Hvernig heldur maður ódýra fermingar/páskaveislu sem kostar ekki nema um 25 þúsund krónur með öllu? Veislu fyrir um áttatíu manns.
Stílistinn og fjölmiðlakonan Þórunn Högnadóttir fór yfir málið í Íslandi í dag sem sýnt var á miðvikudagskvöldið.
Þórunn réðist í verkefnið á dögunum og eins og áður segir hafði hún aðeins um 25 þúsund krónur til ráðstöfunar.
„Maður þarf ekki alltaf að eyða miklum pening til að gera eitthvað fallegt,“ segir Þórunn í samtali við Völu Matt. Þórunn leggur töluverða áherslu á að hafa ódýrar skreytingar og bollakökur.
Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni en þar var einnig farið yfir það hvernig hægt sé að gera fermingargreiðslu sem kostar akkúrat ekkert.