaáætlun. Skúli segir það alls ekki rétt, sem umhverfisráðuneytið haldi fram, að vindorka falli undir lögin. „Það brýtur í bága við ýmis ákvæði Stjórnarskrárinnar; um eignarrétt, um atvinnufrelsi, um skipulagsvald sveitarfélaga og um jafnræði,“ segir Skúli, sem er sérfræðingur í orkurétti. Skúli telur þessa réttaróvissu valda skaðlegum töfum á vindorkuverkefnum þar sem Skipulagsstofnun dragi lappirnar. Hann telur ríkið geta skapað sér bótaskyldu og hefur ritað umhverfisráðherra andmælabréf. „Ég tel að það sé óheimilt að verkefnastjórnin fjalli um þessa vindorkukosti. Og ef hún geri það þá er verið að mismuna, meðal annars Storm Orku og öðrum aðilum.“ Fyrirtækið Storm Orka áformar vindmyllugarð í landi Hróðnýjarstaða í Dalasýslu. Jörðin er inn af Hvammsfirði norðaustan Búðardals.Stöð 2/Skjáskot. Skúli telur skipulagsvalds sveitarfélaga og lög um umhverfismat duga til að hreinsa burt slæma kosti. „Lögin eins og þau eru í dag; raforkulögin, lög um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslög, - þau geta algerlega ráðið við þetta verkefni. Það þarf enga rammaáætlun.“ Ef rammaáætlun ætti að fjalla um vindorku þyrfti að hans mati að hólfa niður land, bæði þjóðlendur og einkajarðir. „Þar sem þessi orkuauðlind er. Og þá yrði ósköp einfaldlega að bjóða þau svæði út. En það regluverk er ekkert til. Það er ekkert hugsað fram í tímann hvernig eigi að gera þetta. Þannig að þetta er í raun og veru bara tóm þvæla, eins og þetta er í dag,“ segir Skúli Thoroddsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Orkumál Umhverfismál Dalabyggð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira
Aðilar sem áforma vindmyllur við Búðardal telja að vindorka falli ekki undir rammaáætlun og segja verkefnisstjórn óheimilt að fjalla um vind sem orkukost. Ferlið sé komið í tóma þvælu, valdi miklum töfum og geti skapað ríkinu bótaskyldu. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af 43 virkjanakostum, sem Orkustofnun sendi verkefnisstjórn rammaáætlunar í síðasta mánuði, fjalla 34 um vindorku. Orkustofnun tekur þó fram að hún hafi einungis yfirfarið gögn um kosti í vatnsafli og jarðhita en ekki í vindorku, í ljósi lagalegrar óvissu um stöðu hennar. Vindmyllur Landsvirkjunar ofan Búrfells.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eigendur Hróðnýjarstaða norðan Búðardals, sem áforma 24 vindmyllur í nafni Storm Orku, hafa falið Skúla Thoroddsen lögmanni að reka mál sitt en þeir telja vindorku ekki falla undir lög um rammaáætlun. Skúli segir það alls ekki rétt, sem umhverfisráðuneytið haldi fram, að vindorka falli undir lögin. „Það brýtur í bága við ýmis ákvæði Stjórnarskrárinnar; um eignarrétt, um atvinnufrelsi, um skipulagsvald sveitarfélaga og um jafnræði,“ segir Skúli, sem er sérfræðingur í orkurétti. Skúli telur þessa réttaróvissu valda skaðlegum töfum á vindorkuverkefnum þar sem Skipulagsstofnun dragi lappirnar. Hann telur ríkið geta skapað sér bótaskyldu og hefur ritað umhverfisráðherra andmælabréf. „Ég tel að það sé óheimilt að verkefnastjórnin fjalli um þessa vindorkukosti. Og ef hún geri það þá er verið að mismuna, meðal annars Storm Orku og öðrum aðilum.“ Fyrirtækið Storm Orka áformar vindmyllugarð í landi Hróðnýjarstaða í Dalasýslu. Jörðin er inn af Hvammsfirði norðaustan Búðardals.Stöð 2/Skjáskot. Skúli telur skipulagsvalds sveitarfélaga og lög um umhverfismat duga til að hreinsa burt slæma kosti. „Lögin eins og þau eru í dag; raforkulögin, lög um mat á umhverfisáhrifum, skipulagslög, - þau geta algerlega ráðið við þetta verkefni. Það þarf enga rammaáætlun.“ Ef rammaáætlun ætti að fjalla um vindorku þyrfti að hans mati að hólfa niður land, bæði þjóðlendur og einkajarðir. „Þar sem þessi orkuauðlind er. Og þá yrði ósköp einfaldlega að bjóða þau svæði út. En það regluverk er ekkert til. Það er ekkert hugsað fram í tímann hvernig eigi að gera þetta. Þannig að þetta er í raun og veru bara tóm þvæla, eins og þetta er í dag,“ segir Skúli Thoroddsen. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Orkumál Umhverfismál Dalabyggð Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mest lesið Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Viðskipti innlent Innkalla pastaskeiðar úr plasti Neytendur Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Greiðsluáskorun Samstarf Hvað er eiginlega í vatninu á Höfn í Hornafirði? Framúrskarandi fyrirtæki Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Viðskipti innlent Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Viðskipti innlent Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Búnir að gefast upp á fríum stæðum við TBR Neytendur Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Sjá meira